Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Úrklippuljóð

Til að spila leikinn þarf að vera með Flash. Get Adobe Flash player

Svona spilarðu:

 

1. Byrjaðu með að velja það tungumál sem þú vilt nota. Þú gerir það neðst í vinstra horninu á skjánum. Í þessu spili geturðu klippt mismunandi orð, bókstafi og myndir úr dagblöðum og tímaritum til að búa til þitt eigið ljóð eða klippimynd.

 

2. Þú færð aðgang að fjölda dagblaða og tímarita sem má nota til að setja saman ljóð eða klippimynd. Þú getur séð alla möguleikana með því að smella á örvarnar neðst á skjánum. 

 

3. Stækkaðu dagblaðs- eða tímaritshlutann sem er til vinstri á skjánum þínum til að finna þau orð, setningar eða myndir sem þú vilt klippa úr og nota. Það gerirðu með því að smella á stækkunarglerið neðst á skjánum. Þegar þú hefur stækkað síðuna geturðu klippt úr blaðinu þau orð og myndir sem þú vilt nota. 

 

4. Þú getur auðveldlega flutt til með músinni það sem þú hefur klippt úr svo að það falli á réttan stað á pappírnum. Þú getur breytt litnum á pappírnum með því að smella á einhvern af þeim litum sem finna má til hægri á skjánum. 

 

5. Þú getur vistað ljóðið þitt og haldið áfram seinna ef þú nærð ekki að klára það. Þú getur líka hengt ljóðið þitt upp á ljóðamúrinn svo að aðrir geti lesið það.