Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Um samísku

Bekkur: 5.-7. bekkur 8.-10. bekkur Námsgrein: Íslenska Námsáhersla: Þekking í norrænum málum Þema: Norðurlandamálin Efni: Samíska Tegund: Texti

Tungumál: Norðursamíska, suðursamíska, lulesamíska, inarisamíska, austursamíska/skoltsamíska, pitesamíska, umesamíska, akkakalasamíska, kildinsamíska og tersamíska.

Fjöldi málhafa: U.þ.b. 20.-30.000

Að heilsast: Buorre beaivi („Góðan daginn“ á norðursamísku)

 

 

MÖRG SAMÍSK TUNGUMÁL

Samar eiga rætur sínar að rekja til svæðis sem kallast Nordkalotten og dreifist tungumál þeirra, samíska, þvert yfir landamæri Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands. Í dag eru Samar um 100.000, um 30% þeirra tala samísku og um 10% notast við ritmálið. Samíska er afar ólík skandinavískum tungumálum, sem og íslensku og færeysku, og tilheyrir hinni finnsk-úgrísku málaætt – ásamt ungversku, finnsku og eistnesku. Í samísku fellur áherslan alltaf á fyrsta atkvæði orðs, líkt og í finnsku og íslensku. Samískar mállýskur eru það ólíkar að hægt er að skipa þeim í tíu mismunandi málaflokka. Greinarmunurinn getur verið á við muninn á norsku og íslensku.

 

Norðursamíska er útbreiddust meðal Sama og er töluð af flestum Sömum sem búsettir eru í Noregi. Hinum tíu samísku málaflokkum má skipta frekar í tvo hópa; vestursamísku annars vegar og austursamísku hins vegar. Þau sem tilheyra flokki vestursamísku eru norðursamíska, lulesamíska, suðursamíska, pitesamíska og umesamíska. Austursamísku tilheyra aftur á móti inarisamíska, skoltsamíska, akkalasamíska, kildinsamíska og tersamíska. Kildinsamíska byggir á kyrillísku letri, líkt og rússneska, en allir hinir samísku málaflokkarnir notast við latneskt stafróf – líkt og önnur norræn tungumál. Þó eru nokkrir stafir sem bætast við hið hefðbundna stafróf í hinum ýmsu samísku málum:

 

• Suðursamíska: Ïï
• Lulesamíska: Áá Ŋŋ
• Norðursamíska: Áá Čč Đđ Ŋŋ Šš Ŧŧ Žž
• Inarisamíska: Áá Ââ Ää Čč Đđ Šš Žž
• Skoltsamíska: Áá Ââ Čč Ʒʒ Ǯǯ Đđ Ǧǧ Ǥǥ Ǩǩ Ŋŋ Õõ Šš Žž Åå Ää

 

 

SJÁIÐ KVIKMYND UM SAMÍSKU:

(Sérstakar þakkir til Galdu - Kompetencecenteret for Urfolks Rettigheder, sem í dag er hluti af opinberri mannréttindastofnun Noregs.)

 

 

MÁLIÐ ER RÍKT AF NÁTTÚRU

Samar eru upphaflega frumbyggjarog tungumálið ber vitni um sterk tengsl þeirra við náttúruna. Í samísku eru fjölmörg orð og orðatiltæki sem lýsa náttúru og dýralífi, og komið hafa að góðum notum þegar Samar voru enn veiðimenn og safnarar. Til að mynda hafa Samar yfir 300 orð yfir snjó og ís.

 

Samísk mál hafa ekkert málfræðilegt kyn, né heldur ákveðinn eða óákveðinn greini. Aftur á móti byggja málin að miklu leyti á sögnum: það felur í sér að ef endingu er bætt aftan við sögn breytir hún um merkingu og geta slíkar endingar falið í sér afar nákvæma merkingu. Sem dæmi má nefna sögnina „njuikut“ sem merkir „að hoppa“. Ef sögnin fær á sig formið „njuiket merkir hún „að hoppa einu sinni“ – og ef hoppið er í þokkabót lítið kallast það „njuikestit“. „Njuikkodit þýðir aftur á móti „að hoppa látlaust“ – þ.e. að um sé að ræða mörg hopp í takmarkaðan tíma.

 

 

UNNIÐ AÐ VARÐVEISLU TUNGUMÁLSINS

Samísk tungumál hafa átt erfitt uppdráttar. Einkum í Noregi, þar sem stærstur hluti Sama er búsettur, hafa yfirvöld unnið gegn þróun og varðveislu samísku. Í pólitísku samhengi laut samíska í lægra haldi fyrir norsku, sem hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir tungumálið. Ein þeirra er að mörg hinna samísku mála eru við að deyja út og flokkast með þeim tungumálum sem standa hvað verst.

 

Það krefst mikils átaks að halda minnihlutatungumáli lifandi samhliða því máli sem talað er af fjöldanum. Nú á dögum er unnið að varðveislu og eflingu samísku tungumálanna. Meðal annars er samískri málhreinsunarstefnu framfylgt: það felur í sér að líkt og í íslensku er kappkostað að búa til og festa í sessi ný samísk orð og orðatiltæki, í stað tökuorða úr norsku eða öðrum erlendum tungumálum. Samíska hefur nú sterkari stöðu lagalega í kjölfar ýmissa lagagreina og reglugerða sem ætlað er að standa vörð um málið. Í bæjum þar sem samíska er opinbert tungumál er hægt að fara fram á kennslu á samísku sem og að samskipti við hið opinbera geti farið fram á samísku.

Höfundur: Rebekka Willoch Skaare

Framleitt árið: 2016

Höfundur verkefnis: Norden i Skolen

Þakkir fá: Galdu

Myndir

standard_Sami_flag.svg.png