Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

SKAM 5: Uten mitt samtykke

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Leikstjóri: Julie Andem

Framleiðandi: NRK

Framleitt árið: 2015-17

Kennslufræðiráðgjafar: Trine Ferdinand og Dorte Haraldsted

Myndir

nora.jpg politi.jpg

Verkefni

 • 1Markmið

  Þið fáist við að:

  • Þýða norskt samtal yfir á móðurmál ykkar
  • Vera meðvituð um ykkar eigin takmörk sem og annarra hvað dreifingu mynda snertir
  • Rökræða dreifingu mynda á samfélagsmiðlum
 • 2Á undan

  Margt ungt fólk verður fyrir því að aðrir mynda það og dreifa eða hóta að dreifa myndunum án þeirra samþykkis. Sumir dreifa myndum á samfélagsmiðlum til gamans og til að fá læk á meðan aðrir gera það til að stríða eða hóta. Í sumum tilfellum er um hefndarklám að ræða og er það refsivert.

  • Ræðið hvenær dreifing mynda er skaðlaus
  • Ræðið hvenær myndir geta komið upp um, misnotað eða sært fólk
  • Það er ólöglegt að deila viðkvæmum myndum af öðrum. Hvað teljið þið vera viðkvæmt myndefni?

  Morgunn einn vaknar Noora nakin við hliðina á Niko, sem er eldri bróðir kærasta hennar, William. Hún man ekkert og flýtir sér sneypt heim. Hún veit ekki fyrir víst hvort þau höfðu samfarir og skrifar því til Niko til að spyrja hvað skeði. Fyrst svarar hann og segir að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur, en honum snýst hugur og hann sendir henni óviðurkvæmileg skilaboð með nektarmynd, sem hann tók af henni sofandi.

   

  Skilaboð Niko til Nooru:

  Nei forresten! Kødda!

  Fant nettopp dette bildet

  på mobilen nå, og da

  husker jeg ALT. Du var jo

  skikkelig kåt og drøy.

  Haha! oppførte deg som en liten hore.

   undefined

  • Hver er tilgangur Niko með skilaboðunum?
  • Hvort eru skilaboðin meinlaus eða særandi og hvers vegna?

   
   

 • 3Á meðan
  • Noora virðist varkár og viðkvæm í fyrstu. Hvað fær hana til að herða upp hugann og skipta um viðhorf?
  • „Það er frekar djarft að vera með kjaft við þann, sem á nektarmyndir af þér“ segir Niko. Hvað segir það um ætlun hans?
  • Niko virðist derrinn og rólegur í fyrstu. Hvað fær hann til að skipta um viðhorf?
  • Lýsið hvernig Noora nær tökum á málinu

  Vinkonur Nooru vita að hún hyggst hitta Niko og þær styðja við bakið á henni með óþreyjufullum skeytasendinum í sameiginlegum Messenger-hópi sínum „Gjengen allianse“.

   undefined

  • Þýðið samskiptin. Hvernig er norsk stafsetning frábrugðin íslenskri (notið töflu í kennsluleiðbeiningum)?
  • Tungutak stúlknanna minnir mjög talmál. Útskýrið hvers vegna
  • Hvernig styðja vinkonurnar við bakið á Nooru á spjallinu?
  • Hvers vegna getur hún ekki verið ein eftir fundinn með Niko?
  • Af hverju gæti það verið góð hugmynd fyrir stelpurnar að hittast? 
 • 4Á eftir

  Í myndbrotinu bregst Noora við hótunum Niko um að dreifa nektarmynd af henni með því að kenna honum lexíu í norskum refsirétti. Norska lögreglan brást skjótt við uppgjöri Nooru og birti þessa færslu á fésbókarsíðu sinni stuttu eftir að vefþátturinn kom út.

   undefined

  • Hvað finnst ykkur um það hvernig norska lögreglan fjallar um greinar norsks refsiréttar á fésbókinni?

  Í vinnu ykkar með þetta námsefni hafið þið vafalítið komist að því að þið eruð ekki endilega sammála um hvers konar myndum ykkur finnst sjálfsagt að dreifa. Þess vegna er ráðlegt að þið látið vini ykkar vita hvenær þeir mega eða ekki birta og dreifa myndum af ykkur. 

  • Takið saman lista yfir aðstæður þar sem þið viljið ekki að aðrir taki myndir eða myndbönd af ykkur. Ykkur er frjálst að birta listann á fésbókinni eða Instagram.
  • Gerið vinum ykkar grein fyrir því hvers konar myndum af ykkur þeim er heimilt eða ekki að dreifa á samfélagsmiðlum.

  Norska þáttaröðin SKAM hefur leitt til aukinnar umræðu um hefndarklám á meðal ungmenna, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Hvað finnst ykkur um hefndarklám og dreifingu mynda án samþykkis? 

  • Skrifið stutta grein um hefndarklám, þar sem þið rökræðið málefnið, gerið grein fyrir þekkingu á því, vandamálum, sem því fylgja, og ykkar eigin afstöðu.