Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Norrænu tungumálin - stór eða lítil?

Kanski finnst þér að sænska, norska, danska og hin norrænu tungumálin séu lítil tungumál. Að sjálfsögðu borið saman við kínversku, ensku, spænsku, hindú og mörg af öðrum stórum tungumálum þá hafa norrænu tungumálin ekki mikið að leggja til málanna. Á topplista yfir tungumál heimsins lenda sænska, norska, danska og finnska um það bil í hundraðasta sæti. Íslenska, færeyska, grænlenska og samiska lenda enn neðar á listanum.

undefined

Í alþjóðlegu samhengi þá kemur það sér sjaldnast vel að tala norrænt tungumál. Þegar við ferðumst erlendis eða hittum fólk fyrir utan Norðurlöndin verðum við að notast við eitthvað af stóru heimstungumálunum, oft ensku. Vanalega kallar maður slíkt tungumál lingua franca, sem þýðir það tungumál sem maður notar þegar persónur með mismunandi móðurmál vilja tala saman. Algengasta lingua franca í okkar heimshluta er enska.

 

undefined 

Svo er líka hægt að snúa röksemdafærslunni við. Þrátt fyrir allt þá er hundraðasta sætið ekki svo slæmt. Það eru til um það bil 6000 tungumál í heiminum, svo flest tungumál eru töluvert minni en stærstu tungumálin á Norðurlöndunum. Borið saman við t.d. lívísku, mansjúrísku og pitesamísku sem eru þrjú af þeim mörg hundruð tungumálum sem voru með minna en hundrað manns sem töluðu þau á seinni hluta árs 2012, þá eru stærstu norrænu tungumálin stór og stöðug. UNESCO stofnun Sameinuðu þjóðanna vill meina að um það bil helmingur af tungumálum heimsins séu í hættu og muni deyja út eftir eina eða tvær kynslóðir. Sú hætta hvílir ekki yfir sænsku, norsku, dönsku og íslensku. Það eru mikil samskipti og skrif á þessum tungumálum daglega. Þau eru töluð í háskólum, skólum og fyrirtækjum. Þau eru notuð í bréf, fræðibækur, skáldsögur og fullt af öðrum textum. Það eru til málfræðibækur og orðabækur sem lýsa hvernig tungumálin líta út. Ný kynslóð Norðurlandabúa munu hafa norrænt tungumál sem móðurmál og þau munu mjög líklega bera sína tungumálakunnáttu áfram til barna sinna. Þannig er það þar á móti ekki í lívísku, mansjúrísku og pitesamísku.

Samt sem áður halda margir því fram að skandínavísku tungumálin séu í hættu. Er sú hætta raunveruleg?

 

Höfundur: Fredrik Harstad

Skrifað árið: 2012

Teiknari/Ljósmynd: Norden i Skolen