Fræðslumynd frá háskólabókasafninu í Björgvin, eftir Jade Hærem Aksnes og Stian Hafstad.
Nemandi fær verkefni í háskólanum, en alls konar freistingar koma í veg fyrir að hann setjist niður til að skrifa. Með autt blað fyrir framan sig og lítinn tíma eftir stendur hann frammi fyrir nýrri freistingu; að afrita það sem áður hefur verið skrifað um efnið. Við það að hann ýtir á takkann til að færa inn textann birtist ritstuldardraugurinn.
Um leikstjórann
Stian Hafstad & Jade Hærem Aksnes
Norski leikstjórinn Stian Hafstad (f. 1985), er menntaður frá Columbia háskólanum í New York og UiB, og hefur leikstýrt mörgum verðlaunastuttmyndum.