Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Um íslensku

Tungumál: Íslenska

Fjöldi málhafa: U.þ.b. 320.000

Tökuorð úr íslensku í öðrum tungumálum: Geysir og berserkur

 

 

Íslenska stafrófið

Eitt af því sem aðgreinir íslensku frá skandinavísku (dönsku, norsku og sænsku) er fjöldi bókstafa í stafrófinu – þeir eru 32, þrátt fyrir að þar séu hvorki cq, z eða w.  Margir sérhljóðarnir eru bornir fram á sérstakan máta, líkt og í orðunum árum, rót og þúsundÁ er borið fram líkt og tvíhljóðið /au/, ó er borið fram /oú/ og ú líkist hinum sænska o-i. Flettið sjálf upp dæmum í íslenskri orðabók og veltið fyrir ykkur framburðinum.

 

Auk þess hefur íslenskan, líkt og færeyskan, tvo bókstafi sem ekki eru í skandinavísku stafrófunum – stafirnir þ (þorn) og ð (). Ð er skylt bókstafnum d, hins vegar á þorn rætur að rekja til hins forna rúnaleturs. Þorn var einnig notað um tíma í fornensku ritmáli (Anglo-saxon) til að tákna th-hljóðið, líkt og í orðinu „think“ og „thing“. Hljóðið er ekki til í skandinavísku, en hefur sérstakt notagildi í íslensku máli. Fyrir bragðið hélst bókstafurinn í íslensku stafrófi þegar latneska stafrófið var tekið í notkun, en ekki hinum skandinavísku.

 

Horfið á kvikmynd um íslensku:

 

 

 

Íslenskan breytist ... hægt

Íslenska er það tungumál sem stendur hvað næst fornnorrænu – tungumálinu sem talað var á Norðurlöndunum fyrir um þúsund árum (einnig kallað forníslenska). Íslendingar geta því lesið texta sem skrifaðir voru á 13. og 14. öld án mikilla vandkvæða. Málfræðin er að miklu leyti óbreytt – t.a.m. eru enn fjögur föll í íslensku (nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall). Þetta veldur því að beygingarendingar nafnorða eru töluvert fleiri í íslensku en í skandinavískum málum. Þá beygjast nafnorðin ekki einungis í falli, heldur einnig eftir kyni (karlkyni, kvenkyni og hvorukyni): beygingarformið er ýmist sterkt eða veikt og breytilegt eftir ákveðni og tölu. Þetta leiðir til óteljandi ólíkra beygingarendinga í málinu – og reynist íslenskunámið því mörgum útlendingum krefjandi.

 

Það eru margar ástæður fyrir því að íslenskan hefur breyst mun hægar en sænska, norska og danska. Ein þeirra er að sú staðreynd að íslenskan er töluð á eyju og hefur því síður orðið fyrir áhrifum frá nágrannamálum. Annað er að hið flókna beygingarkerfi gerir íslensku ekki eins móttækilega fyrir tökuorðum – útlensk orð falla ekki auðveldlega að kerfinu. Í þriðja lagi mætti nefna að margir Íslendingar hafa lagt áherslu á varðveita hin eldri beygingarform og standa vörð um tungumálið.     


Íslensk orð í stað tökuorða

Ef Íslendinga vantar orð yfir nýtt hugtak búa þeir oft til ný orð, taka upp gömul íslensk orð og ljá þeim nýja merkingu eða þýða útlensk orð beint yfir á íslensku. Sími er dæmi um slíkt „endurnýtt“ orð: sími þýddi eitt sinn þráður en öðlaðist síðan nýja merkingu. Síðar, þegar tækninni fleytti fram, var orðinu far- bætt framan við símafarsími. Til samanburðar er notað tökuorð í dönsku um síma, telefon. Annað dæmi er orðið „veraldarvefurinn“ – sem er bein þýðing á orðinu „world wide web“ (www).

 

Þó er íslenskan ekki alveg án tökuorða, t.a.m. orðin blogg og vídjó. Hins vegar geta íhaldssamir málnotendur kallað pítsu flatbrauð, þó svo að það hafi ekki náð fótfestu í málinu. Mörg veitingahús stafa orðið meira að segja ennþá með „zz“ – pizza.

 

Hér eru sjö dæmi um frumlega orðsmíði Íslendinga:

 

Danska:

 Íslenska:

Computer

tölva (talna + völva)

Demonstrere  

halda kröfugöngu (mótmæla)

Helikopter

þyrla 

Kontor

skrifstofa 

Teater

leikhús 

Pas

vegabréf 

Margarine

smjörlíki 

 

Berið tungumálin saman

Eftirfarandi texti hefur verið þýddur á öll Norðulandamálin. Finndu út hvað er líkt og ólíkt með tungumálunum með því að smella á síðurnar um málin. Hér er íslensk þýðing á textanum:

 

Svíar, Norðmenn og Danir skilja hver annan nokkuð greiðlega. Þeir eiga í meiri vandræðum með íslensku, þrátt fyrir að íslenskan líkist skandinavíska málinu sem talað var fyrir þúsund árum. Nánasti ættingi íslenskunnar er færeyskan, en tungumálin líkjast þó hvort öðru ekki svo mjög, að Íslendingur geti skilið Færeying án vandræða.


Finnskan minnir á eistnesku, en á einnig ýmislegt sameiginlegt með samísku. Í bæði finnsku og samísku, getur maður til dæmis myndað löng orð með því að bæta beygingarendingum við rót orðsins. Það er samt grænlenskan sem er í sérflokki hvað varðar löng orð. Meðan önnur tungumál nota heila setningu nægir stundum eitt grænlenskt orð.

 

Hafirðu ekki lært íslensku áður gæti verið erfitt að skilja textann. Nokkur orð eru þó kunnugleg fyrir skandínava – líkt og „fyrir þúsund árum“ sem útleggst „for tusind år siden“ á dönsku. Þjóðaheitin „svenskere, nordmænd og danskere“ eru einnig keimlík þeim íslensku – þó svo að í íslensku séu þau rituð með stórum staf.

 

Komið þið auga á fleiri orð sem eru svipuð í dönsku og íslensku?

 

Myndir

is.png