Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Norðurlandamál – af hverju þá?

Í áætlunum skólanna stendur að þú eigir að öðlast þekkingu á norrænum grannmálum. Af hverju þá? Af hverju eru grannmálin mikilvæg? Það eru mörg góð rök fyrir því.

 undefined

 

Hér eru nokkur þeirra:

  

 

1.

 

Sænska, norska og danska eru tungumál sem eru mjög lík. Ef þú kannt eitthvert þeirra þarftu ekki að hafa mikið fyrir því að skilja hin. Það er bara nokkurra tíma þjálfun. Berðu það saman við að læra önnur tungumál. Enska, franska, spænska... það fyrst eftir margra ára lærdóm að þú getur gert þig skiljanlega/n.

 

 

2.

 

Hugmyndafræði norræna málasamfélagsins er að þú talir eigið tungumál, á meðan þú gerir þig öðrum skiljanlega/n tala þau sitt móðurmál. Þú verður því ekki að læra önnur skandinavísk mál. Það er nóg að þú lærir að skilja þau. Allt fólk tjáir sig með betur á sínu eigin móðurmáli en á því tungumáli sem það hefur lært seinna í lífinu.

 

 

3.

 

Það eru meira en tuttugu miljónir manna sem skilja eitthvað skandinavískt mál. Sennilega áttu eftir að ferðast, læra eða vinna í öðru norrænu landi í framtíðinni. Þá muntu fá not fyrir norræna málasamfélagið. Að skilja önnur skandinavísk mál opnar upp heiminn.

 

 

4.

 

Norðurlöndin eru okkar nánasta umhverfi, okkar heimavöllur. Það auðgar lífið að vita meira um nágranna okkar og tungumálið er lykillinn að því. Því er ekki verra ef þú hefur líka áhuga á öðrum norrænum málum eins og finnsku, íslensku, færeysku, grænlensku og samísku. Þú verður að sjálfsögðu ekki að læra þessi tungumál, en þú getur kynnt þér þau!

 

 

 

Höfundur: Fredrik Harstad

Skrifað árið: 2012

Teiknari/Ljósmynd: Norden i Skolen