Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fara í verkefni
print

Plast og annað sorp í hafinu

Bekkur 8.-10. bekkur Námsgrein Náttúrufræði Námsáhersla Náttúra og umhverfi Þema Auðlindir Efni Hafið Plast Dýr Jörðin Tegund Texti
shutterstock_287424425.jpg

Plast og annað sorp í hafinu

Í aldanna rás hefur hafið skipt sköpum í lífi mannfólksins, bæði til að ferðast á milli staða og sem matarkista. Hafið gegnir enn mikilvægu hlutverki í lífi Norðurlandabúa, þar sem öll Norðurlöndin hafa strandlengju. Á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum eru fiskveiðar ein mikilvægasta atvinnugreinin og sjávarafurðir ein helsta útflutningsvaran – um 80% útflutningstekna Færeyinga eru af sjávarútvegi. Því er vert að huga að ástandi hafsins.

 

Lífríki sjávar er einnig háð því að við hugum vel að sjávarumhverfinu. Hins vegar hefur bandarísk rannsókn leitt í ljós að jarðarbúar henda um 8 milljónum tonna af plastrusli í hafið á hverju ári. Gert er ráð fyrir að þessa tölur muni tvöfaldast á næstu tíu árum, ef ekki verður gripið í taumana.

 

Sorp í hafinu

Stór hluti af því rusli sem finnst í hafinu er búið til úr illniðurbrjótanlegu efni, sem mennirnir hafa hent annað hvort á landi eða beint í sjóinn. Algengasta sjávarsorpið er plast, gúmmí, pappír, málmur, viður, gler, föt, o.s.frv. Ruslið getur verið sjáanlegt berum augum, en einnig nánast ósýnilegt: það síðastnefnda kallast örplast (míkróplast).

 

Þau skaðlegu áhrif sem sorpið kann að hafa á náttúruna, menn og annað dýralíf, er háð því hvaða efni og dýrategund eiga í hlut: skjaldbökur gætu slysast til að éta plastpoka, þar sem pokarnir líkjast nokkuð marglyttum, á meðan fuglarnir eiga á hættu að festast í gömlum fiskinetum. Sum efni eru þó skaðlegri en önnur og er plastrusl þar til sérstakra vandræða. Ef ekkert er aðhafst verður líklegast meira af plasti í hafinu en fiskum árið 2050.

 

Hvernig ratar plastið í hafið?

Til þess að takast á við vandann er mikilvægt að reyna að átta sig á því hvernig plastið ratar í hafið. Plastrusl leynist alls staðar í hafinu; við ströndina, úti á rúmsjó, fljótandi á yfirborðinu og liggjandi á sjávarbotninum. Margar rannsóknir eru gerðar á því plastrusli sem finnst við strandlengjur, en þar sem erfiðara er að rannsaka plastið sem flýtur úti á rúmsjó og það sem liggur á botni sjávar vitum við minna um örlög þess plasts. Þó er vitað að plastruslið getur haldist á þeim stað sem því er fleygt, en einnig flotið langt frá upprunastaðnum. Ferðalag plastsins ræðst af mörgum ólíkum þáttum, s.s. regni, hafstraumum, sjávarfalli, vindi og landslagi. Það er einnig háð endingartíma plastsins.

 

Árið 1992 var heilum gámi af 29.000 gulum plastöndum hent í mitt Kyrrahafið á siglingarleið frá Hong Kong. Síðan þá hafa plastendur komið í leitirnar í öllum heimshornum. Sumum skolaði á land á Havaíeyjum, í Alaska og við strendur Suður-Ameríku, á meðan aðrar hafa fundist frosnar í norðurheimsskautsísnum, í Skotlandi og í Atlantshafi.

 

Sorp sem endar í hafinu má einkum rekja til rangrar og lakrar sorphirðu, eða vegna leka frárennslisvatns sem kemur ýmist frá landi eða skipum. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP, kemur 80% af öllu rusli í hafinu frá rekstri á landi, t.d. ruslahaugum, iðnaði og ferðamannaþjónustu; hin 20% koma frá starfsemi á hafi úti, s.s. fiskveiðum, skemmtiferðaskipum og olíuborpöllum. Sjómenn kasta veiðarfærum, netum og öðrum búnaði fyrir borð; sjófarendur missa farmút fyrir og henda rusli útbyrðis. Starfsmenn borpalla losa sig búnað og umbúðir; ferðamenn henda rusli við ströndina.

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Vissirðu að...

75% af því sorpi sem finnst í heimhöfunum er plast.

Verkefni

 • Krossaspurningar

 • Þemaverkefni

  • 1Þemaverkefni

   Rannsakið saman í hópum hvort gildi lög og reglur varðandi náttúruvernd í ykkar landi. 

   • Leitið að upplýsingum á netinu varðandi lög og reglur sem eiga að vernda umhverfið gegn mengun og rusli. 
   • Hvernig á að vernda hafið gegn mengun og rusli?
   • Komið með tillögur að því hvaða lög og reglur þið teljið að gætu stuðlað að verndun hafsins. 
   • Látið hvern hóp gera grein fyrir tillögum sínum fyrir öðrum hóp.
  • 2Þemaverkefni

   Hvaða merkingu hefur hafið fyrir þig?

   • Skrifaðu og/eða teiknaðu hugarkort sem inniheldur allt sem þú tengir við hafið.
   • Hefur hafið sérstaka þýðingu fyrir þig?
   • Hengdu hugarkortið upp á vegg í skólastofunni og skoðaðu hvað samnemendur þínir tengja við hafið.
 • Vinabekkur

  • 1Vinabekkur

   Hvaða merkingu hefur hafið fyrir landið þitt?

   • Rannsakið hvaða áhrif mengun og rusl í hafinu hefur í ykkar landi.
   • Gerið yfirlit yfir hvað hafið hefur fram að færa í ykkar landi og hvaða afleiðingar sjávarmengun gæti haft í landinu.
   • Deilið ykkar ályktun með vinabekknum.
   • Berið saman og ræðið hvaða þýðingu hafið hefur fyrir hvort land um sig.