22.08.2024
Tvær vefsíður á einni

Ef þú hefur skoðað kennsluvefinn nýlega hefur þú mögulega tekið eftir því að hann er örlítið öðruvísi. Nú er hann nefnilega til í tveimur útgáfum, annar er fyrir grunnskóla og hinn fyrir framhaldsskóla. Þar sem framboð kennsluefnis á vefnum okkar hefur aukist töluvert tókum við þá ákvörðun að skipta kennsluvefnum í tvennt til að halda utan um þarfir beggja hópa á sem bestan hátt. Notar þú kennsluefni fyrir bæði stigin í þínu starfi? Það er lítið mál að skipta á milli, þú þarft bara að smella á litlu örina við hliðina á lógóinu efst til vinstri.