Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Skandinavísku málin – utan frá

Hópur af erlendum stúdentum er samankominn í skólastofu. Þau koma frá öllum heimshornum – Japan, Brasilíu, Tyrklandi, Bandaríkjunum, Suður Afríku og Tékklandi... og eiga eitt sameiginlegt. Þau vilja vita meira um Skandinavíu og skandinavísku tungumálin.

 

Það eru margar ástæður til að læra skandinavískt mál. Mörg þeirra eru hér af því að þau eiga skandinavískan kærasta eða kærustu. Aðrir til að vinna eða stunda nám.

 

„Ég stunda nám í friðar- og átakafræðum“, segir John frá Bandaríkjunum. Skandinavía hefur gott orðspor í mínum bransa.                                                             

 

Roshni frá Indlandi er hér vegna atvinnu                                                          

„Ég vinn sem ráðgjafi fyrir tölvufyrirtæki. Nú hef ég fengið þriggja ára samning í Skandinavíu og mun ferðast milli Oslóar, Kaupmannahafnar og Stokkhólms. Því er gott að vita mikið um tungumálin.“                                                     

 

Öðrum í hópnum finnst bara að Skandinavía sé öðruvísi og spennandi svæði til að ferðast til.                                                                                                      

„Mig langaði til að læra eitthvað sérstakt eftir menntaskólann, eitthvað sem enginn í bekknum mínum myndu velja“, útskýrir Elisabeth frá Ítalíu. „Skandinavíska varð fyrir valinu. Ég hef alltaf haft áhuga á tungumálum og menningu. Skandinavíska er spennandi, en samt ekki fjarlæg.”

 

undefined 

 

Er erfitt að læra skandinavískt mál? 

„Það er hvorki auðveldara eða erfiðara en önnur tungumál“, segir Gizem frá Tyrklandi, „en sumt er sérkennilegt og veldur vandræðum.“

Til dæmis er orðaröðin sérstök. Ef maður tekur mið af ensku, sem hefur alltaf beina orðaröð, fá skandinavísku málin öfuga orðaröð ef eitthvað annað en frumlagið sem byrjar setninguna. Það heitir: "Jeg lærer sprog i min fritid", en "I min fritid lærer jeg sprog", með sögnina á undan frumlaginu.

Í flóknari setningum verður það enn erfiðara, þá koma upp vandamál eins og hvar maður á að setja atviksliði eins og 'måske', 'nogle gange' og 'ikke'.                                  

- Af hverju er rétt að segja „Jeg kender hende ikke“, en rangt að segja „Jeg kan lide hende ikke“? Og er einhver munur á setningunum „Jeg kender hende ikke“ og „Jeg kender ikke hende“? Það er erfitt að setja öll orðin á réttan stað. Það er mikill munur ef maður ber það saman við t.d. japönsku og tyrknesku.

 

„Á japönsku setjum við sögnina síðast“, segir Ayaka og Gizem er á sama máli: „Það er eins á tyrknesku“.

 

John frá Bandaríkjunum þykja fleirtöluendingarnar erfiðar: „Þið notið svo margar endingar til að tákna fleirtölu, eins og -er, -or, -ar, -r og -n. Sum orð hafa enga endingu. Ég skil ekki af hverju þið getið ekki gert eins og á ensku og sett –s eftir öllum nafnorðum.“                                                     

 

„Á kínversku en þetta ennþá einfaldara“, segir Yi. „Við höfum alls engar fleirtölumyndir.“ „Ekki heldur á japönsku“, segir Ayaka.

 

undefined

 

Skandinavísku málin eru ótrúlega lík. Hvernig er hægt að sjá mun á sænsku, norsku og dönsku?  

- Það er auðveldast að greina sænskan texta. Allur textinn er fullur af punktum, vegna allra ä-anna og ö-anna. Í norsku og dönsku eru engir punktar. Auk þess eru mun fleiri a í sænskum texta, til dæmis í fleirtöluendingum nafnorða, eins og bilar, pojkar og fiskar.                                                         

  

Það er erfiðara að greina að norsku og dönsku, en maður á að geta séð mun á samhljóðunum.                                                                                             

 

- Danska hefur oftast mjúka samhljóða, eins b, d og g, á meðan norska hefur harða, eins og p, t og k.

Allir stúdentarnir eru sammála að þetta sé ómaksins vert. „Skandinavísku málin eru skemmtilegt námsefni“, segja þeir. „Það er enginn heima fyrir sem kann norsku, dönsku og sænsku. Við öðrumst kunnáttu sem er alveg einstök.“

Höfundur: Fredrik Harstad

Skrifað árið: 2012

Teiknari/Ljósmynd: Norden i Skolen