Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

SKAM 7: De fleste nordmenn er rasister!

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Leikstjóri: Julie Andem

Framleiðandi: NRK

Framleitt árið: 2015-17

Kennslufræðiráðgjafar: Trine Ferdinand og Dorte Haraldsted

Verkefni

 • 1Markmið

  Þið getið:

  • Lesið og þýtt samtal úr SKAM yfir á íslensku
  • Skilið þýðingu orða á borð við híjab, Ímam, rasisti og hommafælinn (n. homofob)
  • Ræðið hugsunarháttinn, sem býr að baki rasisma og fordómum
  • Átt í samskiptum við annað ungt fólk á Norðurlöndum á SKAM-blogginu
 • 2Á undan

  Í þessu myndbroti tala Sana og Isak um nokkur orð og hugtök, sem er mikilvægt að þið skiljið áður en þið horfið á það.

  • Finnið þýðingu orðanna/hugtakanna híjab, Ímam, rasisti, hommafælinn (n. homofob). Notið internetið.
 • 3Á meðan

  Horfið á myndbrotið og lesið samtalið

  • Þýðið samskiptin yfir á íslensku. Skiptið textanum upp í nokkra hluta, sem nemendur geta svo þýtt í hópum. Tilvalið er að nota sameiginlegt skjal á vefnum, t.d. í Google Docs.
  • Takið einnig saman glósur með þeim orðum, sem nauðsynleg eru til að skilja textann.
  • Leiklesið þýdda textann fyrir bekkinn ykkar.

  Svarið eftirfarandi spurningum

  • Hvernig upplifir Sana það að vera múslimsk stelpa í Noregi?
  • Hvað er líkt og ólíkt með því að vera múslimsk stelpa annars vegar og samkynhneigður strákur hins vegar að mati Sönu og Isaks?
  • Hverju svarar Isak þegar Sana segir að flestir Norðmenn séu rasistar?
  • Hvers vegna telur Isak að það sé ekki undarlegt að margir Norðmenn hræðist múslima?
  • Hvers vegna telur hann að margir séu hræddir við að spyrja múslima nokkurs?
  • Hvers vegna álítur hann það mikilvægt að Sana svari heimskum (fordómafullum) spurningum?
  • Hvað skyldi Sönu finnast um það sem Isak segir? Hvað haldið þið?
  • Hvers vegna finnst Sönu Ísak hljóma eins og Ímam (þ.e. prestur)?
  • Hvað finnst ykkur um þau orð Isaks að: „Så fort du begynner å lete etter hat, så finner du det. Når du finner hat, begynner du å hate selv.”? Þekkið þið önnur dæmi um slíka hugsun, t.d. úr ykkar eigin lífi?
  • Hver eru viðbrögð Isaks þegar Sana telur að ráðist hafi verið á hann vegna samkynhneigðar hans? Með hvaða hætti eru viðbrögð hans ólík viðbrögðum Sönu við því að vera rekin úr russebuss-hópnum?
  • Hvað skyldi skýra ólík viðbrögð þeirra?
 • 4Eftir

  Á SKAM-blogginu geta áhorfendur skrifað athugasemdir við einstök myndbrot. Það hafa fjölmargir gert, enda nóg til að tala um í SKAM. Flestir skrifa á norsku, en einnig eru dæmi um að fólk í hinum Norðurlöndunum skrifi athugasemdir. Nú skuluð þið fara inn á vefsvæðið og lesa og svara nokkrum athugasemdum.

  Staðreyndir: Skam var fyrst sýnt sem vefdrama í „rauntíma“ á blogginu. Með öðrum orðum voru stuttir vefþættir (n. webisode) sýndir á SKAM-blogginu á þeim tímapunkti, sem þeir gerðust í sjálfri þáttaröðinni, og voru þeir aðgreindir með gulmerktri dag- og tímasetningu. Á blogginu er þar fyrir utan hægt að lesa samskipti aðalpersónanna við vini sína á Instagram og Messenger, en það er annars ekki hluti af sjálfri þáttaröðinni. Á þann hátt er SKAM brautryðjandi meðal ungdómsþáttaráða.

   

  Vinnið saman tvö og tvö.

  • Farið inn á bloggið og lesið nokkrar af athugasemdunum við þetta myndbrot:
   http://skam.p3.no/2017/06/02/fakker-over-vennene-sine/#comments
   Athugasemdirnar eru fjölmargar svo þið getið gripið niður á ólíkum stöðum.
  • Finnið athugasemd, sem ykkur finnst sérstaklega áhugaverð, ögrandi eða varpar öðru ljósi á málið/atburðarásina.
  • Skrifið svar við athugasemdinni þar sem þið gerið grein fyrir ykkar skoðun á málinu. Svarið getið þið skrifað á móðurmálinu.
  • Kynnið athugasemdina og svar ykkar fyrir bekknum.
  • Á upplifun Sönu á þeim fordómum, sem hún verður fyrir, erindi við ungar múslimskar konur á Íslandi? Takið dæmi.
  • Hvað vitið þið um stöðu múslimskra kvenna í öðrum heimshlutum?