NÝTT ÞEMA: NORRÆNT SJÁLF
Hvað felst í hinu norræna genamengi?
Í meira en 200 ár hefur ríkt friður á meðal Norðurlandanna. Einstakt samstarf og friðsamar viðræður í deilumálum stuðla að hinni norrænu fyrirmynd, sem hlotið hefur hrifningu og viðurkenningu víðs vegar um heiminn. Samhliða því ríkir mikill áhugi á norrænum reyfurum og sakamálaþáttum (oft kallað „nordisk noir“), norrænni hönnun og norrænni matseld. En hvað felst eiginlega í því að vera norrænn?
Lesa meira