Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Um grænlensku

Tungumál:: Grænslenska

Fjöldi málhafa: Um það bil 55.000

Útflutt orð: Anorak, igloo og kajak

Að heilsa á gænlensku: Inuugujog, kutaa eða haluu

Erfitt að bera fram: Taskeqakataqaanga (ég er þreytt á því að bera bakpokann)

 

undefined

 

 

Grænlenska er eins og kubbar

Grænlenska – eða kalaallisut, sem Grænlendingar sjálfir kalla sitt tungumál – líkist engu öðru tungumáli sem þú hefur heyrt eða séð. Það getur þú auðveldlega séð með því að snöggt kíkja á textann með dæmunum. Hann er bara 72 orð. Til samanburðar þá er danska útgáfan 108 orð og finnska útgáfan 90 orð. Hins vegar eru orðin mjög löng. Skilur þú eitthvað af þeim? Hvað þýðir paaseqatigiilluarsinnaapput? Eða Elleroqaatigineqarsinnaammata?

 

Skýringin á því að orðin eru svona löng er að grænlenska er svokallað fjöltengdartungumál. Þetta þýðir að það er hægt að tengja saman hluta og beygingar í langar orðakeðjur. Eitt dæmi er qimmersuaqarusunngilaq, sem þýðir: Hann vill ekki eiga stóran hund. Flestir Grænlendingar hafa líkast til aldrei notað akkúrat þetta orð. En ef þeir þyrftu þess þá geta þeir búið það til án nokkurra vandkvæða. Þeir geta líka skilið orðið ef það skildi koma fyrir í einhverjum texta þar sem það er hægt að þekkja hina mismunandi hluta af orðinu. Qimmeq þýðir hundur, suaq þýðir stór, quar þýðir eiga, nngi þýðir ekki og gusup þýðir að vilja.

 

Andstæða grænslenskunnar er kínverska. Í kínversku eru næstum engar beygingar eða endingar. Málfræðileg atriði eru í staðinn tjáð með sjálfstæðum orðum eða táknum. Tungumál af sömu tegund og grænslenskan eru oft kölluð tilbúin tungumál, meðan tungumál af kínversku tegundinni kallas greiningar tungumál.

 

Hreinræktuð tilbúin- eða greiningar tungumál eru mjög sjaldgæf. Í næstum öllum tungumálum eru einkenni bæði tilbúinna tungumála og greiningartungmála. Í sænsku og norsku eru t.d notaðar endingar til að tjá ákveðna eða óákveðna mynd meðan maður notar orðið “the” í ensku til að sýna að orðið sé í ákveðinni mynd. Sænskan er aftur á móti með margar sjálfsæðar forsetningar, þar sem finnskan notar heldur beygingarendingar sem tengjast við orðstofninn.

 

 

Nánustu ættingjar grænlenskunnar

Grænlenskan er vissulega sérstakt tungumál en það eru til nokkur önnur tungmál sem teljast sem ættingjar grænlenskunnar. Málaættin kallast eskimoisk-aleutísk tungumál og eru notuð af 100 000 einstaklingum þar af er helmingur þeirra Grænlendingar. Einstaklingarnir sem nota þessi tungumál eru dreifðir um stórt svæði í norðri, frá Síberíu í Rússlandi gegnum Grænland til Kanada og Alaska í Norður Ameríku. Næst stærsta eskimó-aleutíska tungumálið heitir inukitut og er notað af um það bil 20 000 einstaklingum í Kanada. Grænlenska, inukitut og hin tungumálin í þessari málaætt eru það lík að þau eru skiljanleg innbyrðis.

 

Það er hins vegar ekki alveg svo einfalt fyrir alla Grænlendinga að skilja hvor annan. Munurinn milli vesturgrænlensku og austurgrænlensku mállýskunnar er mikill sem er skiljanlegt með tilliti til hvað landfræðilegu vegalengdrinar eru miklar. Grænland er þrátt fyrir allt heimsins stærsta eyja með sína rúmlega 2 miljónir ferkílómetra að stærð.

 

 

Danskur tungumálaþrýstingur

Þegar Danmörk tók Grænland sem nýlendu á 18. öld fékk grænlenskan mikla samkeppni frá dönskunni. Þetta gerðist ekki vegna að það kæmu margir danskir innflytjendur (það búa ekki meira en um það bil 7000 Danir á Grænlandi) heldur vegna þess að danskan var tekin í notkun í öllu opinberu samhengi. Þar sem grænlenskan var ekki töluð í skólunum, í kirkjunum í atvinnulífinu eða af sitjandi stjórnmálamönnum þá þróuðust heldur ekki nein nýyrði og hugtök. Grænlenskan var að verða tungumál sem eingöngu var notað heima og í persónulegu samhengi.

 

Á sama tíma voru til Danir sem sýndu tungumáli heimamanna áhuga. Einn af þeim var trúboðinn Paul Egede. Hann flutti til Grænalnds sem barn og var einn af fyrstu Dönunum sem lærði grænlensku sem annað tungumál. Á miðri 18. öld gaf hann út fyrstu grænlensku orðabókina og grænlenska málfræðibók. Seinna hafa verið gefnar út margar orðabækur og málfræðibækur. Borið saman við mörg önnur Norðuramerísk frummál er grænlenskan vel skjalfest.

 

Síðastliðin 40 ár hefur verið unnið mikið til þess að styrkja og varðveita grænlenska tungumálið. Grænlenska varð opinbert tungumál á Grænlandi ásamt dösnku þegar grænlenska heimastjórnin var stofnuð árið 1979. Þegar heimastjórn breyttist í sjálfræði 2009 þá styrktist staða grænlenskunnar enn meira með eigin tungumálalöggjöf. Grænlenskan er í dag eina opinbera tungumálið á Grænlandi og öll börn fá kennslu á grænlensku. Tungumálið er einnig notað við grænlenska háksólann (Ilisimatusarfik) og á sjálfræðisþinginu (Inatsisartut). Þó að stofnun UNESCO telji að grænelnskan sé meðal þeirra tungumála sem eru í hættu á að deyja út þá er staða grænlenskunnar stöðugri en nokkru sinni fyrr.  Það eru meðal annars til auðugar bókmenntir skrifaðar á grænlensku.

 

 

Þessi texti er þýddur yfir á öll Norðulandatungmálin. Hér er grænlenska útgáfan. Smellið um á síðunum um tungumálin (Om danskOm norsk osfrv.) og berið grænlensku saman við hin norrænu tungumálin:


Svenskit, norskit qallunaallu imminnut paaseqatigiilluarsinnaapput, Islandimiulli oqaasiinik paasinninnissaq ajornartorsiutiginerusarlugu, uffa ukiut tusindit matuma siorna Skandinaviami oqaatsinut Islandimiut oqaasii assingugaluartut. Islandimiut oqaasiinut qaninnerpaat tassaapput Savalimmiormiut oqaasii, taamaakkaluartorli oqaatsit ima assigiitsiginngillat Islandimiup Savalimmiormioq ajornartorsiuteqanngitsumik paasisinnaallugu.


Finskit oqaasii Estlandimiut oqaasiinut eqqaanarnersaapput, aammali saamiit oqaasiinut assingullutik. Assersuutigalugu, finskit oqaasiini saamiillu oqaasiini oqaatsit takisuunngorsinnaapput, naanerit oqaatsip nagguianut ilannguttakkat tapiliunneqarnerini. Kisiannili oqaatsit takisuut pineqartillugit kalaallit oqaasii immikkooruteqarluinnarput, tassami oqaatsit allat oqaaseqatigiit ilivitsut atorlugit oqaatigisaat kalaallisut oqaatsimik ataatsimik oqaatigineqarsinnaammata.

Myndir

25632681.601.png