Tekst
Video
Spel og leik
Konkurranse
Lydinnspeling
Oppgåve
Faglitteratur
Lærarrettleiing

Gløymt passord?

 

13-08-2015

Ný verkefni á Norden i Skolen fyrir íslenska nemendur!

Ný verkefni á Norden i Skolen fyrir íslenska nemendur!

Á www.nordeniskolen.org getur þú nú fundið glæný verkefni, sérsniðin fyrir íslenska nemendur í 8.-10. bekk, í dönsku, sænsku og norsku.

Verkefnin tengjast texta og myndböndum í þremur þemum: Vinátta, Lygi og Sannleikur og Fjölbreytileiki. Efnið finnur þú í kennsluefni www.nordeniskolen.org, undir „Tungumál & Menning“. Hægt er að vinna verkefnin bæði einstaklingsbundið, í samvinnu við bekkjarfélaga og í umræðum í öllum bekknum.

Þar að auki er nú búið að lesa alla texta inn og þannig er hægt að nálgast alla texta í hljóðformi. Hljóðformið er splunkuný viðbót sem býður upp á spennandi möguleika á því að vinna með framburð, hlustunarskilning og hið talaða tungumál.


Góða skemmtun!