Dy Plambeck
{{learningObjectiv.description}}
{{assignment.Comment}}
Innkaup
Þvottaefni á tilboði, þrjár tegundir og allar jafnhagstæðar: tveir pakkar á verði eins. Klara getur ómögulega gert upp við sig hvaða tegund hún eigi að kaupa.Skimar eftir Svenna í stórmarkaðnum, tyllir sér á tá – en hann er hvergi að sjá.Kannski er hann í ávaxtadeildinni; hafði minnst á að þau vantaði ávexti. Hún röltir þangað og horfir yfir þúsund appelsínur, þúsund epli, þúsund bananakippur. Hirslurnar fleytifullar af girnilegu og safaríku hollustufæði. Hún stelur fjólubláu vínberi.
Hvar er Svenni?
Hvaða þvottaefni á hún að kaupa?
Búðir hafa ávallt gert hana ringlaða. Þegar Klara var fimm ára
bauð pabbi henni í dótabúð.Hún átti að fá verðlaun fyrir að hafa
verið umburðarlynd; mamma og pabbi þurftu stöðugt að sinna
Emblu systur sem grét dag og nótt. Þau keyrðu af stað og pabbi
sagði að hún mætti sjálf velja sér dót, tilhlökkunin var óbærileg.
Klara hljóp á undan honum inn í búðina. Staðnæmdist fyrir
framan stóra hillu og kiknaði í hnjánum.Við henni blöstu stæð-
ur af prúðbúnum dúkkum, playmo-dóti, dúkkuhúsum, Legokubbum,
rafknúnum bílum og bollastellum. Hún glennti upp
sjáöldrin, beit í hnúana, brast í grát. Grét svo sárt að afgreiðslustúlkan
bað pabba um að fara með hana.Hann keypti leir í kaup-
félaginu á bakaleiðinni.Hún var hæstánægð með leirinn.Minningin
kveikir bros á aðlaðandi andlitinu, djúpa spékoppa.
„Klara!“
Hún lítur snöggt til hliðar og sér Svenna.
„Þarna ertu,“ segir hann feginsamlega. „Þessi búð er algjör
frumskógur.“
„Alltof stór búð. Við skulum ekki koma hingað aftur.“
Svenni hlær, kyssir hana á ennið. „Ertu búin að finna þvottaefni?“
„Ég var bara að borða vínber,“ svarar Klara og stingur öðru
beri upp í sig. „Nennirðu að koma með mér að finna það?“
„Nei, ég á fullt í fangi með að finna eitthvað til að hafa í forrétt.
Hvort er betra, salat eða kjöt?“
Hún kyngir berinu. „Ég veit ekki. Hvað vilt þú?“
„Ég var að spyrja þig.“
„Þetta er þitt matarboð.“
„Matarboð heima hjá okkur.“
Sposk játar hún sig sigraða. Stingur upp á því að kaupa bæði
salat og kjöt.
„Í forrétt?“
„Já, eða fisk.“
„Ég er búinn að marínera saltfisk sem á að vera í aðalrétt.“
Svenni brosir skakkt. „Þú tekur aldrei eftir neinu.“
„Það er búið að vera mikið að gera.Þú veist að ég er að kafna í
verkefnum,“ segir hún hratt.
„Þú hefur álíka mikið að gera og ég, Klara. Hvað segirðu um
gæsalifrarkæfu í forrétt?“
„Fínt.“
„Svo ætla ég að búa til sítrónuís,ég veit um frábæra uppskrift.
Nennir þú að finna kæfu ef ég tíni saman grænmeti?“
„Ókei.“
„Nennirðu svo að fara heim og byrja á salatinu meðan ég
skýst eftir víni?“
„Ókei.“
„Kannski býrðu til dressingu líka, ef þú nennir. Hvað eigum
viðað drekka?“
„Bara, það sama og vanalega.“ Hún snýst á hæli, gengur í átt
að þvottaefninu.
„Hvítvín?“ kallar hann.
„Já, hvítvín og … æ, ráddu þessu bara.“
„Ætlarðu að hanga úti á svölum í allan dag?“ spyr Svenni og
bindur á sig svuntu.
„Ég er í sólbaði.“ Klara hreiðrar um sig í sólstólnum.
„Grænmetið er ennþá í pokanum. Ég hélt að þú ætlaðir að
hjálpa mér að elda.“
„Þú ert betri kokkur en ég.“ Hún lygnir augunum. „Mig
langar að fá dálítinn lit.“
„Hafðu það eins og þú vilt.“
„Svenni! Þetta er þitt matarboð.“
„Þú þarft ekki að tyggja það ofan í mig.“
Fólkið í kjallaranum
Birtan rauðgul, loftið ferskt eins og bergvatn. Veröldin tærari en
hún átti að sér að vera þar til öskur sprengdi kyrrðina og Klara
hrökk upp með öran hjartslátt.
Stuttu eftir miðnætti höfðu þau sofnað samanfléttuð í tjaldinu,Klara,Embla
systir og vinir þeirra.Smám saman dottið út af,
skríkjandi og hvíslandi, meðan fullorðna fólkið skrafaði við
drekkhlaðið plastborð. Í bjartri sumarnóttinni, í skini frá notalegum
luktum.
Nú var borðið útbíað í klístri, mylsnu og sígarettustubbum;
skíturinn undarlega hreinn í sólargeislunum sem grisjuðu dalalæðuna;
fnykurinn í tjaldgættinni gaf til kynna að einhver hefði
ekki hitt í grassvörðinn og sprænt á tjaldið. Mörkuð af
glundroða stóðu þau í hnapp við leirbakka sem leið niður að
straumharðri á, öll nema mamma. Hún var ein í beljandi vatnsstraumnum.
Innikróuð í fjölskyldubílnum og baðaði höndum
meðan brúnt leysingarvatnið geystist fram, öskraði að pabbi
hugsaði ekki um neitt nema tippið á sér.
Hvað sem því leið virtist pabbi vera með hugann við hana þar
sem hann fikraði sig niður leirbakkann og fálmaði eftir handfestu,hangandi
moldarklepra.Honum skrikaði fótur og mamma
æpti af skelfingu.
Tjalddyrnar breiddust yfir herðar Klöru eins og appelsínugul
konungsskikkja. Hún var sólkonungur með glamrandi tennur.
Horfði á fullorðna fólkið og andaði léttar þegar Raggi greip í
peysulaf pabba. Hnipraði sig saman meðan þeir náðu í reipi í
skottið á Landrovernum hans Ragga, bundu annan endann um
maga pabba og hinn í krók á jeppanum. Pírði augun um leið og
pabbi öslaði út í ána.
„Þetta verður allt í lagi,“ hvíslaði ómþýð rödd og mjóar
hendur í hólkvíðri lopapeysu föðmuðu hana.
Klara svaraði engu, hún gat sig hvergi hreyft. Bara að áin
gleypti þau ekki, þá skyldi hún fara með faðirvorið á hverju
kvöldi án þess að flýta sér.
„Í alvöru, Klara! Pabbi þinn er fastur við jeppann hans
pabba,“ sagði Fjóla og hljómaði frekar eins og ástrík kennslukona
en tíu ára stelpa. „Þú þarft ekki að vera hrædd.“
„Víst.“
„Eins og þú vilt – en sjáðu! Pabbi þinn er kominn til hennar.“
„Þau eiga eftir að fara til baka. Það er erfiðast.“
Vatnið náði pabba upp á bringu og hann barðist viðað ná
mömmu út úr bílnum sem duggaði hættulega mikið. Þær
heyrðu hann garga að hún væri geðveik og búin að eyðileggja
bílinn, hann hefði ekki verið með neinni konu og hvað væri
eiginlega að henni.
Klara vissi að pabbi laug. Fyrir nokkrum dögum höfðu þær
Embla keppst um hvor gæti hannað betra sandhús og hjallur
Emblu hafði hrunið ofan á kínverska drekahúsið hennar Klöru
þegar flugfreyjuskór steig á þakið. Þær litu upp og sáu kunnuglega
konu sem hvíslaði halló og minnti á konurnar í Dallas því
hún tifaði öll eins og Sue Ellen og angaði af ilmvatni.
„Þú eyðilagðir húsið mitt,“ tilkynnti Embla og setti upp
skeifu áður en hún stakk skóflunni upp í sig og gaumgæfði konuna.
Hún stóð völtum fótum í sandkassanum, dró stóran poka
fullan af sleikjóum upp úr veskinu sínu og rétti Klöru hann,
sagði fyrirgefðu.
„Má ég eiga sleikjóana?“
„Þið megið eiga sleikjóana,“ sagði konan klökk. „Og fyrirgefið
að ég skyldi vera með pabba ykkar.“
„Þú mátt alveg vera með honum,“ sagði Klara og opnaði pokann
í flýti.Svo laust því niður,fullorðna fólkið notaði orð á annan
hátt, handan orðanna „vera með pabba ykkar“ bjó eitthvað dul-
úðlegra en þær systur gátu gert sér í hugarlund. Þó var pokinn
góður,betri en ónotalegir þankar.Og það hvarflaði ekki að Klöru
að afþakka hann.Þaðan af síður Emblu sem ljómaði sæl með jarð-
arberjapinna í munninum,önnum kafin að laga þakið á hjallinum.
Klara vék sér undan faðmlagi Fjólu og lokaði augunum. Hafði
hún framið hræðilegan glæp með því að taka við pokanum?
Pabbi hafði örugglega verið með þessari konu,sama hvað það var
sem þau gerðu, og augsýnilega var mamma ekki sátt við það.
Þessi skrýtna kona hlaut að hafa gert mömmu eitthvað ljótt,
annars hefði hún ekki gefið þeim sleikjópokann sem þær földu í
búinu sínu; í trékassa sem pabbi hafði neglt við vegginn og
amma saumað blámynstraða gardínu á svo hann væri eins og alvöru
skápur. Og nú var mamma að drukkna og fíni bíllinn að
eyðileggjast; bíllinn sem Klara valdi með pabba á bílasölunni,
áður en mamma grillaði nautakjöt og paprikubita á pinnum og
flugvél markaði bómullarrák á himininn og pabbi og Klara og
Embla spiluðu fótbolta og allt var gaman …
Inni í tjaldi grét Embla og Klara beit í handarbakið. Kannski
væri allt öðruvísi ef hún hefði sagt mömmu frá sleikjópokanum
og útskýrt að konan hefði ábyggilega ekki gert neitt vont.
Mamma Fjólu kom aðvífandi:Elísabet með slöngulokkana og
stóru eyrnahringana. Það hringlaði í þeim þegar hún kraup hjá
stelpunum til að segja þeim að skríða inn í tjald og sofna.
„Mamma er að drukkna,“ sagði Klara djúpri röddu og heyrði
Emblu gráta enn hærra.
„Hún drukknar ekki,elskurnar,“ andmælti Elísabet og blikkaði
augunum eins og eirðarlaus gelgja. „Strákarnir toga bílinn
upp úr fljótinu.“
„Hvaða strákar?“ spurði Klara.
„Auðvitað pabbi þinn og Raggi. Svona, reynið nú að sofna.
Það eru öll börn í heiminum sofandi – nema þið.“
Þær skreiddust inn í tjaldið með semingi.
„Þau eru klikkuð!“ muldraði Fjóla og teygði úr löngum líkamanum
ofan á svefnpoka. „Það á enginn jafnklikkaða foreldra og
við.“
„Ég veit,“ hnussaði Klara, saug upp í nefið og skreið ofan í
svefnpokann. Hún lét þessa athugasemd nægja, vildi heyra hvað
væri að gerast úti. Fjóla skildi það án frekari orðaskipta. Glápti á
morgunroðann með hönd undir kinn og hlustaði líka, gömul í
augunum eins og móðuramma Klöru.
Hún gerði það alltaf þegar eitthvað bjátaði á, hvort sem þær
voru heima hjá henni eða Klöru. Fjóla var betri en enginn á
stormasömum nóttum, andstætt öðrum stelpum sem urðu
hræddar eða hneykslaðar ef þær fengu að gista um helgar.Heima
hjá Fjólu hagaði fólk sér eins og heima hjá Klöru,þær gátu hleg-
ið saman. En stundum var ógjörningur að hlæja og þá hugguðu
þær Emblu eða Lúlla,bróður Fjólu – nú þurfti að hugga Emblu.
„Nennir þú?“ bað Klara.
„Já,“ sagði Fjóla og tók utan um Emblu. Laug stimamjúkri
röddu að fullorðna fólkið væri í leik, lætin væru hápunktur
leiksins.
„Farðu! Ég vil fá mömmu,“ snökti Embla.
Klara hvessti augun á hana: „Uss, þú vekur Lúlla!“
„Mér er alveg sama. Mamma, mamma!“
„Mamma er að leika sér,“ ítrekaði Fjóla sallaróleg. „Er það
ekki, Klara?“
„Jú.“
„Mamma!“ Embla braust um, sparkaði í höfuð Lúlla sem
bærði á sér í svefninum.
„Þegiðu áður en ég lem þig,“ sagði Klara og grúfði höfuðið
ofan í teppabing.
„Embla,þú mátt eiga Prins pólóið mitt ef þú hættir að gráta.“
Fjóla smeygði hendinni ofan í bakpoka og brátt glampaði á gyllt
bréfið. Embla þagnaði.
Hún var með súkkulaði út á kinnar þegar mamma hrasaði
holdvot inn í tjaldið og felldi fremri tjaldsúluna.
2.
Það var talað um klamedíu.
Klara vissi ekki hvað klamedía var en hún ákvað að klamedía
yrði stranglega bönnuð þegar hún yrði fullorðin og réði öllu.
Engin klamedía. Bara spagettí með tómatsósu á hverjum degi í
gulu húsi, troðfullu af hundum, tíkum með útbelgda hvolpamaga.
Hún vissi þó að klamedía var slæm.Mamma yrti ekki á pabba
fyrr en fjölskyldan kom heim úr ferðalaginu. Þegar Klara og
Embla höfðu borðað soðinn fisk og skriðið upp í rúm með
tannkremssætar tennur heyrðu þær hana hvæsa og hann hvísla
hratt, óttasleginn fugl að rökstyðja tilverurétt sinn fyrir læðu.
Um morguninn glumdi í mömmu á undan vekjaraklukkunni
og hún hrópaði að systurnar ættu að drífa sig í fötin, hún þyrfti
að keyra pabba til læknis.
„En bíllinn er bilaður!“ Upphrópunin vék fyrir ásökun. „Þú
keyrðir hann út í á.“ – Punktur.
Punktur á eftir öllu hræðilegu sem gerist, aldrei komma eða
OG – og þá kom góða galdradísin,veifaði sprota sínum og söng:
„Nú verður allt eins og áður og þið munuð lifa hamingjusöm til
æviloka í splunkunýjum Fiat Uno.“ Aldrei. Bara punktur. En
bíllinn er bilaður – þú keyrðir hann útíá– punktur og síðan
ekki söguna meir.
Mamma bað Klöru um að vera ekki með þessa útúrsnúninga
og ítrekaði að systurnar ættu að drattast á fætur.Embla var byrjuð
að klæða sig. Hugsi á svip baslaði hún viðað koma hægri
fæti ofan í rauðröndóttan sokk. Mamma þreif hana í fangið og
tróð henni í báða sokkana, peysu og smekkbuxur með stoppuðum
blómum á hnjánum. Vippaði henni á stól við eldhúsborðið.
Systurnar borðuðu kornfleks meðan mamma gerði sig sæta
fyrir framan spegilinn og pabbi fór í bað.Í þetta skipti söng hann
ekki og Embla var með dimma áhyggjuhrukku á enninu.„Hvað
er klamedía?“ spurði hún nötrandi röddu og mjólk flæddi úr
beygðum munnvikunum.
„Veit ekki. Kannski krem,“ svaraði Klara.
„Uhm,“ umlaði Embla. Þótti ekki mikið til skýringarinnar
koma, sex ára manneskjunni.
Mamma heimtaði að keyra.Pabbi mótmælti ekki.Systurnar sátu
í aftursætinu á vínrauða skódanum hennar ömmu-aðal. Embla
dormaði en hrökk upp í hvert skipti sem mamma blótaði og
barði í stýrið.Klara klessti nefið upp við rúðuna og teiknaði Óla
prik í heita móðu.
„Jálkurinn er að gefa sig. Ég tek bara leigubíl og þú verður
heima með stelpurnar,“ tafsaði pabbi og lagaði gleraugun á nefinu.
„Haltu kjafti!“
„Ekki vera svona þrjósk! Þú sérð að þessi drusla er jafnónýt og
Fiatinn.“ Hann nennti ekki að skammast sín lengur.
„Vert þú ekki að segja mér hvað ég er,“ skrækti mamma og
Embla greip fyrir eyrun með augun samankipruð.
„Ég er að missa af tímanum.“
Mamma stakk pabba á hol með augnaráðinu og hvæsti að
hann skyldi þá hunskast af stað.Hann lét ekki setja sér það tvisvar,
rauk inn til að hringja á leigubíl.
Hún starði þögul á eftir honum hlaupa inn í timburhúsið sem
þau höfðu byggt með vinum sínum þegar Klara var tveggja ára
og þau ástfangin. Lyppaðist niður og horfði. Kveikti í sígarettu,
opnaði gluggann.
„Eigum viðekki að fara inn?“ spurði Klara.
„Þið megið gera allt sem þið viljið,“ svaraði hún.
Embla setti upp skeifu en Klara pikkaði í hana. „Usssss!“
hvíslaði hún.
Mamma var viss um að konurnar væru fleiri. Klara heyrði hana
tala um þýskan norrænufræðing í pilsi og garðyrkjukonu sem
pabbi hefði hitt í partíi. Hún taldi stöðugt upp konur sem pabbi
var grunaður um að hafa verið með og það var gagnkvæmt.Hann
gekk um á næturnar og þuldi upp karlmenn sem hún átti að hafa
verið með.Stundum slógust þau.Öskruðu og börðu hvort annað.
Skelltu hurðum, hvæstu og töluðu um ríðingar og píkur og tittlinga
og daður og svik. Lætin ætluðu að æra systurnar.
„Hvað ER klamedía?“ spurði Embla alla þá sem henni þóttu
traustsins virði. Klara bað hana að spyrja ömmu-aðal fyrst hún
væri að drepast úr forvitni. En að lokum var það Klara sem
spurði ömmu meðan hún útbjó hádegisverð.
„Er einhver með klamedíu?“ hváði amma-aðal ofan í gúllaspottinn.
„Ég veit það ekki. Ég heyrði einhvern segja þetta, í skólanum
eða eitthvað,“ svaraði hún í skyndi.
„Svoleiðis. Réttu mér snöggvast paprikuduftið.“
Klara sagði Emblu að Klamedía væri konan í sandkassanum.
Ábúðarfull eins og samviskusamur lögregluþjónn kinkaði hún
kolli og muldraði að Klamedía væri góð.
Þegar Fjóla heyrði um skoðun Emblu hló hún en var sjálf engu
nær. Þó hugkvæmdist henni að fara á bókasafnið og fletta klamedíu
upp í bók.Þær fóru með rútu til Reykjavíkur,keyptu pylsu
á stoppistöðinni og tóku síðan strætó niður í bæ. Ráfuðu í
klukkutíma um Þingholtin í leit að Borgarbókasafninu, römb-
uðu loksins á réttu bygginguna og görfuðu í ofhlöðnum bókaskápum
þar til vingjarnlegur bókasafnsvörður fann bókina sem
Fjóla hafði í huga.
„Mamma fór einu sinni hingað að kíkja í þessa bók. Hún
heitir Kvennafræðarinn.“
„Hvers vegna fór hún ekki á bókasafnið heima?“
„Bara,“ sagði Fjóla og skellti doðrantinum á hringlaga borð.
„Pældu í því hvað það er margt sem getur skeð fyrir konur.“
„Sem konur geta lentí…“ leiðrétti Klara og sleikti tómatsósu
úr munnvikinu. „Pabbi segir að maður eigi ekki að segja
ske, það er útlenska.“
„Allt í lagi, Klara klára – viltu vita hvað klamedía er eða
ekki?“
„Ég held ég viti dálítið um það.“
„Af hverju spurðirðu mig þá?“ Fjóla skannaði efnisyfirlitið í
flýti; alltof stórar tennur jöpluðu á vörunum, augun hugsi.
„Ég vil vita það betur.“
„Gáum.“ Hún fletti og fann loksins kaflann um kynsjúkdóma.
„Sjáðu ! Oj oj oj oj, ógeðslegt … “
Þær grúfðu sig yfir bókina.Fjóla,limalöng með skolt eins og folald
og ljóst hárið bundið í reytt tagl, smart í Adidas-galla og
strigaskóm. Klara, örlítið búttuð með hár sem hafði verið hvítt
en var byrjað að dökkna,hunangslita húð og augu sem minntu á
móana í kringum heimili hennar. Í vínrauðum stuttermabol og
smekkbuxum sem voru alls ekki í tísku.
Tvær litlar stelpur og heimurinn hvolfdist yfir þær. Önduðu
léttar á leiðinni út.
Tema: parforhold og sosial arv