Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fara í verkefni
print

Hvernig náum við lengra?

Bekkur 8.-10. bekkur Námsgrein Náttúrufræði Námsáhersla Tækni og framleiðsla Efni Jarðefnaeldsneyti Þema Orkunotkun Tegund Texti
Hvordankommervifrem.JPG

Bílar, rútur, flugvélar, lestar og skip. Við ferðumst meira um heiminn en nokkru sinni fyrr í sögunni mannkynsins. Með því að ferðast eigum við samskipti við aðrar manneskjur og kynnumst nýjum siðum og sögum. Við skiptumst á vörum og verslum sem aldrei fyrr, við borðum framandi ávexti og krydd, sem fæstir Norðurlandabúar höfðu heyrt um fyrir tæpum hundrað árum.


Að ferðast er að lifa lífinu


Við segjum að heimurinn hafi skroppið saman og þótt það sé að sjálfsögðu ekki rétt er það í það minnsta rétt að nú höfum við tækifæri á að heimsækja fjarlægustu heimshorn og ferðast frá Hammerfest í Norður-Noregi til Gedser, syðst í Danmörku, án þess að það þyki tiltökumál. Það er ekki nema skottúr, eins og maður segir.


Þörf okkar fyrir flutninga hefur aukist og möguleikar okkar á að ferðast eru mun betri en áður. Við erum sífellt að byggja fleiri vegi, göng og flugvelli. Til að þetta gangi upp þurfum við orku. Orkan sem við notum mest er í formi bensíns og dísilolíu. Þar af leiðandi eru flutningar eitt þeirra sviða sem losar einna mest af koltvísýringi.


Bestu eiginleikar bensíns og dísilolíu eru að þau innihalda mikið magn af orku án þess að taka mikið pláss. Við getum ekið 1.000 kílómetra á einum bensíntanki og það er erfitt, en þó ekki ómögulegt, að venja sig á að fylla á tankinn með eldsneyti eftir kannski 50 kílómetra, eins og eigendur fyrstu rafmagnsbílanna hafa þurft að gera. Sömuleiðis tekur einungis örfáar mínútur að fylla á bílinn með bensíni eða dísilolíu. Á meðan það tekur um þrjá til fjóra tíma að hlaða rafmagnsbíl til að halda ferðinni áfram.


Almenningssamgöngur


Einmitt af því að þörfin á flutningum á vörum og fólki er svona mikil leggjum við ríka áherslu á að rannsaka þetta svið.


Rútur, lestar, neðanjarðarlestar, sporvagnar og aðrar almenningssamgöngur eru ein leið til að forðast of mikla koltvísýringslosun. Þrátt fyrir að lest eða rúta losi mun meiri koltvísýring en einkabíllinn er samanlagt magn koltvísýrings á hvern einstakling miklu minna þar sem margt fólk deilir sama farkosti. Algengast er að reikna út magn mengunar með því að mæla losun koltvísýrings á hvern kílómetra fyrir hvern einstakling. Einingin sem almennt er notuð til að reikna þetta út er: kg af CO2 á farþegakílómetra. Hér fyrir neðan má sjá útreikning á ferðalagi sem hefst í Kiruna í Svíþjóð og lýkur í Árósum í Danmörku með lest, bíl og flugi.

undefined

Það eru því gildar ástæður fyrir að nýta sér almenningssamgöngur þegar hægt er, jafnvel þótt það þurfi auðvitað líka að reikna með því að ferðin hér að ofan tekur meira en tvöfalt lengri tíma með lest en flugi. Við verðum líka að horfast í augu við þá staðreynd að almenningssamgöngur nýtast best á stöðum þar sem margir búa og á milli stærri borga. Á öðrum stöðum henta aðrir valkostir betur og þá þarf að kynna sér.


Aðrir samgöngukostir


Raforka getur komið í stað bensíns og dísilolíu sem eldsneyti fyrir bíla. Rafmagnsvél losar ekki koltvísýring og hún er miklu hagkvæmari en bensín- eða dísilvélar. Hún nýtir orkuna betur. Rafmagnsvélin nýtir u.þ.b. 80 prósent orkunnar en venjuleg bensínvél nýtir aðeins 35 prósent orkunnar. Hins vegar þarf að hlaða rafmagnsvélina með rafstraumi og við framleiðslu rafmagns losnar koltvísýringur. Ef maður getur látið sér nægja að hlaða rafmagnsbílinn þegar mikið magn sólar- eða vindorku er tiltækt, þá er maður í góðum málum.


Því miður eru flestir rafmagnsbílar dýrir og komast ekki ýkja langt á einni áfyllingu. Þess vegna er leita vísindamenn líka nýrra valmöguleika fyrir eldsneyti sem geta leyst bensín og olíu af hólmi. Slíkt eldsneyti þarf að innihalda svipað orkumagn, og það gerir til dæmis lífetanólið sem unnið er úr plöntum. Vísindamenn í Tækniháskólanum í Danmörku hafa ítrekað slegið heimsmetið í lengsta akstrinum á einum lítra af bensíni. Þetta tókst þeim síðast í maí 2014 þegar bíllinn þeirra ók meira en 500 km á einum lítra.


Svo er líka verið að vinna með aðeins framsæknari lausnir fyrir flutninga í framtíðinni. Sem dæmi má nefna Pelíkan-verkefnið í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem verið er að byggja risavaxin loftskip sem eiga að koma í stað flugvéla. Annað verkefni kallast „Hyperloop“, sem auðmaðurinn Elon Musk stendur fyrir. Það verkefni byggir á þeirri hugmynd að menn geti ferðast á milli staða í litlum, rafknúnum, sívölum vögnum sem fljóta á loftpúðum – ekki ósvipað tækninni sem notuð er í þythokkíborðum – hraðar en á hljóðhraða, eða u.þ.b. 1.300 km á klst. Það myndi þýða að ferðin frá Los Angeles til San Fransisco tæki u.þ.b. hálftíma. Sú vegalend er 640 km.

 

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Verkefni

 • Krossaspurningar

 • Þemaverkefni

  • 1Þemaverkefni

    

   Það eru bæði kostir og gallar við almenningssamgöngur. Útskýrið kostina og gallana. Henta almenningssamgöngur betur á sumum stöðum en öðrum? Ræðið hvernig hægt er að tryggja að almenningssamgöngur verði nýttar sem best í framtíðinni. Er bekkurinn sammála?

  • 2Þemaverkefni

    

   Reiknið út eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings í fjórum mismunandi borgum á www.ecopassenger.org. Hvernig sérðu fyrir þér almenningssamgöngur í framtíðinni? Hvað finnst þér að við eigum að gera til að draga úr losun koltvísýrings við samgöngur í framtíðinni? Settu svörin á Powerpoint-glærur eða svipað forrit til að nota í kynningu fyrir bekkinn.

 • Vinabekkur

  • 1Vinabekkur

    

   Hvernig munum við ferðast um í framtíðinni? Ímyndið ykkur að liðin séu tuttugu ár fram í tímann og þið séuð að ferðast frá skólanum ykkar til vinabekkjarins. Hvernig komist þið milli staða? Skrifið sögu, smásögu, leikrit eða kvikmyndahandrit sem fjallar um ferðalagið. Það getur verið lýsing á sjálfu ferðalaginu en líka frásögn eftir að ferðinni er lokið. Ef ferðin heppnaðist á annað borð ...