4fod
{{learningObjectiv.description}}
{{assignment.Comment}}
KYNNING
Þemað Sannleikur og lygi fjallar um valþröngina milli rétts og rangs – þess sem er lygi og þess sem er satt. Lygi og sannleikur eru andstæður, en er lygin alltaf andstæða sannleikans? Ræðst sannleikur af aðstæðum eða er til hlutlaus sannleikur?
Sannleikur og lygi inniheldur fjölbreytt úrval námsefnis, þar sem tekist er á við siðfræðileg og siðferðileg vandamál á gráa svæðinu milli þess se, er satt og rangt. Í ævintýrinu ‘Nýju fötin keisarans’ eftir H.C. Andersen er það aðeins lítill drengur, sem þorir að hrópa upp og segja sannleikann, þegar allir aðrir hafa samþykkt lygina. Ef nógu margir trúa einhverju, þýðir það þá að það sé satt?
Þemað gefur tilefni til að íhuga hvernig fólk fer með sannleikann.
MARKMIÐ
Markmið námsefnisins er að skýra gráa svæðið milli lyga og sannleiks í lífi okkar. Nemendur eru hvattir til að hugleiða hvað er rétt og rangt í hinum mörgu vandamálum og aðstæðum, sem koma við sögu í námsefninu. Það er á dönsku, norsku og sænsku, bæði á skrifuðu og mæltu máli. Textarnir hafa allir verið lesnir upp á frummálinu og bætist því hlustunin við reynslu nemenda. Með aðstoð „umferðarljósaverkefna“ gera nemendur sér betur grein fyrir mun og líkindum milli nágrannamálanna. Þemað mun þannig auka málskilning nemenda í nágrannamálunum sem og víkka skilning þeirra á því hvað sannleikur er.
UPPBYGGING NÁMSEFNISINS
Námsefnið samanstendur af stuttmyndum, tónlistarmyndbandi, útdráttum úr skáldsögum, ævintýri, smásögum og einum fagtexta. Ekki er nauðsynlegt að fara í gegnum allt efnið. Norden i Skolen leggur til þrjár leiðir: ‘Svik’, ‘Illa þola eyru sannleikann’ og ‘Þitt sanna sjálf’. Kennurum er frjálst að velja eina af leiðunum eða þá einstaka efni, allt eftir því hvað hentar bekknum best hverju sinni.
Leið 1: 'Svik'
Leið 2: 'Illa þola eyru sannleikann'
Forløb 3: 'Þitt sanna sjálf'
VERKEFNI OG HLJÓÐORÐABÓK
Hverju efni fylgja fjögur verkefni og er neðangreind skipting þeirra eingöngu til viðmiðunar.
Sérstök hljóðorðabók er tengd textunum og er undir nemendum komið hvort þeir nýta sér hana eður ei. Með því að ýta á þau orð, sem eru appelsínugul, opnast lítill kassi, þar sem heyra má orðin og sjá þýðingu þeirra á bókmáli, nýnorsku, dönsku og sænsku.