Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Um finnsku

Tungumál: Finnska

Fjöldi málhafa: U.þ.b. 5,5 milljónir

Tökuorð úr finnsku í öðrum tungumálum: sauna, sisu, rapakalja, rapakivi

Að heilsast: Hei, Hyvää päivää, Moi

 

 

Finnska er fyrst og fremst töluð í Finnlandi og er móðurmál um 4,9 milljóna Finna (um 90% þjóðarinnar). Finnland hefur tvö opinber tungumál, finnsku og sænsku (sænska er móðurmál um 300.000 Finna – 5,3% þjóðarinnar). Utan Finnlands er finnska einnig töluð í Svíþjóð og telst þar ein af opinberum mállýskum landsins. Um 700.000 einstaklingar í Svíþjóð eiga rætur sínar að rekja til Finnlands og um helmingur þeirra talar finnsku. Finnska er einnig töluð af minnihlutahópum í Noregi, Rússlandi og Eistlandi.

 

Finnska tilheyrir fjölskyldu úralskra mála (undirfjölskyldunni finnsk-úgrísk mál). Tungumálið er skylt eistnesku og samísku, en óskylt öðrum Norðurlandamálum. Finnskt ritmál þróaðist frekar seint. Fyrstu prentuðu textarnir birtust ekki fyrr en eftir siðaskipti – það voru fyrst og fremst trúartextar, lög og reglugerðir. Stjórnmála- og hugmyndafræðileg þróun 19. aldar skapaði nýjar forsendur fyrir málþróun. Í kjölfar reglugerðar um tungumálið sem var undirrituð árið 1863 átti finnskan að verða opinbert tungumál á innan við 20 árum, til jafns við sænsku.

 

 

Málfræðileg sérkenni finnskunnar

Finnsk málfræði er töluvert frábrugðin málfræði hinna Norðurlandamálanna. Finnsk orð hafa ekkert kyn og hafa hvorki ákveðinn né óákveðinn greini. T.d. vísar fornafnið „hän“ til bæði „hann“, „hún“ og „það“. Finnska er svokallað viðskeytamál, þ.e. tungumál þar sem einni endingu er bætt við stofninn fyrir hvert beygingaratriði – svo orðin breyta um merkingu eftir því hvaða endingum er skeytt aftan við þau. Sagnir beygjast í persónu, tölu, tíð og hætti. Orðaröðin er nokkuð frjálsleg í finnsku, samanborið við mörg önnur tungumál.

 

 

Ritmál og framburður

Stafrófið samanstendur af 29 bókstöfum:

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Å Ä Ö

 

Hins vegar koma bókstafirnir b, c, f, q, w, x, zog å aldrei fyrir í orðum af finnskum stofni. Hljóðið x er yfirleitt táknað með bókstöfunum ks og kemur einungis fyrir í sænskum nöfnum eða tökuorðum úr öðrum málum.

 

Í ritmáli táknar yfirleitt hver bókstafur sérstakt hljóð – þ.e. stafsetning er hér um bil stafrétt. Sérhljóðarnir eru ekki ýmist stuttir eða langir eftir stöðu, heldur er sérhvert sérhljóð táknað sérstaklega – t.d. /a/ og /aa/. Sérhver samhljóði er einnig táknaður sérstaklega; t.d. /k/ og tvöfalt /kk/. Áherslan er alltaf á fyrsta atkvæði orðs.

 

Orðaforði

Finnskur orðaforði vex jafnt með nýjum orðum og tökuorðum. Tökuorð úr öðrum málum eru yfirleitt löguð að finnsku málkerfi – t.d. glas > lasipost > postiklokker > lukkari. Tökuorð komu áður fyrr aðallega úr baltneskum málum, sænsku og rússnesku, en í dag helst úr ensku. Flest tökuorð í finnsku koma úr sænsku – alls 4000 – sem orsakast af langri sameiginlegri sögu landanna. Finnsk tökuorð í sænsku eru þó töluvert færri, þó svo að finna megi nokkur dæmi, s.s. poika > pojke (drengur) og kenkä > känga (skór).

 

Mörg nýyrði verða til af finnskum orðstofnum. Í stað orðsins „bibliotek“ varð til orðið kirjasto – leitt af orðinu kirja, sem merkir bók. Sími kallast á finnsku puhelin og er leitt af sögninni puhua – að tala. Farsími var fyrst kallaður matkapuhelin – sem er raunar bein þýðing á íslenska orðinu farsími. Því var þó fljótt skipt út fyrir orðið kännykkä (handsími), leitt af orðinu känny sem er ein beygingarmynd orðsins käsi –eða hönd.

 

Hér má sjá dæmi um formgerð setningar í viðskeytamáli: 

Juoksentelisinkohan?

 = Ég var að velta því fyrir mér hvort ég mætti hugsanlega hlaupa aðeins um?

  

Einnig er til þekkt dæmi um tveggja orða setningu sem getur haft 9 ólíkar merkingar:

1. Kuusi palaa = Bruni grenitrés. (T.d. jólatré í ljósum logum)
2. Kuusi palaa. = Grenið mun snúa aftur. (T.d. sem byggingarviður) 
3. Kuusi palaa. = Númer 6 brennur. (Kuusi = 6)
4. Kuusi palaa. = Númer 6 mun snúa aftur. (T.d. ef vísað er til fótboltaleikmanns nr. 6) 
5. Kuusi palaa. = Sex af þeim brenna. (T.d. sex af 10 húsum hverfisins)
6. Kuusi palaa. = Sex af þeim munu snúa aftur. (6 af 10 manneskjum sem voru að fara) 
7. Kuusi palaa. = Máninn þinn brennur. (Kuu = máni, viðskeytið si = þinn)
8. Kuusi palaa. = Máninn þinn mun snúa aftur.
9. Kuusi palaa. = Sex stykki. (Pala = stykki + viðskeytið -a, deilieignarfallsending (Genitivus partitivus))

 

Hér má sjá dæmi um orð án samhljóða:

Hääyöaie = plan fyrir brúðkaupsnótt.

 

Löng samsett orð eru algeng – sem getur valdið vandræðum séu orðin misstúlkuð: 

Aamupalaverihuone:
Aamu-Palaveri-huone= morgun-fundar-herbergi 
Aamupala-veri-huone= morgunmatur-blóð-herbergi

 

Framburðaræfing:

Yksikseskös yskiskelet, itsekseskös itkeskelet?

= Ertu að hósta alein, græturðu alein?

 

 

Berið tungumálin saman 

Eftirfarandi texti hefur verið þýddur á öll Norðulandamálin. Finndu út hvað er líkt og ólíkt með tungumálunum með því að smella á síðurnar um málin. Hér er finnska þýðing á textanum:

Ruotsalaiset, norjalaiset ja tanskalaiset ymmärtävät toisiaan melko hyvin. Islanti tuottaa kuitenkin vaikeuksia, vaikka se muistuttaakin tuhansia vuosia sitten puhuttua muinaisskandinaavin kieltä. Islannin lähin sukulaiskieli on fääri, mutta kielet eivät ole keskenään niin samanlaisia, että islantilainen pystyisi ymmärtämään färsaarelaista täysin ongelmitta.

Suomen kieli muistuttaa viroa, mutta sillä on yhteisiä piirteitä myös saamen kielten kanssa. Sekä suomen että saamen kielessä pystyy esimerkiksi muodostamaan pitkiä sanoja lisäämällä sananvartaloon taivutuspäätteitä. Pitkien sanojen suhteen grönlannin kieli on kuitenkin aivan omaa luokkaansa - yhteen grönlannin kielen sanaan mahtuu muunkielisen lauseen verran asiaa.

Myndir

flag-160481_960_720.png