Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

SKAM 2: Et dukkehjem

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Leikstjóri: Julie Andem

Framleiðandi: NRK

Framleitt árið: 2015-17

Þakkir fá: Henrik Ibsens skrifter

Kennslufræðiráðgjafar: Trine Ferdinand og Dorte Haraldsted

Verkefni

 • 1Markmið

  Þið fáist við að 

  • Velta fyrir ykkur þýðingu tilvísananna til Dúkkuheimilis í SKAM og að bera saman sýnina á konur (og karla) í Dúkkuheimili og SKAM
  • Þýða brot úr Dúkkuheimili yfir á móðurmálið og leiklesa það
  • Hlusta á og skilja mælt norskt mál í SKAM
  • Búa til hlutverkaleik eða stuttmynd um vandamál kynhlutverka nútímans með tilvísunum til Dúkkuheimilis
 • 2Á undan
  • Hvaða dettur ykkur í hug þegar þið heyrið orðið „dúkka“? Veltið fyrir ykkur og takið saman þau hugrenningatengsl, sem orðið vekur, og flettið upp merkingu þess í orðabók.
  • Um hvað haldið þið að verk, sem hefur titilinn Dúkkuheimili, fjalli?
  • Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið norska orðið trofé (ath. sem á íslensku gæti útlagst sem veiðibráð í því samhengi sem það er notað í SKAM)? Veltið fyrir ykkur og takið saman þau hugrenningatengsl, sem orðið vekur, og flettið upp merkingu þess í orðabók.

  Áður en þið lesið útdráttinn úr síðasta hluta Dúkkuheimilis (pdf) skuluð þið fræðast svolítið um textann og lesa stutta samantekt um verkið.

   

  Um Dúkkuheimili

  Dúkkuheimili er leikrit eftir norska skáldið, Henrik Ibsen, sem samdi það á dönsku árið 1879. Það sama ár var það frumflutt á fjölum Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Á tveimur mánuðum höfðu helstu leikhús Skandinavíu einnig tekið það til sýninga. Leikritið er enn í dag sett upp og er þekkt um gervallan heim sem stórmerkt norrænt verk um frelsun kvenna og kynhlutverk í hjónabandinu.

  Með leikritinu kom Henrik Ibsen því til leiðar að kynhlutverk kvenna voru tekin til umræðu á því skeiði bókmenntanna, sem kallað hefur verið „det moderne gemmembrud“ frá 1870 til 1890, þ.e. þegar nútíminn hóf innreið sína í norrænar bókmenntir. Í þá daga voru kynhlutverk karla og kvenna fremur fastmótuð og niðurnjörvuð. Stúlkur voru aldar upp til að verða húsfreyjur og mæður, þar sem eiginleikar á borð við skírlífi, undirgefni og hæversku voru í hávegum hafðir. Konur áttu að vera fríðar, þöglar og ósjálfstæðar „dúkkur“, sem karlinn átti að framfleyta.

  Þá höfðu konur ekki heldur kosningarétt, sárafá tækifæri til að ganga menntaveginn og ekkert forræði yfir eigin börnum ef til skilnaðar kom. Dúkkuheimili beindi kastljósinu að hlutverki og stöðu konunnar í hjónabandinu og hafði verkið afgerandi áhrif á þá þróun að líta á konur og karla sem jafngilda og jafnréttháa einstaklinga. Heitar deilur um kyn og siðferði sem nefndar voru siðgæðisdeilan (d. sædelighedsfejden), geisuðu á 9. áratug 19. aldar um gervalla Skandinavíu. Líta má á leikrit Ibsens sem innlegg í þá umræðu. Síðan þá hefur umræðan um sambandið milli kynjanna gengið í bylgjum. Á árunum 1960-70 barðist rauðsokkuhreyfingin meðal annars gegn því að eilíft væri litið á konur sem (kynferðislega) hluti. Sá angi umræðunnar kemur einnig við sögu í SKAM.

   

  Samantekt úr Dúkkuheimili

  Nóra er aðalpersóna leikritsins. Hún er, að því er virðist, hamingjusamlega gift og á þrjú börn með manni sínum, Þorvaldi Helmer. Af ást sinni á eiginmanninum hefur hún falsað skuldabréf því þau hjón voru fjárþurfi vegna veikinda hans. Maður að nafni Krogstad, sem hefur verið sagt upp störfum í sama banka og Þorvaldur starfar við, hótar Nóru að koma upp glæp hennar. Þegar Þorvaldur kemst að raun um afbrot Nóru verður hann öskuillur og vill svipta hana lögræði, en hann nær áttum og segist vilja fyrirgefa henni. En Nóra hefur séð hvaða mann hann hefur að geyma og getur ekki fyrirgefið honum viðbrögð hans. Hún greip jú til þessa örþrifaráðs vegna ástar sinnar á honum. Það skilur ekki Þorvaldur. Hann er einungis upptekinn af eigin mannorðshnekkjum ef upp kemst um glæpinn. Skyndilega rennur upp fyrir Nóru hvernig hann hefur fram til þessa litið á hana sem konu og húsfreyju og henni er nóg boðið.

   

  Tilvísanir í SKAM

  Skírskotanir til leikritsins eru beinar í ástarsambandi Nooru og William, t.a.m. í nafngift Nóru/Nooru og eins þegar þau, undir lok annarrar þáttaraðar, lesa leikritið saman. Í þessu verkefni munuð þið fyrst og fremst fást við tilvísanir tengdar Nooru og William.

  Í ástarsambandi Evu og Jonasar er tilvísunin til leikritisins fremur óbein. Í fyrstu þáttaröð SKAM verður Eva að yfirgefa Jonas til að verða sjálfstæður einstaklingur með eigin skoðanir, rétt eins og Nóra fer frá Þorvaldi í Dúkkuheimili. Þið getið unnið meira með það í verkefnunum, sem fylgja „Dine meninger betydde liksom mer enn mine egne“.

 • 3Á meðan

  Verkefni tengd Dúkkuheimili

  Nú skuluð þið lesa síðasta hluta Dúkkuheimilis frá s. 85-93. Þið getið einnig horft á sjónvarpsuppfærslu á verkinu. Það má til að mynda gera á Youtube með því að leita að „5 x Et dukkehjem“. Þar er brot úr verkinu flutt á norsku, sænsku og dönsku. Að lestri loknum svarið þið spurningunum hér að neðan í hópum og ræðið svörin með bekknum á eftir. Finnið setningar í textanum sem styðja svör ykkar. 

  • Hvernig hefur Nóra skilið samtöl þeirra í hjónabandinu fram til þessa?
  • Hvers vegna telur ekki Nóra að Þorvaldur elski sig?
  • Hvað á Nóra við með að hún „kom í húsið“ hjá Þorvaldi?
  • Hvað á hún við með að hún hafi lifað „sem fátæk manneskja“ og að Þorvaldur og faðir hennar hafi drýgt „mikla synd“ gegn sér?
  • Hvað á hún við með að hún hafi verið „dúkkubarn“ og „dúkkuhúsfreyja“ og að börnin hafi verið „dúkkur“ hennar?
  • Hvað á hún við með að hún sé „fyrst og fremst manneskja“ með tilliti til að vera kona og húsfreyja?
  • Hvað skyldi fólk, sem var uppi þegar verkið kom út, hafa haldið um þá ákvörðun Nóru að vilja yfirgefa börn sín til að finna sig? Hver er ykkar skoðun?
  • Hvernig lítur Þorvaldur á hlutverk Nóru sem konu í hjónabandinu?
  • Hvernig lítur Nóra á sitt eigið hlutverk?
  • Hvers vegna yfirgefur Nóra Þorvald? 

  Finnið stutt brot úr leikritinu, sem ykkur finnst sérstaklega áhugavert. Þýðið það yfir á móðurmál ykkar og leiklesið fyrir hina í bekknum. Rökstyðjið hvers vegna þið völduð einmitt þetta brot.

   

  Verkefni úr fyrsta myndbroti

  undefined

  Vilde svaf hjá William, sem hún er skotin í, og fékk frá honum peysu með áletruninni „The Penetrators“, þar sem nöfn allra meðlima hópsins eru rituð og nafn Williams afar greinilega. Noora gerir Vilde ljóst að hún verður talin „veiðibráð“(no. trofé) Williams ef hún gengur í peysunni. Í myndbrotinu fer Vilde því á fund Williams til að skila peysunni. 

  • Hvað segir það um sýn Williams á konur að hann skuli gefa stelpum, sem hann er með, svona peysu?
  • Hvað segir það sömuleiðis um sýn hans á konur að hann segir Vilde að hún sé ekki nógu falleg til að vera „veiðibráð“ hans?
  • Hvers vegna vill ekki Vilde vera það lengur?
  • Hvað segir það um álit hennar á sjálfri sér?
  • Lýsið muninum á sjálfsímynd Vilde og Nooru, háttalagi þeirra og sýn á konur.
  • Hvað segja orð Nooru við William um hana sem persónu?
  • Hver haldið þið að skoðun Williams sé á Nooru að þessu loknu?

   

  Samanburður 

  • Hvað er líkt og ólíkt með orðunum „dúkka“ og „veiðibráð“ (no. trofé)? Þið getið útbúið Venn-mynd til að sýna muninn.
  • Hvað er líkt og ólíkt með sýn Williams og Þorvaldar á konur?

   

  Verkefni úr öðru myndbroti 

  Eva og Noora sitja saman á skólalóðinni þegar William kemur til þeirra og sest við hlið Nooru. Hún kallar hann „Wilhelm“ og vísar þannig til nafnsins Helmer, eftirnafns Þorvaldar í Dúkkuheimili.

  • Hvað segir það um Nooru að hún kallar hann Wilhelm?
  • Við hvað á Noora með að hún hafi kallað hann Wilhelm til að beita hann kænskubrögðum?

  Samanburður

  • Hvað eiga Þorvaldur og William sameiginlegt?

   

  Verkefni úr þriðja myndbroti 

  Loksins eru Noora og William orðin kærustupar og þeim líður vel hvort með öðru, en William á á hættu að lenda í fangelsi fyrir að hafa slegið strák með flösku. Noora reynir að sannfæra hann um að ljúga fyrir rétti.

  • Hví gerir hún það?
  • Hvað segir það um hana?
  • Hvers vegna vill William lesa Dúkkuheimili með Nooru?
  • Hvað segir það um William?
  • Hvað segir það um þau bæði að þau virðast greinilega þekkja sögu verksins?

   

  Í fyrsta myndbrotinu hafði Noora eldrauðan varalit, en í þessu myndbroti er hann ljósrauður.

  • Hvað getur litur varalitsins táknað og hvers vegna skyldi hann hafa breyst?

   

  Samanburður 

  Nóra í Dúkkuheimili falsar undirskrift eiginmanns síns á skuldabréfi til að fá peninga í veikindum hans. Hún gerir það vegna ástar sinnar á honum.

  • Með hvaða hætti eru þessar aðstæður líkar?
  • Hvernig eru þær frábrugðnar hvor annarri?
  • Er það í einhverjum tilfellum réttlætanlegt að ljúga til að hjálpa maka sínum?
  • Hvað segir það um Willian og hans þroska sem persónu að hann þvertekur fyrir að ljúga?
  • Hvers vegna skyldi handritshöfundurinn, Julie Andem, hafa ákveðið að Noora skyldi heita sama nafni og Nóra í Dúkkuheimili?
  • Hvers vegna ætli hún hafi valið að stafa nafnið með tveimur o-um?
 • 4Á eftir
  • Hvaða þýðingu hefur þekking á Dúkkuheimili haft fyrir upplifun ykkar og skilning á SKAM?
  • Hvað hefur það þýtt fyrir ykkur að þekkja betur til verksins Dúkkuheimili áður en þið sáuð myndbrotin úr SKAM?
  • Ræðið hvort umfjöllunin um kynhlutverk í Dúkkuheimili og SKAM eigi erindi við samtímann?

   

  Veljið annað af eftirfarandi verkefnum: 

  1. Þið getið gert stuttmynd, sem er nútímaendurgerð á Dúkkuheimili, þ.e. frjáls umritun, þar sem þið takið mið af kynhlutverkaumræðu dagsins í dag. Þið getið sótt innblástur í aðrar álíka stuttmyndir. Leitið á Google að „Et dukkehjem parafrase“ eða „Nora a short film“
  2. Þið getið gert hlutverkaleik, þar sem þið takið mið af kynhlutverkaumræðu dagsins í dag og hafið auk þess tilvísanir til Dúkkuheimilis
  • Leggið hugann í bleyti og veljið þau málefni tengd kynjunum sem þið teljið mikilvægust í dag
  • Skrifið handrit að hlutverkaleik eða stuttmynd ykkar
  • Æfið eða takið upp og vinnið stuttmyndina
  • Sýnið bekknum afraksturinn