{{learningObjectiv.description}}
{{assignment.Comment}}
Heldurðu aðþú hafir keypt nóg?
Ég veit það ekki. Hvað heldur þú? Ætti ég að kaupa meira, eða...?
Er mögulega einhver á eyjunni sem þú hefur ekki verslað fyrir?
Já, einn.
-Einn?
Já. Þú.
Ég er ekki á eyjunni.
Þú ert eyjan mín.
Ég er eyjan þín?
Fjandinn.
Af hverju ertu að laga á þér hárið?
-Sæl, Katrín mín.
Hæ.
Hvað segirðu?
Er ekki allt vitlaust að gera í undirbúningi...
Já, allt brjálað.
Erum við nokkuð að drepa þig með innkaupalistunum?
Nei, nei ekkert mál.
Alls ekki.
Ég ræð ekkert viðþetta.
Það vilja allir fá svona skó síðan Stefanía hans Jóns fékk sína.
Einmitt, nákvæmlega.
Þetta verður skemmtilegt.
Svona sörpræs fyrir alla um helgina...
glaðningur frá útlöndum...
Já, þetta verður stuð.
Jæja elskan mín, ég ætla ekki að tefja þig lengur.
Ég sé þig í fyrramálið.
Já, hlakka til.
Ég líka, elskan mín.
Ég er voðalega spennt.
Góða ferð.
Takk.
Takk fyrir það.
Bless, elskan mín.
Bless.
Bless, bless.
Já, bless.
Get ég komið með þér í þetta sinn?
Nei, ég get það ekki.
Kannski.
Þetta er farið að verða fáránlegt.
Ég meina, í alvöru.
Já, það er rétt.
Hvað er þá vandamálið?
Öllum verður alveg sama.
Hefurðu komið til eyjunnar minnar?
Er ekki gaman að vera komin heim?
Jú, jú.
Hvernig líst þér á nýja bíllinn?
Er þetta nýr bíll?
Sérðu það ekki?
Fjórhjóladrifinn með vökvastýri.
Svo er hann með svona cruise-control.
Ég get bara stillt á ákveðinn hraða, og svo sleppi ég bensíngjöfinni,
Og hann keyrir bara.
Alveg ótrúlegt.
Svo er hann með svona miðstýrðum sjálfvirkum gluggum.
Sjáiði.
Og það besta er að hann er með fjarstýringu
Kata! Hvern heldur þú að ég hafi hitt í Kringlunni um helgina?
Hann Arnald.
Hann er svo sætur hann Addi.
Gott ef hann er ekki búinn að kaupa sér íbúð.
Duglegur strákur hann Addi.
Við erum hætt saman.
Kjaftæði!
Ég var ekkert að segja frá þessu strax.
Þetta var geðveikt mál hjá fjölskyldunni.
Skil þig. Kannast við það.
Addi.
En þú?
Er ekki fullt af sætum strákum í New York.
Jú, jú.
Ég meina, ég er samt ekkert að. . .
Þú veist, ég tékka á hinum og þessum.
Já, já. Auðvitað.
Blessaður.
Blessuð, maður.
Velkomin heim.
Mér finnst að ég hafi ekki séð þig í mörg ár.
Við hittumst reyndar um jólin, manstu?
Einmitt.
Hvernig er í Ameríku?
Bara ágætt.
Ég saknaði þín.
Ég saknaði þín. Bara smá.
Já, ég hérna...takk.
Takk?
Takk. Þakka þér kærlega fyrir. Takk fyrir mig.
Ég meina, hvað viltu að ég segi?
Hefur þú ekkert saknað mín?
Jú, auðvitað.
Vertu bara heiðarleg.
-Auðvitað...
en þú veist að við erum hætt saman, Addi minn..
Ertu komin með einhvern gæja?
Nei
Skemmtilegra að vita það.
Ég myndi auðvitað segja þér það.
Það er svo hallærislegt að ég veit ekki neitt.
Skilurðu hvað ég meina?
Hvað heitir hann?
Er hann ameríkani?
Ég er búin að ætla að. . .
segja þér þetta lengi.
Kata. . . Kata.
Leyf mér. . .
Hvað viltu að ég segi?
Hvað viltu að ég geri?
Hvernig heldurðu að mér líði?
Hæ sæta.
Það er partí á Grettisgötunni.
Hjá Óla?
Já, komdu með.
Nei, hana langar ekki að koma.
Langar hana ekki að koma?
Bíddu, hvað?
Það verða engar lesbíur þarna, ókei?
Þegiðu.
Ég veit.
Kristján minn. Ætlar þú að fara í þessu?!
Ha?
Ætlar þú að fara í þessu?
Já, er eitthvað að þessu?
Nei, nei.
Ég hélt þú færir kannski í sparifötum, til hans afa þíns.
Hvað meinarðu spariföt?
Hvað eru spariföt?
Þú veist hvað ég meina vinur.
Þetta eru sparifötin mín.
Þetta er sparipeysan mín.
Og þetta eru sparibuxurnar mínar.
Greiddu þér alla vega. . .
Ertu þú eitthvað slöpp vina mín?
Nei.
Heyrðu, ég keypti handa þér sumargjöf.
Mátaðu hana.
Ég veit þú verður gasalega sæt í þessu.
Jæja.
Til hamingju.
Takk fyrir.
Velkomin
Sælar, elskurnar mínar.
Til hamingju með afmælið, gamli.
Til hamingju með afmælið, pabbi minn.
Þakka þér elskan.
Sæll afi.
Takk, drengur minn.
Til hamingju afi.
Kata mín.
Yndislegt að hafa þig hér í dag.
Það hefði verið leiðinlegt að halda upp á þetta án þín.
Auðvitað kom ég, afi. . .
Hefurðu hitt hann Hallmund sem er með mér í kórnum?
Hann á dótturson á þínum aldri. . .
Sæl, Hallmundur.
Sæll.
Þú ert alltaf í Ameríku.
Er það ekki spennandi?
Ég hefði gjarnan viljað vera í New York á þínum aldri.
Ég verð því miður að fá að svara þessu.
Allt í lagi, ekkert mál.
Takk.
Góðir veislugestir.
Við erum hér saman komin á þessum fallega degi. . . til þess að fagna stórafmæli elskulega Mumma okkar.
Mummi hefur verið gæfumaður í gegnum sitt líf.
Hann var alltaf yndislegur við barnabörnin, og þau nutu sín vel í samvistum viðhann.
En þar sem ég er ekkert sérstaklega góður ræðumaður, þá tók ég mig tilog samdi texta handa tengdaföður mínum.
Ég ætla að biðja nánustu ættingja að koma hérna upp.
Og endilega syngið öll með í viðlaginu.
Þið þekkið þetta öll.
Nú höfum við gaman og syngjum saman til heiðurs Mumma.
Hann Guðmundur er gæðakarl og sjötugur í dag.
Mikið ertu í fallegum kjól.
Eru ekki allir bálskotnir í þér?
Eða ertu kannski trúlofuð?
Nei.
Hvað er þetta?
Þarna er hann frosti.
Bráðfallegur og myndarlegur ogduglegur, hann er sonur hans Guðmundar, sem er með honum Tomma í Rótarí klúbbnum.
Skál!
Veistu?
Gott ef hún Katrín mín... er ekki bara komin með kall þarna í Ameríku.
Væri ekki týpískt ef hann væri svartur.
Nei. Væri það nokkuð eftir henni?
Nei ætli það.
Kannski er það Svíi, eða Dani jafnvel.
Það er skömminni skárra að fá Skandínava í fjölskylduna.
Mér þætti nú best ef hann væri íslenskur.
Mamma!
Heldurðu að hún væri þá ekki að tala íslensku viðhann?
Kristján minn, láttu ekki svona.
Maður segir bara svona.
Skál elskan.
Hæ.
Ertu ekki bara hress?
Ertu fullur?
Nei.
Ég ætlaði bara að láta þig vita... þetta sem þú varst að segja mér í gær...
Það getur verið að ég hafi misst það útúr mér.
En það var eiginlega enginn eftir í partíinu.
Gunni og Frosti kannski.
Frosti?
Já.
Frosti?
Já, hann var kannski sofandi.
Ég er ekki alveg með þetta á hreinu, Kata.
Fyrirgefðu, ert þú vangefinn?
Nei.
Þekkir þú hann eitthvað?
Skiptir engu máli Kata.
Halló?
Ég þoli ekki þetta samkynhneigða fólk, alltaf á sundskýlum, að dansa um á bílapöllum í skrúðgöngu.
Ég veit hvað þú meinar.
Sem betur fer eru til allskonar týpur.
Já, já.
Það eru sko alls konar útgáfur af þessu.
Sko!
Ég hef aldrei farið í skrúðgöngu.
Ekki þannig.
Hvað sem þið haldið að þið hafið heyrt er helvítis lygi.
Hvað ertu að segja vinan?
Við erum búnar að vita þetta lengi.
Þetta þarf ekki að vera neitt feimnismál.
Amma þín heitin, fann þett á sér fyrir löngu.
Afi þinn ætlar meira að segja að tilkynna þetta formlega á eftir, þegar hann heldur ræðuna.
Afi!
Katrin mín. . .
Heyrðu, sko. . . varðandi ræðuna þína.
Já?
Jæja sko...uh
Ég er ekki alveg viss um að ég vilji að fólk viti þetta.
Ég veit það ekki alveg sjálf.
Elskan mín. Þetta er allt í himnalagi.
Við erum öll svo ánægð með þetta, sérstaklega ég.
En að fara að halda ræðu?
Átti ekkert að spyrja mig.
Á bara að fara að vaða í einhver ræðuhöld?
En þú ert alltaf svo mikið í útlöndum. . . það gafst bara enginn tími til þess að ræða. . . við höfum verið upptekin við undirbúni. . .
Ágæta samkoma.
Þetta er búið að vera skemmtilegt kvöld.
Ég vona að þið hafið öll skemmt ykkur vel.
En nú er kominn tími fyrir hápunkt kvöldsins.
Afmælisbarnið ætlar sjálfur að segja nokkur orð.
Mummi, Mummi, komdu hingað upp!
Jæja, góða fólk.
Ágætu vinir og fjölskylda.
Eins og þið sum vitið, þá er ég ekki aðeins að fagna stórafmæli í dag, heldur einnig að fagna því að við Hallmundur höfum ákveðið að staðfesta áralanga vináttu, tryggð og einlæga ást í hvors annars garð.
Einhverjum ykkar kann að koma þetta á óvart.
Kata mín.
Við ætluðum auðvitað að segja þér þetta.. það fannst bara aldrei rétta mómentið.
Við erum einmitt að flytja inn á framtíðarheimili okkar.
Okkur fannst ekki að þér ætti að þykja þetta mikið mál... þú sem ert svo veraldarvön.
Ég vil þakka ykkur fyrir þetta ánægjulega kvöld.
Geturðu ekki reynt að taka þessu með opnum hug?
Ég vil biðja ykkur um að skála með mér. . .
Jú, jú.
Skál.
Hópur:
Segið hvert öðru frá söguþræði myndarinnar í stuttu máli.
Hvert er þema kvikmyndarinnar?
Hver er leikstjóri kvikmyndarinnar?
Hvenær var kvikmyndin framleidd?
Undir hvaða kvikmyndagrein myndi kvikmyndin falla?
Hvernig eru myndavélahreyfingarnar og skotin í kvikmyndinni?
Hvernig litir eru í kvikmyndinni?
Hvernig er kvikmyndin klippt?
Hvernig er hljóðmyndin í kvikmyndinni?
Tvö og tvö:
Skrifið persónulýsingu fyrir persónu Katrínar, foreldra Katrínar, og Mumma.
Skrifið niður fimm atvik í kvikmyndinni, þar sem Katrín lendir í klípu.
Veljið einn stað sem kemur fram í kvikmyndinni, og skrifið umhverfislýsingu af þeim stað.
Takið saman lista yfir andstæður milli umhverfisins í New York-borg og á Íslandi.
Búið til myndskreytta sögubrú, sem sýnir framvindu kvikmyndarinnar frá upphafi til enda:
Inngangur
Vandamál
Flétta
Lausn
Sögulok
Öll saman:
Hugsið um hvort þið hafið einhvern tímann gengið með leyndarmál í maganum, sem var erfitt að segja öðrum frá.
Hvernig komstu yfir erfiðasta hjallann? (sagðirðu einhverjum frá, gerðist eitthvað sérstakt?)
Berðu saman réttindi samkynhneigðra í Norðurlöndunum við réttindi þeirra annars staðar í heiminum. Leitið upplýsinga á netinu.
Hvernig finnst ykkur myndin? Kemst boðskapur hennar til skila?