Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Um norsku - bókmál og nýnorska

Tungumál: Norska

Fjöldi málhafa: U.þ.b. 5 milljónir

Tökuorð úr norsku í öðrum tungumálumSlalomFjord og Quisling

Að heilsast: Hei og God dag

Tungubrjótur: Ibsens ripsbusker og andre buskvekster

 

 

Í norsku eru tvö ritmál

Tilhögun norska ritmálsins er nokkuð sérstæð. Norskan hefur nefnilega tvö ólík ritmál: bókmál og nýnorsku. Norskir nemendur þurfa því að velja hvort ritmálið þeir kjósa sem sitt aðalmál. Í dag kjósa um 90 prósent bókmál og um 10 prósent nýnorsku.

 

Að baki þessu liggja sögulegar ástæður. Noregur var hluti af Danmörku í þrjár aldir og þá var danska opinbert ritmál Noregs. Þegar Norðmenn öðluðust sjálfstæði snemma á 19. öld vildu þeir skapa sérstakt norskt ritmál. Það gerðu þeir með tveimur mismunandi aðferðum. Önnur byggði á því að laga danska ritmálið að norskum framburði – og þannig er bókmálið tilkomið. Hin fólst í því að búa til alveg nýtt ritmál, sem byggði á norskum mállýskum – og þannig varð nýnorskan til.

  

Það fylgja því bæði kostir og gallar að skrifa norsku á tvo ólíka máta. Einn af kostunum er að Norðmenn geta valið það ritmál sem helst líkist þeirra eigin mállýsku. Einn ókosturinn er að kerfið er bæði dýrt og flókið, þar sem allar kennslubækur, opinber skjöl og aðrar mikilvægar upplýsingar þurfa að vera útgefnar á báðum ritmálum. Bæði bókmál og nýnorska eiga sér dygga áhangendur sem af og til takast á um ritmálin í eins konar málstríði. Aðrir hafa reynt að miðla málum og stungið upp á leiðum til að sameina ritmálin, en það hefur að mestu leitt til fleiri valmöguleika og valdið ruglingi varðandi hvernig nýnorska og bókmál skuli rituð.

 

Horfið á kvikmynd um norsku: 

 

 

Lífseigar mállýskur

Einkar vel hefur tekist að varðveita norskar mállýskur, samanborið við Danmörku, Svíþjóð og mörg önnur lönd. Mállýskumunur er þar meiri og greinilegri, sem þýðir að auðvelt er að bera kennsl á hvaðan Norðmaður kemur á talsmátanum einum. Þetta grundvallast að hluta til á málpólitík, en einnig af hina norska landslagi sem skapar miklar fjarlægðir milli byggða. Almennt er mállýskunum skipt upp fjögur meginsvæði: østnorsk (austfirsku), vestnorsk (vestfirsku), trøndersk (mállýsku kennda við Þrændalög) og nordnorsk (norðlensku).

 

Hvernig skilst norskan?

Þónokkur almenn orð í norsku reynast öðrum Norðulandabúum einatt torskilin. Það á m.a. við um fornöfnin me (= við), dykk (= ykkur) og hennar (= hennar). Einnig spurnarorð líkt og korleis (= hvernig) og kvifor (= hvers vegna). Svokölluð tvíhljóð eru algengari meðal sérhljóða í norsku, en dönsku og sænsku. Þá á t.d. við um ei, øy og au (øy í stað øaust í stað øst). Öðrum Norðurlandabúum reynist oft erfitt að bera fram hin norsku tvíhljóð. Au er t.a.m. fremur borið fram svipað og eu í íslenskuHlustaðu t.d. á norska orðið hauk.

 

Berið tungumálin saman

Eftirfarandi texti hefur verið þýddur á öll Norðulandamálin. Finndu út hvað er líkt og ólíkt með tungumálunum með því að smella á síðurnar um málin. Hér er norsk þýðing á textanum:


Svensker, nordmenn og dansker forstår hverandre ganske bra. De har større problemer med islandsk, til tross for at islandsk ligner det skandinaviske språket man snakket for tusen år siden. Islandskens nærmeste slektning er færøysk, men språkene er ikke så like at en islending forstår en færing uten problemer.


Finsk minner om estisk, men det fins også likheter med de samiske språkene. I både finsk og samisk kan man for eksempel lage lange ord ved å legge bøyningsendelser til ordstammen. Men når det gjelder lange ord, er grønlandsk i en klasse for seg. Der andre språk trenger en hel setning, holder det iblant med ett eneste grønlandsk ord.

 

Í norska textanum úir og grúir af bókstafnum e – alls eru þeir 82! Til samanburðar eru þeir einungis 47 í tilsvarandi texta á sænsku. Þessu veldur mikill fjöldi málfræðilegra endinga sem innihalda e: fleirtöluending nafnorða er oft -er; nafnháttur sagna endar oft á -e (t.d. lage); og lýsingarorð enda oft á -e þegar þau standa á undan nafnorði (t.d. skandinaviske og lange). Ástæðan er þó einnig að þau orð sem stafsett eru með í dönsku og norsku, eru oftar en ekki stafsett með ä í sænsku.

  

Orðið hverandre hefur hljóðlaust h – þ.e. h-ið er ekki borið fram. Þannig er það einnig í sænsku, nema hið hljóðlausa h var fjarlægt úr sænsku ritmáli í réttritunarumbótum árið 1906 (nú ritað varandra). Framburðurinn er þó sá sami.

 

Mörg orð eru eins á dönsku og norsku, en öðruvísi á sænsku. Það á t.d. við um orðið setning, sem er eins á dönsku og norsku (einnig íslensku) – en kallast mening á sænsku. Hinn sameiginlegi orðaforði í dönsku og norsku er afleiðing þess að norska ritmálið er að miklu leyti byggt á hinu danska. 

Myndir

norgga_leavga2.jpg