Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

SKAM 6: Jeg er ikke sånn homohomo

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Leikstjóri: Julie Andem

Framleiðandi: NRK

Framleitt árið: 2015-17

Kennslufræðiráðgjafar: Trine Ferdinand og Dorte Haraldsted

Verkefni

 • 1Markmið

  Þið getið:

  • Lesið og þýtt samtöl úr SKAM
  • Kannað og fræðst meira um Gay Pride
  • Skilið þroska Isaks
  • Rætt skoðanir á samkynhneigðum
 • 2Á undan

  Í einu atriðinu tala Isak og Even um Gay Pride, sem haldið er ár hvert í Noregi og víðs vegar á Norðurlöndum.

  • Lesið ykkur til á netinu um Gay Pride á Íslandi. Hvar og hvenær er það haldið? Hverju er fagnað? Hvers vegna er það haldið? Hvenær var fyrsta Gay Pride-hátíðin haldin á Íslandi?
 • 3Á meðan

  Verkefni úr fyrra myndbroti

  • Horfið á nokkrum sinnum á myndbrotið.
  • Þýðið samtalið yfir á íslensku
  • Takið saman glósur um þau norsku orð, sem eru nauðsynleg til að skilja textann.
  • Hvaða „hommagengi“ (n. homo-pakka) er það, sem Isak vill ekki vera bendlaður við?
  • Hvers vegna telur Eskild að Isak geti ekki leyft sér að vera hafinn upp yfir ákveðna týpu samkynhneigðar?
  • Við hvað á Eskild með að það þurfi sérstakt þor til að vera samkynhneigður á þann hátt?
  • Hvers vegna gefst Eskild að lokum upp á að tala við Isak?
  • Hafið þið áður rekist á svipaðan skoðanaágreining og þann milli Isaks og Evens?
  • Hver er ykkar eigin skoðun?

  Verkefni úr seinna myndbroti

  • Horfið nokkrum sinnum á myndbrotið.
  • Hvers vegna haldið þið að Isak eigi erfitt með svefn?
  • Hvers vegna vill skólalæknirinn ekki gefa Isak svefnlyf?
  • Þýðið samtalið yfir á íslensku.
  • Takið saman glósur um þau orð, sem eru nauðsynleg til að skilja textann.
  • Hvað skyldi læknirinn eiga við við með orðunum: „hver maður er eyland“ (n. kvart et menneske er en øy)? Þið getið e.t.v. fundið meira út um merkingu og vísanir til tilvitnunarinnar á netinu.
  • Hvers vegna ákveður Isak að tala við Jonas?
  • Hvernig bregst Jonas við þegar Isak segir honum að hann sé skotinn í strák?
  • Hvað haldið þið að Isak þyki um viðbrögð Jonasar?
  • Eru þau raunveruleg?
  • Hvernig brygðust þið við ef vinur ykkar segðist vera samkynhneigður?

  Verkefni úr samtalinu

  • Þýðið samtalið yfir á íslensku.
  • Leiklesið það með bekkjarfélaga. Þið ráðið hvort þið gerið það á norsku eða íslensku.
  • Hvernig hyggst Isak lifa lífi sínu nú?
  • Hvernig lifði hann því áður fyrr?
 • 4Eftir
  • Þekkið þið aðrar kvikmyndir eða bækur þar sem aðalpersónan glímir við sama vanda og Isak? Hvernig takast þær á við hann samanborið við Isak?
  • Á innri glíma Isaks við að játa eigin samkynhneigð erindi við ungt fólk á Íslandi? Hvaða skoðanir á samkynhneigðum kannist þið við? Hvað vitið þið um stöðu samkynhneigðra í örðum heimslutum? Skyldi sálarstríð Isaks vera jafnmikilvægt fyrir fólk í öllum löndum?

  Í myndbrotunum fáum við ekki að vita mikið um ástæður þess að Isak á í slíkum erfiðleikum með að játa eigin samkynhneigð.

  • Ræðið saman um hvers vegna það getur verið erfitt að játa samkynhneigð fyrir sjálfum sér.