Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Um dönsku

Bekkur: 5.-7. bekkur 8.-10. bekkur Námsgrein: Íslenska Námsáhersla: Þekking í norrænum málum Efni: Danska Tegund: Texti Þema: Norðurlandamálin

Tungumál: Danska

Fjöldi málhafa: U.þ.b. 6 milljónir

Tökuorð úr dönsku í öðrum tungumálum: Bil og Jante

Að heilsast: Hej og Goddag

Tungubrjótur: Rødgrød med fløde

 

 

Danska sem fyrsta og annað tungumál

Danska er ekki einungis móðurmál um 5 milljóna Dana - hún er einnig mikilvæg sem annað tungumál á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Þar ber nemendum skylda til að læra dönsku sem erlent tungumál. Danskan stendur einkar vel í Færeyjum: meira að segja kjósa mörg færeysk ungmenni heldur að lesa bækur á dönsku en á eigin móðurmáli. Danska er þar að auki mikilvægt minnihlutatungumál í Norður-Þýskalandi, en um 50.000 manns hafa dönsku að móðurmáli í þýska héraðinu Suður-Slesvík.

 

  

Danskur framburður

Danskan er það Norðurlandamál sem aðrir norðurlandabúar eiga í sem mestum vandræðum með – og er helsta orsökin danski framburðurinn. Lestur dönsku er sjaldnast vandamál, hins vegar er allt annað að skilja hið talaða mál. Ein skýringin er hinn mikli munur á dönsku tal- og ritmáli. Endingar og áherslulaus atkvæði hverfa oft í dönskum framburði, sem gerir erfiðara að ákvarða hvenær orð byrjar og endar. Hlustið t.d. á orðin adoptere og kage með því að smella á þau. Framburðurinn veldur ekki einungis vandkvæðum meðal annarra norðurlandabúa, heldur hafa rannsóknir sýnt að dönsk þriggja ára börn kunna töluvert færri orð en jafnaldrar þeirra í Noregi og Svíþjóð, svo dæmi sé tekið. Einnig að erfiðara sé fyrir dönsk skólabörn að læra að lesa og skrifa á eigin móðurmáli.

 

 

Horfið á kvikmynd um dönsku:

 

 

Danskan býr yfir ótal tökuorðum 

Ensk tökuorð verða sífellt algengari í öllum Norðurlandamálunum, hins vegar á danskan það sérmerkt að tökuorðin fá að halda sínu enska formi, þar með talið málfræðilegum beygingarendingum og stafsetningu. Orðin computer, weekend, speaker og teenager eru t.a.m. allt nothæf orð á dönsku, en þeim hefur verið skipt út fyrir orð sem hljóma norrænni í norsku og sænsku. Danir hafa einnig verið ötulir við að tileinka sér tökuorð í gegnum tíðina. Orðin bange, borger, angst og alene má t.a.m. rekja til 17. aldar, þegar þýsk tökuorð streymdu inn í danska tungu.

 

 

Að telja á dönsku

Þegar Dani byrjar að telja eiga aðrir Norðurlandabúar oft erfitt með að fylgja. Þó eru raunar einungis fimm orð sem valda vandræðum, orðin halvtreds, tres, halvfjerds, firs og halvfems. Þau virðast óskiljanleg, en þó er til rökrétt skýring. Danska kerfið byggir nefnilega á tölunni tuttugu. Það eru til tvö orð yfir tuttugu á dönsku: annars vegar orðið „tyve“ og hins vegar orðið „snes“ í eintölu og „snese“ í fleirtölu. Talan 60 - tres - er því samsetning á orðunum tre og snese (3x20); og talan 80 - firs - samsetning á orðunum fire og snese (4x20). Halvtreds þýðir því tre snese mínus hálfur snese (hálfur þriðji snese). Skilurðu kerfið? Ef ekki verður þú að læra orðin utan að:

 

20: tyve

30: tredive

40: fyrre

50: halvtreds

60: tres

70: halvfjerds

80: firs

90: halvfems

100: hundrede

 

 

Hvernig skilst danskan?

Eitt helsta vandamálið varðandi danskan framburð er að yfirleitt heyrast einungis áhersluorðin skýrt í töluðu máli. Því reynist norskum og sænskum málhöfum oft erfitt að greina áherslulaus atkvæði. Margir sérhljóðar eru bornir fram öðruvísi í dönsku og sænsku. Langt a-hljóð verður næstum eins og sænskt ä, og u á dönsku er eiginlega borið fram eins og sænskt o. Hlustið t.d. á saga á dönsku og städa á sænsku með því að smella á orðin. Ef orð byrjar á g eða k á alltaf að bera það fram með g eða k-hljóði (ólíkt því sem tíðkast í sænsku). Berið saman kæreste á dönsku og käresta á sænsku með því að smella á orðin. Samhljóðaklasar líkt og og sk-skj- og stj- eru alltaf bornir fram þannig að hver samhljóði heyrist, ólíkt sænskunni þar sem klasarnir verða að einu sje-hljóði. Hlustið t.d. á danska orðið sjæl og sænska orðið själ.

 

 

Berið tungumálin saman 

Eftirfarandi texti hefur verið þýddur á öll Norðulandamálin. Finndu út hvað er líkt og ólíkt með tungumálunum með því að smella á síðurnar um málin. Hér er dönsk þýðing á textanum:

 

Svenskere, nordmænd og danskere forstår hinanden rimelig godt. De har større problemer med islandsk, selvom islandsk ligner det skandinaviske sprog, som taltes for tusind år siden. Nærmest beslægtet med islandsk er færøsk, men sprogene er ikke så ens, at en islænding forstår en færing uden problemer.

 

Finsk minder mest om estisk, men det har også ligheder med de samiske sprog. I både finsk og samisk kan man for eksempel danne lange ord ved at tilføje bøjningsendelser til stammen af ordet. Men når det gælder lange ord er grønlandsk i en klasse for sig. Hvor andre sprog behøver en hel sætning, rækker det til tider med et enkelt grønlandsk ord.

 

Í danska textanum er víða bd og g þar sem er pt, og k í sænsku og norsku. Venjulega er sagt að danska kjósi heldur mjúka sérhljóða, en norska og sænska kjósi harða sérhljóða. Munurinn endurspeglast ekki síst í framburðinum. Gælder er stafað með g alveg eins og í sænsku, en á norsku er stafsetningin gj-. En ólíkt sænsku og norsku, er danska orðið borið fram með hörðu g-hljóði (í stað j-hljóðs). G- er alltaf er alltaf borið fram með hörðu hljóði í dönsku, þegar það stendur í upphafi orðs (þ.e. í framstöðu).

 

Fleirtala danska orðsins problem er problemer, líkt og í norsku. Hins vegar vantar fleirtöluendingar á mörg nafnorð í sænsku, samanborið við dönsku og norsku. Á dönsku er oftast sagt hinanden (þó svo að hverandre sé stundum notað), á sænsku er það varandra og á norsku hverandre. Í eldri skandinavísku var gerður greinarmunur á hinanden (ísl. hvor annar) og hverandre (ísl. hver annar): Maður heilsaði hinanden (ísl. hvor öðrum) ef um tvo einsktaklinga var að ræða, en hverandre (ísl. hver öðrum) ef voru þrír eða fleiri. Fleirtöluformið hverandre varð ofan á í sænsku og norsku, en eintöluformið hindanden í dönsku.

Myndir

dk.png