Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

19-08-2019

Setjið Norðurlöndin á stundatöfluna – velkomin á nýtt skólaár!

Setjið Norðurlöndin á stundatöfluna – velkomin á nýtt skólaár!

Nýtt skólaár er gengið í garð og á vef Norden i Skolen bjóðum við upp á fjölbreytt námsefni fyrir kennslu í Norðurlandamálum, norræna vinabekki og enn fleiri tækifæri til að taka þátt í norræna skólaspjallinu! Við erum tilbúin – hvað með ykkur?

 

Skráðu bekkinn þinn í norræna skólaspjallið – svona gengur það fyrir sig:

  1. Skráið ykkur inn
  2. Veljið einn af skólaspjallsdögunum sem fellur að dagskrá vetrarins og stundatöflu bekkjarins á: www.nordeniskolen.org/is/skraning-skolaspjall/
  3. Fyllið út eyðublaðið og smellið á skrá!
  4. Þar með hefur bekkurinn ykkar verið skráður til leiks í norræna skólaspjallinu!

 

Frá og með september verður norræna skólaspjallið haldið í hverjum mánuði fyrir bekkjarstigin 5.-7., 8.-10. og framhaldsskóla! Á vef okkar er auðvelt fá innblástur og nálgast frekari upplýsingar um skólaspjallið og auk þess geta kennarar fylgst með á skráningarlistanum til að sjá hversu margir bekkir eru skráðir til leiks hverju sinni.

Norræna skólaspjallið er skemmtilegra með vinum og því er um að gera að sjá til þess að vinabekkur ykkar skrái sig líka!

*Hafið þið ekki enn fundið vinabekk? Finnið ykkur einn á www.nordeniskolen.org

 

Langar ykkur að verða norrænn sendiherrabekkur á Norden i Skolen?

Verið meðal þeirra fyrstu til að taka þátt í nýjasta verkefni okkar og hjálpa okkur að þróa námsgáttina sem nýtist kennurum um gervöll Norðurlönd til gagns og gamans! Hafið þið áhuga? Sendið tölvupóst á kontakt@nordeniskolen.org

Nú er auðveldara og skemmtilegra en nokkru sinni fyrr að setja Norðurlöndin á stundatöfluna – góða skemmtun í haust!