Framtíðarvettvangur
SEGIÐ FRÁ HUGMYNDUM OG DRAUMUM YKKAR
Á tímum mikilla breytinga koma upp nýjar áskoranir bæði í hversdagsleikanum og samfélaginu. Síðustu árin hafa Norðurlöndin, líkt og heimurinn almennt, þurft að takast á við miklar breytingar. Þrautir svo sem lokuð landamæri, heimsfaraldur, stríð og deilur, efnahagslegar áskoranir og erfið veðurskilyrði hafa haft bein og óbein áhrif á hversdagsleika fólks. Hvaða áhrif hafa eiginlega þessar áskoranir á okkur sem manneskjur? Hvað gerist þegar ekki er til rými og staðir þar sem fólk getur hist, talað saman, rætt, lært og skilið hvert annað?
Í þessu verkefni fáið þið tækifæri til að segja frá ykkar draumum og hugmyndum að nýjum stað þar sem fólk getur hist. Með því að senda inn ykkar framlag takið þið þátt í því að búa til efni með framhaldsskólanemendum frá öllum Norðurlöndunum.
Hlutar af efninu sem við fáum inn munu birtast í útgáfunni Nordperspektiv.
Einn eftirmiðdag þegar þú ert á leiðinni að hitta vin sérð þú plakat sem vekur athygli þína. Á plakatinu lest þú um keppni sem snýst um að koma með hugmynd sem skapar ný tengsl og samtal milli manneskja:
Fyrir áhugasama er að finna meira kennsluefni í þemanu Ung á Norðurlöndunum.
- Ung á Norðurlöndunum er kennsluefni í félagsfræði sem fjallar um sjálfsmynd og framtíðaráskoranir.
- Minn staður á Norðurlöndunum er ritgerðarverkefni um staðinn sem þú býrð á.
- Málhvíld — hugmynd að verkefni og efni fyrir umræður.