Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Um Tungumál & Menningu

„Kennslan á að gefa nemendunum aðgang að skandinavísku tungumálunum og norræna menningarsamfélaginu“ (Sameiginleg markmið, 2009)

 

Markmið í námskrám

Skandinavísku tungumálin (danska, norska og sænska) og norræna menningarsamfélagið eru miðlæg í aðalnámskrám allra Norðurlandanna. Kennslan á að tryggja að börn og ungmenni verði meðvitaðri um og tilbúin til að nýta sér þá möguleika og kosti sem norrænt samstarf veitir. En hvernig nálgumst við þá kennsluna?

 

Efni og verkefni sem falla undir „Tungumál & Menningu“ miðast við að styðja við og byggja nýja umgjörð fyrir kennslu í dönsku, norsku og sænsku og um norræna menningarsamfélagið. Hér geturðu fundið ríkulegt og fjölbreytt texta- og myndefni með tilheyrandi verkefnum, norræna hljóðorðabók, málkennsluleiki og bæði mál- og bókmenntasögulega tímalínu. Þú færð líka aðgang að einstöku sýndarkennaraherbergi, þar sem þú getur komist í kynni við vinabekki og leyft nemendunum að netspjalla og skrifast á við jafnaldra þeirra frá öllum Norðurlöndunum.

  

Þessar mismunandi leiðir að tungumála- og menningarstarfinu er birtingarform alhliða kennsluhugmyndafræði, sem eiga sameiginlega að gera kennsluna í nágrannamálunum fræðandi, innihaldsríka og áhugaverða. Og rétt er að það komi strax fram að kennsla í nágrannamálunum er annað og meira en hefðbundin móðurmálskennsla.

 

Þemu á dönsk, norsku og sænsku

Meirihluti verkanna undir Tungumál & Menning fléttast saman í áhugavekjandi þemum sem mynda innihaldsrík tengsl milli tungumálanna. Í hverju þema er að finna efni á jafnt á ritaðri og talaðri dönsku, norsku og sænsku, auk þess að oft er að finna útgáfur á öðrum norðurlandamálum. Því á að vera hægt að notfæra sér námsgáttina við ýmis konar kennslu allt árið um kring og hún styður að auki við mörg önnur markmið í aðalnámskrá en bara þau sem eiga við um skilning norrænum tungumálum og menningu.

 

Verkefni fyrir texta og stuttmyndir

Verkefni hafa verið búin til fyrir öll verk sem falla undir ákveðið þema. Þeim er ætlað að hvetja nemendurna til að uppgötva það sem er líkt og ólíkt með tungumálunum auk þess að kafa dýpra í þau verk sem þau hafa í höndunum. Verkefnin styðja við sértæk markmið í aðalnámskrám, sem tiltekin eru við hvert verk fyrir sig. (ATH: Markmiðin eru enn ekki tiltæk í aðalnámskrám fyrir Tungumál & Menningu). 

 

Verkefnin skiptast upp í fjóra fasa. Þeir eru uppbyggðir á auðþekkjanlegan hátt og tryggja að velt sé upp mismunandi flötum þegar unnið með texta og stuttmyndir.

 

1) Tungumála- og menningarskilningur

Tungumála- og menningarskilningur á að gera það einfalt og spennandi að byrja að afkóða verk á öðru norðurlandamáli. Hér verða aðgengilegar uppástungur að athöfnum sem bæði auðvelda nemendum að skilja umræddan texta eða stuttmynd og á breiðari grundvelli auka vitund þeirra á því sem er líkt og ólíkt í norðurlandamálunum og norrænni menningu.

 

2) Inn í textann

Vinna með texta krefst þess að hann gangist undir „opnun.“ Þennan fasa í textavinnslunni köllum við „Inn í textann.“ Hér vinna nemendurnir með skilning og fyrstu upplifun þeirra af textanum, sem felur í sér túlkun.

 

3) Niður í textann

Í næsta fasa eiga nemendurnir að kafa dýpra í textann, það köllum við „Niður í textann.“ Hér eiga þeir að vinna með grunneiningar og áhrifaþætti textans í bókmenntunum og myndunum, t.d. persónueiginleika og uppbyggingu.

 

4) Út úr textanum

Síðasti fasinn nefnist „Út úr textanum.“ Hér eiga að nemendurnir að íhuga hvaða þýðingu textinn hefur fyrir þau sjálf og umhverfi þeirra. Það er einkum í þessum fasa sem að horft er á textanna út frá því þema sem þeir tilheyra. 

 

 

Aukin áhersla á hlustunarskilning

Norden i Skolen hefur lagt aukna áherslu á talað mál og hlustunarskilning, sem er stærsta áskorunin fyrir flesta í samskiptum innan Norðurlandanna. Stuttmyndir, tónlistarmyndbönd og um 20 bókmenntaverk sem hafa verið lesin inn á dönsku, norsku og sænsku tryggja að nemendurnir geti heyrt norðurlandamálin. Sama á við um hljóðorðabók sem ekki aðeins þýðir af öðrum norðurlandamálum heldur gefur notendum kost á að hlusta á einstök orð lesin upp.

 

Tungumálanámið er skilvirkast við virka notkun málsins. Kennarar geta því fundið norræna vinabekki á Norden i Skolen og hafið samstarf sem getur komið kennslunni inn á nýjar víddir. Nemendurnir geta hist í sýndarkennslustofunni og bæði netspjallað og skrifast á. Þannig öðlast þau mikilvæga reynslu við notkun tungumálsins í raunverulegum samskiptum sem hefðbundin tungumálakennsla getur ekki veitt þeim. Og það besta er að það er ótrúlega lærdómsríkt og spennandi að hitta jafnaldra sína frá hinum Norðurlöndunum.

 

Plaffið tungumálin í tætlur!

Ef þér finnst tími vera kominn á frímínútur er ekki úr vegi að grípa í leik. Undir Tungumálum & Menningu er hægt að finna fjöldann allan af sérþróuðum málakennsluleikjum og tungumálaþáttum, sem ætlað er að gera kennslutímana lifandi og skemmtilega. Skjóttu t.d tungumálin í tætlur í leiknum „Plaff“ eða búðu til eigin texta í „Klippiljóðum.“ Þú getur líka farið í ferðalag í leiknum „Umhverfis Norðurlöndin“ og tekið stöðupróf meðan klukkan gengur. Ennfremur er hægt að skora á og spila við aðra leikmenn í „Umhverfis Norðurlöndin.“ Til dæmis væri hægt að spila við jafnaldra úr vinabekknum til að koma á góðum tengslum fyrir samstarf á netinu?

 

Lesið meira um Norden i Skolen hér.