Oversættelse mangler
Oversættelse mangler
Oversættelse mangler
Oversættelse mangler
Oversættelse mangler
Oversættelse mangler
Suliaq pillugu atuakkiat
Ilinniaetitsunut ilitsersuut

Glemt password?

 

Skandinavísku tungumálin eru lík

Hver sem er getur séð að sænska, norska og danska eru áþekk. Um 90% orðaforðans eru sameiginleg og málfræðilega eru tungumálin uppbyggð á sama hátt. Það skýrist af því að skandinavísku tungumálin hafa þróast úr sama tungumáli. Þessi tungumál eru einfaldlega sömu ættar.                    

 

undefined

 

Danska, norska, sænska, íslenska og færeyska eru dæmi um tungumál sem eru náskyld. Aðeins fjær í ættartrénu getur maður fundið þýsku, frönsku og ensku, en persíska, rússneska og hindí eru meðal fjarskyldustu ættingja norðurlandamálanna. En samt eru þau af sömu ætt. Ættin sem sameinar öll þessi tungumál er sú indóevrópska. Um það bil helmingur alls fólks talar indóevrópskt tungumál, þrátt fyrir að mandarín, sem um milljarður manna talar, tilheyri sínó-tíbesku málaættinni. Þriðji risinn eru afró-asísku tungumálin. Það er ætt sem fjölgar í á Norðurlöndunum, enda eru innflytjendamál eins og arabíska, sómalíska og haúsa afró-asísk tungumál. Finnskan er aftur á móti ekki skyld nokkru skandinavísku tungumáli. Nánustu ættingjar finnskunar eru eistneska og samíska, en ungverska er líka í fjölskyldunni sem kallast úrölsk tungumál.

Einfalt er að sjá að danska, norska og sænska eru sömu ættar en finnskan ekki. En hvað eiga skandinavísku tungumálin sameiginlegt með persnesku og rússnesku? Hvað ræður því hvaða tungumál eru skyld? Margir fræðimenn telja að öll indóevrópsk mál hafi þróast upp úr sama upprunamáli. Samkvæmt kenningunni var því töluð einhvers konar indóevrópska fyrir langa löngu, en enginn veit hvar, hvernær eða hvernig hún hljómaði. En ennþá er hægt að greina sömu áhrif í þeim tungumálum sem eru skyld. Það geta verið líkindi í orðaforðanum sem liggur til grundvallar, málfræðinni og orðaröðinni. Berðu til dæmis saman þessi orð á ensku, þýsku, frönsku, rússnesku og finnsku:

 

undefined

 

Er hægt að sjá að enska, þýska, franska og rússneska eru af sömu ætt en að finnska sé það ekki? 

Allattoq: Fredrik Harstad

Ukioq allanneqarfia: 2012

Ilulisersuisoq/Assi: Norden i Skolen