Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Tungumálið verður að breytast - annars deyr það

Ef þú horfir á gamla svart-hvíta kvikmynd eða lest skáldsögu frá 19. öld tekurðu örugglega eftir að tungumálið á þeim tíma er ekki eins og í dag. Auðvitað er margt líkt en margt er líka ólíkt. Mögulega skilurðu ekki sum af orðunum.

 

undefined

 

Mörgum finnst það vera slæmt að tungumálið breytist. Gamalt fólk kvartar gjarnan yfir að tungumálinu hnigni og að það hafi verið betra áður fyrr. En það er erfitt að varðveita tungumál. Þvert á móti verður málið að taka breytingum til að fylgja eftir breytingum í samfélagsgerðinni.

 

Hvað hræðumst við þá? Oft á tíðum veldur það hvernig ungt fólk talar áhyggjum um að tungumálið muni spillast og stundum er líka öðrum tungumálum kennt um. En það er líka hægt að líta svo á að bæði utanaðkomandi tungumál og málnotkun ungmenna auðgi málið með nýjum og skapandi lausnum. Það að ungt fólk reyni á þanþol tungumálsins tryggir að það haldist ferskt og lifandi, og þrátt fyrir tiltölulega stóran straum innflytjenda meðal annars frá Íran, Tyrklandi og Balkanlöndunumþá hefur það haft merkilega lítil áhrif á skandinavísku málin. Að vísu höfum við tekið inn orð eins og kebab, pizza, sushi, kung fu og moska, en fyrir utan einstaka orð um mat og menningarleg fyrirbæri hefur ekki margt náð að skjóta rótum.                      

 

Hins vegar veldur það mörgum málfræðingum áhyggjum hvað enskan hefur sterka stöðu á Norðurlöndunum. Er ástæða til að hafa áhyggjur?

undefined

Höfundur: Fredrik Harstad

Skrifað árið: 2012

Teiknari/Ljósmynd: Norden i Skolen