Pil Maria Gunnarsson og Rum Malmros
{{learningObjectiv.description}}
{{assignment.Comment}}
KYNNING
Í þemanu Ást og vinátta er lögð áhersla á börn á aldrinum 10-12 ára, tilfinningar þeirra og mörkin milli vináttu og ástar á því skeiði. Hvernig er að verða ástfanginn? Hvernig bregst maður við afbrýðisemi? Og hvernig lætur maður vináttu sína í ljós?
Ást og vinátta fjallar um tilfinningar, sem kvikna milli bestu vina, fyrstu ástina og það að vera nýr í hópnum. Námsefnið er á dönsku, norsku, sænsku og finnsku.
MARKMIÐ
Markmið námsefnisins Ást og vinátta er að kynna nemendur fyrir ólíkum tilfinningum og reynslu, sem fylgir vinasamböndum og ást. Nemendur fá tækifæri til að ræða hugtök á borð við vináttu, ást, afbrýðisemi, misskilning, hvað er rétt og rangt og viðbragðsmynstur. Kennsluefnið samanstendur af bæði mæltu og rituðu máli, á dönsku, norsku og sænsku, auk þess sem hlýða má á finnsku. Þemanu er ætlað að auka bæði málskilning nemenda og skilning þeirra á því hvernig tilfinningar geta breyst, þróast eða slokknað.
UPPBYGGING NÁMSEFNISINS
Námsefnið samanstendur af fimm textuðum stuttmyndum, þar sem samtölin hafa einnig verið skrifuð upp, ásamt útdráttum úr tveimur smásögum. Ekki er nauðsynlegt að fara í gegnum allt efnið. Norden i Skolen leggur til þrjár leiðir: Fyrsta ástin, Erfiðar tilfinningar eða Góður kennari – góður bekkur. Kennurum er frjálst að velja annað hvort eina af leiðunum eða einstaka mynd/texta, alt eftir því sem hentar bekknum best hverju sinni.
Leið 1: 'Fyrsta ástin'
Leið 2: 'Erfiðar tilfinningar'
Leið 3: 'Góður kennari – góður bekkur'
VERKEFNI OG HLJÓÐORÐABÓK
Öllu efninu fylgja verkefni, sem bæði má vinna sjálfstætt eða í hóp. Í þeim er lögð áhersla á mál, menningu og hefðbundna textagreiningu.
Sérstök hljóðorðabók er tengd textunum og er undir nemendum komið hvort þeir nýta sér hana eður ei. Með því að ýta á þau orð, sem eru appelsínugul, opnast lítill kassi, þar sem heyra má orðin og sjá þýðingu þeirra á bókmáli, nýnorsku, dönsku og sænsku.