Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fara í verkefni
print

Bara þegar vindar blása

Kunnaarvinden.jpg

Þegar vindar blása snúast vindmyllurnar og framleiða raforku. Þetta þýðir því miður að þegar engir vindar blása fer engin raforkuframleiðsla fram.
Allir hlutar keðjunnar nefnast einu nafni raforkukerfið – allt frá raforkuframleiðslunni, flutningi raforkunnar í gegnum leiðslunetið og alla leið til notandans sem kveikir á einhverju með því að ýta á hnapp.
Í raforkukerfi þarf sífellt að ríkja jafnvægi á milli framleiðslu og notkunar. Vindmyllur framleiða bókstaflega rafmagn það rafmagn sem vindurinn nær að blása og krafturinn í vindinum er ekki endilega alltaf í takt við þörf okkar fyrir rafmagn. Þetta þarf raforkukerfið að geta ráðið við. Þumalputtareglan er að ekki sé vandkvæðum bundið þótt 10 prósent af raforku lands komi úr vindorku. En þegar talan er komin upp í 20 prósent geta vandamálin farið að láta á sér kræla og raforkukerfi sem notar 50 prósent vindorku þarf að vera byggt og útfært til að starfa í miklum vindstyrk.
Raforkukerfið þarf að geta fylgt eftir þeim breytingum sem verða á vindátt. Þetta krefst þess að raforkukerfið búi yfir sveigjanleika. Orkuverin þurfa t.d. að geta minnkað eða aukið raforkuframleiðslu sína í takt við það hvort vindar blása eða ekki. Notkunin okkar þarf einnig að vera sveigjanleg. Við þurfum t.a.m. í meira mæli að nota raforku þegar hún er aðgengileg. Kannski með því að láta uppþvottavélar og þvottavélar ganga að nóttu til en ekki á daginn þegar mikið álag er á raforkukerfinu. Með því að koma okkur upp fleiri háspennulínum verður einnig auðveldara að dreifa raforkunni yfir langar vegalengdir.


Kostir og gallar


Kosturinn við vindorku er að vindmylla framleiðir 80 sinnum meiri orku á endingartíma sínum en fer í framleiðslu, viðhald og förgun hennar.
Ókosturinn er sá að vindmyllan framleiðir aðeins raforku þegar vindar blása. Vindmyllur geta því ekki mætt allri orkuþörf okkar. Til þess þarf einnig að koma til annars konar orkuframleiðslu. Ekki hefur enn tekist að finna skilvirka aðferð við að geyma umframraforku sem verður til þegar veður er mjög vindasamt. Lausnin kann þó að vera innan seilingar. Það er nefnilega hægt að nota umframorku úr vindmyllum til að kljúfa vatn í vetni og súrefni. Vetnið er hægt að geyma á lager og nota það sem eldsneyti. Þú getur lesið meira um þetta í kaflanum um vetnisorku. Annar ókostur við vindmyllur er að þær geta verið hávaðasamar og einnig valdið sjónmengun. Margir vilja t.d. síður hafa útsýni beint yfir vindmyllugarð.


Sjávarvindmyllur


Einmitt vegna þess að mörgum er illa við að hafa vindmyllur í landi hefur verið gripið til þess ráðs að byggja fleiri og fleiri vindmyllur á hafi úti. Kostirnir við það eru fjölmargir. Í fyrsta lagi er vindasamara við hafið og á hafi úti og því geta vindmyllurnar framleitt meiri raforku. Þegar vindmyllurnar eru staðsettar á hafi úti eru þær heldur ekki sýnilegar frá heimilum fólks. Margar sjávarvindmyllur eru því staðsettar í stórum sjávarvindmyllugörðum sem virka sem eins konar orkuver með mikilli framleiðslugetu.
Ókostirnir við sjávarvindmyllur eru einkum þeir að það er dýrt og flókið að setja þær upp og viðhalda þeim. Einnig er dýrt að flytja raforkuna þangað sem notkun hennar fer fram – en smátt og smátt heppnast þó orkufyrirtækjunum að finna lausnir á þessu. Ein lausnin nefnist háspennustraumur (HVDC). Á mannamáli þýðir þetta að straumnum sem er framleiddur er umbreytt í mjög háan spennumun upp á allt að 400.000 volt. Með svona háum spennumun er auðveldara að flytja raforkuna yfir lengri vegalengdir. Þótt koparleiðarar henti vel til að flytja raforku tapast við það orka og sífellt meiri eftir þeirri fjarlægð sem raforkan ferðast fyrir notkun. Með hærri spennumun er hægt að draga úr orkutapinu í leiðurunum.

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Verkefni

 • Krossaspurningar

 • Þemaverkefni

  • 1Þemaverkefni

    

   Lýstu kostum og göllum vindorku.

  • 2Þemaverkefni

    

   Hvað er hægt að gera til að nýta vindorku betur? Komdu með minnst tvær tillögur og lýstu því hvernig þær virka.

 • Vinabekkur

  • 1Vinabekkur

    

   Hvað er vindasamt í nágrenni skólans? Skoðið veðurspá undanfarins mánaðar og reiknið út hver vindorkan er að meðaltali. Með öðrum orðum hvað vindhraðinn er margir metrar á sekúndu að meðaltali. Takið mynd af skólanum og teiknið vindmyllu við hliðina á honum. Skrifið upp meðalvindhraðann og reiknið út hvað væri hægt að framleiða mörg vött með vindmyllu sem er með 80 m2 þvermál spaða. Notið eftirfarandi formúlu:


   Orkan (W) = ½ *1,225 (þessi tala er rúmþyngd vindsins og kallast einnig p) * v3 (þetta er vindhraðinn í þriðja veldi) * A (þetta er þvermálið af spöðum vindmyllunnar)


   W= ½ * p * v3 * A


   Þessi formúla gerir ráð fyrir að nýting vindorku sé 100% – og þannig er það aldrei. Reiknað hefur verið út að hámarksnýtingin sé 59%. Reiknið út orkuna sem verður til við 45% nýtingu. Sendið vinabekknum ykkar myndina og niðurstöðurnar og gerið samanburð.