Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Jafnrétti

Bild jämställdhet.png

 

Hvað? Norrænt skólaspjall - þemaspjall um jafnrétti

Hverjir? Öll Norðurlöndin. 7.-9. bekkur (8.-10. bekkur í Noregi og á Íslandi)

Hvenær? 15/9 kl. 12.00-13.00 (CET)

 

Jafnrétti er í brennidepli í Norræna skólaspjallinu í september! Í spjallinu verða teknar til umræðu spurningar sem hvetja nemendur til að velta fyrir sér hvernig ýmis viðhorf til kynjanna hafa áhrif á líf þeirra. Þar sem umræðuefni spjallsins er nokkuð flókið er sniðugt að undirbúa bekkinn með því að ræða við nemendur um þemað áður en spjallið hefst. Því er einboðið að notast við verkefnið „Rammarnir“ til að fá nemendur til að velta fyrir sér hvernig viðhorf til kynjanna hafa bæði áhrif á gildismat og daglegt líf þeirra. 

 

Skráið bekkinn hér.

Aðgangsupplýsingar til að deila með nemendunum finnur þú undir 'aðgangurinn minn', allir nemendur þínir geta notað sömu aðgangsupplýsingar

Nethegðun
Fyrir skólaspjallið er líka gott að ræða við nemendur um hvernig beri að haga sér á netinu. Sjá góð ráð hér.

Lestu meir
- um hugmyndina á bakvið þemaspjallið

- um Norræna skólaspjallið

 

Spurningar

Fyrir þá sem vilja undirbúa bekkinn sinn aukalega, er hægt að þjófstarta spjallinu og skoða spurningarnar hér

 1. Komið ykkur saman um þrjú fyrirbæri sem yfirleitt eru álitin karlmannleg
 2. Komið ykkur saman um þrjú fyrirbæri sem yfirleitt eru álitin kvenleg
 3. Getið þið komið með dæmi um frægt fólk eða skáldaðar persónur sem hunsa hefðbundið viðhorf til kynjanna?
 4. Hvenær eru viðhorf til kynjana vandamál?
 5. Hvaða hugmyndum um karlmennsku/kvenleika mynduð þið vilja breyta? Af hverju?
 6. Eru einhverjar hugmyndir um karlmennsku/kvenleika sem þið mynduð ekki vilja breyta? Af hverju?
 7. Eru sömu viðhorf til kynjanna ríkjandi og þegar ömmur ykkar og afar voru börn?
 8. Getið þið bent á þrjú merki þess að það ríki ekki jafnrétti í samfélaginu?
 9. Hverju þyrfti að breyta í samfélaginu til að koma á meira jafnrétti?
 10. Hvað finnst ykkur jafnrétti fela í sér?
 11. Hefur einhver einhvern tíma komið öðruvísi fram við þig vegna þess að þú ert stelpa/strákur?
 12. Á hvaða vegu eru væntingar til stráka og stelpna ólíkar í samfélaginu?
 13. Ef við lítum á það sem er „kvenlegt“ og það sem er „karlmannlegt“ séu nokkurs konar rammar – sem við erum hvött til að halda okkur innan – hvað gerist þegar við förum út fyrir þessa ramma?
 14. Ímyndaðu þér að þú ættir að breytast í strák (ef þú ert stelpa) eða að þú ættir að breytast í stelpu (ef þú ert strákur). Hverjir eru kostirnir? Hverjir eru gallarnir?
 15. Á hvaða vegu hafa hugmyndir okkar og væntingar til stráka og stelpna áhrif á okkar daglega líf í skólanum?

Myndir

Ramarna