Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Um sænsku

Tungumál: Sænska

Fjöldi málhafa: U.þ.b. 10 milljónir

Tökuorð úr sænsku í öðrum tungumálum: Ombudsman, Smörgåsbord og Glögg

Að heilsast: Hej, Hallå og God dag

Tungubrjótur: Sju sjösjuka sjömän sköttes av sjutton sköna sjuksköterskor

 

 

Stærsta Norðurlandamálið

Sænska er útbreiddasta tungumálið á Norðurlöndum, með sínar 10 milljónir málnotenda. Tungumálið, sem almennt kallast „ríkissænska“, byggir á mállýsku sem töluð var í Mið-Svíþjóð á 19. öld. Mállýskan dreifðist um allt land, þó svo að aðrar mállýskur hafi einnig haldið velli. Skánska og gotlenska eru hvoru tveggja dæmi um áberandi sænskar mállýskur. Skánskan (skånskan) er auðþekkt, þökk sé hinu skrollandi kverkmælta r-i, en gotlenskan (gotländskan) er kunn fyrir samsetta sérhljóða – svokölluð tvíhljóð (t.d. kallast það haust á gotlensku í stað höst í ríkissænsku, einnig stain í stað sten).

 

 

Horfið á kvikmynd um sænsku:

 

 

300.000 sænskumælandi í Finnlandi

Sænska er einnig minnihlutamóðurmál í Finnlandi. Þar af leiðandi eru tvö opinber tungumál í Finnlandi – finnska og sænska. Öllum finnskum skólabörnum er gert að læra sænsku í að minnsta kosti þrjú ár. Á Álandseyjum er staða sænskunnar svo sterk að börn þurfa ekki einu sinni að læra finnsku. Margt ungt fólk kýs því að flytja frá Álandseyjum til Svíþjóðar að loknum framhaldsskóla.

 

Mörgum Norðurlandabúum reynist auðveldara að skilja sænsku mállýskuna sem töluð er í Finnland – finnlandssænsku – en sænskuna sem töluð er í Svíþjóð. Það stafar e.t.v. af því að finnlandssænskan stendur nær ritmálinu. Aftur á móti eru mörg orð sem hafa ólíka merkingu í finnlandssænsku og ríkissænsku: það sem er „råddigt“ (draslaralegt) á finnlandssænsku kallast „stökigt“ á ríkissænsku; brauðsneið með áleggi kallast „semla“ á finnlandssænsku en „smörgås“ á ríkissænsku; en „aula“ er inngangur á finnlandssænsku en samkomusalur á ríkissænsku; og „att kila“ á finnlandssænsku er að „tränga sig före“ á ríkissænsku – þ.e. að troða sér framfyrir.

 

 

Hvernig skilst sænskan?

Svíar hafa tilhneigingu til að fella brott bókstafi í töluðu máli og skeyta saman orðum. Svo í stað þess að segja „Vad sa du“ er sagt „Vasaru“ og „Vaffschkaduntegåmä“ þýðir „Varför ska du inte gå med“. Óreyndum getur því reynst erfitt að greina orðaskil. Töluvert er af hljóðlausum bókstöfum í sænsku, t.d. er fyrsti samhljóðinn hljóðlaus í orðum eins og hjälpdjup og ljum. G er oft borið fram eins og j, t.d. þegar það stendur á undan frammæltum sérhljóða. Hlustaðu á orðin með því að smella á þau. Sje-hljóðið skortir eiginlegan bókstaf og er því ritað á ólíkan máta, í formi ýmissa samhljóðaklasa – t.a.m. sk-, sj, stj og skj. Berið t.d. saman sje-hljóðið í orðunum skinka, sjuttiostjärna og skjuta

 

Sænskur stíll er fremur óformlegur og virðist útlendingum e.t.v. uppfullur af slangri. Ritmálið er fremur hversdagslegt, jafnvel í flóknu samhengi. Kveðjan „hej“ á ávallt við og orð líkt og kille, tjej, fralla og fika eru fullgild í ritmáli.

 

 

Berið tungumálin saman

Eftirfarandi texti hefur verið þýddur á öll Norðulandamálin. Finndu út hvað er líkt og ólíkt með tungumálunum með því að smella á síðurnar um málin. Hér er sænsk þýðing á textanum:

 

Svenskar, norrmän och danskar förstår varandra ganska bra. De har större problem med isländska, trots att isländskan liknar det skandinaviska språk som talades för tusen år sedan. Isländskans närmaste släkting är färöiskan, men språken är inte så lika att en islänning förstår en färing utan problem.


Finskan påminner om estniskan, men det finns också likheter med de samiska språken. I både finska och samiska kan man till exempel skapa långa ord genom att lägga böjningsändelser till ordstammen. Men när det gäller långa ord är grönländskan i en klass för sig. Där andra språk behöver en hel mening räcker det ibland med ett enda grönländskt ord.

 

Að mörgu er að hyggja, hér fylgja nokkur dæmi:

 

Í sænska textanum er aragrúi af bókstafnum – alls eru þeir 44! Til samanburðar eru þeir einungis 27 í tilsvarandi texta á norsku og dönsku. Skýringin er að hluta til sú að fleirtöluending nafnorða er oft –ar (t.d. svenskar og danskar), einnig að fleirtala lýsingarorða endar oft á –a (t.d. långa ord og samiska språk) sem og að þátíðarendingar sagna eru oft –ade (t.d. talade).

 

Exempel er ritað með x-i, líkt og mörg önnur orð í sænsku. Í norsku og dönsku er fremur ritað –ks.

 

Langir samhljóðaklasar eru algengir í sænsku – einnig í grænlensku, þar sem mest geta staðið sex samhljóðar í röð. Langir samhljóðaklasar eru sérstæðir í mörgum tungumálum, ekki síst finnsku (líkt og sjá má í kaflanum um finnsku). 

 

Kemurðu auga á eitthvað fleira?

Myndir

Svensk_flagg_1815.png