Atlantbib
Atlantbib.org er ókeypis rafræn gátt fyrir kennslubækur, sem gerir nágrannamálakennslu létta og skemmtilega. Nemendur og kennarar skrifa kennslubækur sem eru ókeypis til afnota í öllum skólum. Bækurnar má finna á vefnum og snúa sér í lagi að því sem er líkt og ólíkt milli norrænu og baltnesku landanna út frá sögu, landafræði, tungumáli og menningu. Notendur Atlantbib.org eru frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Lettlandi, Litháen, Suður-Jótlandi og Sápmi. Nemendur taka þátt í að rannsaka, skrifa, þýða og lesa inn bækurnar áður en þeir eru gefnar út.
Kulturakademi
Kulturakademi er kennsluvefur fyrir grunn- og leikskóla, sem býður upp á leiðsegjandi þjónustu og kennsluefni um menningu og tungumál í Suður–Jótlandi. Kulturakademi leggur áherslu á samvinnu milli skólaa og safna á svæðinu kringum landamæri Danmerkur og Þýskalands. Á heimasíðunni má finna efni til að þjálfa nágrannamálskilning milli dönsku og þýsku.
Nordiske sprogpiloter
Nordiske sprogpiloter er verkefni, með það helst að markmiði að bjóða upp á viðbótarmenntun fyrir kennara sem kenna móðurmál eða norræn mál sem annað mál. Námskeið og uppihald er greitt, en þátttakendur borga sjálfir farareyri.
Nordspråk
Nordspråk eru samtök skipuð fulltrúum frá samböndum norrænna móðurmálskennara og sambanda tungumálakennara sem sérhæfa sig í norrænu málunum. Mikilvægasta verkefni Nordspråk er að tryggja að norrænir kennarar í grunn- og menntaskólum og kennaraháskólum séu með á nótunum hvað varðar menningu og bókmenntir hinna Norðurlandanna, sem og að veita þeim verkfæri til að bjóða upp á kennslu í norrænu málunum. Nordspråk hefur unnið að þróun námskeiða og birt kennsluefni fyrir norræna kennara í yfir 30 ár.
The History of Nordic Women’s Literature
Hér er hægt að kynnast nýjustu straumum í norrænum kvennabókmenntum, samhliða því að kynna sér meira en 1000 ára sögu kvennabókmennta í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Álandseyjum. Allt saman skrifað af starfandi sérfræðingum bókmenntasögu.
TegnTube
Vefsíðan TegnTube er hugsuð fyrir börn og ungmenni á Norðurlöndunum, sem eru forvitin um táknmál, en einnig aðstandendur eða kennara döff barna. Hér er hægt að sjá kvikmynd þar sem döff börn og ungmenni segja frá sínum hversdegi og hvaða þýðingu táknmál hafi fyrir þau. Hvað er líkt og ólíkt milli málanna? Eru falskir vinir sem þarf að passa sig á? Hvernig eiga manneskjur á Norðurlöndunum samskipti við hvert annað og hvað er eiginlega norrænt táknmál?