Tekst
Video
Spel og leik
Konkurranse
Lydinnspeling
Oppgåve
Faglitteratur
Lærarrettleiing

Gløymt passord?

 

Læringsmål

{{learningObjectiv.description}}

Oppgåva er no levert

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Kommentar

Oppgåver

{{assignment.Comment}}

Norrænar þjóðsögur (leiðbeiningar fyrir kennara)

KYNNING

Í þemanu Norrænar þjóðsögur er lögð áhersla á sögur, sem varðveist hafa mann fram af manni. Á 19. öld tóku menn um gervöll Norðurlönd að safna saman og skrá frásagnir, sem lifað höfðu í munnlegri geymd, og meðal þekktra þjóðsagnasafnara má nefna Evald Tang Kristensen í Danmörku, Asbjørnsen og Moe í Noregi og Elias Lönnrot í Finnlandi. Þú hefur ef til vill heyrt um þjóðsögur á borð þá norsku um kolbítinn (no. askeladden) sem fór í kappát við tröllið eða um finnska söguljóðið Kalevala? Í þessu námsefni geta nemendur lesið, heyrt og séð dæmi um spennandi norrænar þjóðsögur.

 

 

MARKMIÐ

Markmið þessa námsefnis er að vekja nemendur til meðvitundar um auð norrænnar sagnahefðar, glæða hana lífi og auka skilning nemenda á frásagnarlist. Höfuðáhersla er lögð á þjóðsögur frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Sögurnar spretta úr nær sama menningarjarðvegi og fyrir vikið er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig var umhorfs á Norðurlöndunum á gullöld þjóðsagnanna. Í námsefninu kynnast nemendur sögunum bæði á rituðu eða mæltu máli. Þær hafa allar verið lesnar upp á frummálinu með viðbótartexta á dönsku, sænsku, bókmáli og grænlensku. Í heild sinni stuðlar námsefnið að því að auka jafnt málskilning nemenda á nágrannamálunum sem og norrænt menningarlæsi þeirra.

 

 

UPPBYGGING NÁMSEFNISINS

Námsefnið samanstendur af átta þjóðsögum auk einnar samískrar teiknimyndar. Ekki er nauðsynlegt að fara í gegnum allt efnið. Norden i Skolen leggur til þrjár leiðir: Fjögur ólík ævintýr, Asbjørnse og Moe og Pylsan á nefinu. Kennurum er frjálst að velja eina af leiðunum eða þá einstaka sögur, allt eftir því hvað hentar bekknum best hverju sinni.

 

 

Leið 1: Fjögur ólík ævintýr

  • Veljið sænska ævintýrið ‘Kung Lindorm och kung Trana’, danska ævintýrið ‘Padden’, norska ævintýrið ‘Lurvehætte’ auk samísku teiknimyndarinnar ‘Den magiske tid’. Hér eru valin ævintýri frá fjórum mismunandi löndum/svæðum og fyrir vikið er upplagt að velta því fyrir sér sem þau eiga sameiginlegt með tilliti til frásagnarhefðar og innihalds.

 

Leið 2: Asbjørnsen og Moe

  • Veljið norsku ævintýrin ‘Den syvende far i huset’, ‘Pjaltehætte’ og ‘Herremandsbruden’. Þau eru öll úr safni Asbjørnsen og Moe, sem hafði gríðarmikil áhrif á þróun norskrar tungu. Í því var lögð áhersla á að hafa sögurnar á einföldu máli án þess að upprunalegi frásagnarstíllinn liði fyrir. Asbjørnsen og Moe eru sannkallaðar þjóðsagnapersónur í Noregi, ef svo má að orði komast, og með því að kynna sér þá og þeirra starf má fræðast um mikilvægan hluta norskrar menningar.

 

Leið 3: Pylsan á nefinu

  • Veljið ævintýri Charles Perraults ‘Pølsen på næsen eller de tre ønsker'. Það er aðgengilegt í fjórum útgáfum. Meginútgáfan er á dönsku máli með upplestri ásamt þremur myndböndum þar sem ævintýrið er endursagt á dönsku, norsku og og sænsku af þremur ungmennum frá þeim löndum. Engin verkefni fylgja þessum útgáfum, en þær má nota til að hlýða á frábrigði milli mála og bera þau saman.

 

 

VERKEFNI OG HLJÓÐORÐABÓK

Hverjum texta fylgja verkefni, sem bæði má vinna sjálfstætt eða í hóp. Í þeim er lögð áhersla á mál, menningu og hefðbundna textagreiningu.

Sérstök hljóðorðabók er tengd textunum og er undir nemendum komið hvort þeir nýta sér hana eður ei. Með því að ýta á þau orð, sem eru appelsínugul, opnast lítill kassi, þar sem heyra má orðin og sjá þýðingu þeirra á bókmáli, nýnorsku, dönsku og sænsku.

 

Logg inn for å lesa meir

Utgjevar: Norden i Skolen

Pedagogiske konsulentar: Stefan Åge Hardonk Nielsen

Utgjeven: 2018