Norden i Skolen er ókeypis kennsluvefur sem starfar óháð stjórnmála-, trúar- eða annars konar hugmyndafræðilegum hreyfingum. Vefurinn leggur upp með að gefa nemendum og kennurum á Norðurlöndunum verkfæri til að þjálfa upp og viðhalda nágrannamálskilning milli skandinavísku tungumálanna, samhliða því að efla norrænt menningarlæsi og kynna norræna nemendur fyrir öðrum samfélögum á hinum Norðurlöndunum. Hjá Norden i Skolen er þó ekki einungis unnið með kennsluefni þróað af sérfræðingum í kennslufræði, og þar eru heldur ekki einungis að finna mikilvæg verkfæri sem styðja og blása kennurum vind í brjóst í daglegu starfi. Þar má líka finna stærstu stuttmyndagátt Norðurlandanna. Hjá okkur geta nemendur tengst nemendum á hinum Norðurlöndunum vinaböndum, þannig að þau geti speglað sig í öðru og stærra samhengi. Efnið er aðallega sniðið að grunn- og menntaskólum og er þróað með aðalnámskrár og markmið skóla á Norðurlöndunum. Hjá okkur er alltaf rými til að uppgötva, kynna sér og upplifa eitthvað nýtt
"Norden i Skolen hjálpar nemendum að skilja hversu mikið norrænu löndin eiga sameiginlegt þegar kemur að menningu, sögu og tungumáli. Vefurinn kemur sér einnig vel til að auka þekkingu þeirra og forvitni um ólíka snertipunkta milli norrænu landanna."
- Kennari
Verkefnið hlaut styrk frá ráðherranefndinni
Norden i Skolen er stýrt af Sambandi Norrænu félagana, sem er samvinnuverkefni Norrænu félagana á Norðurlöndunum. Sambandið vinnur að því að styrkja norrænt samstarf á öllum sviðum, og að breiða út þekkingu um tungumál, menningu og sögu norrænu landanna, ásamt því að vekja athygli á öllum þeim möguleikum sem standa íbúum Norðurlandanna til boða, þvert á landamæri. Grunnfjármagn Norden i Skolen kemur úr ranni Norrænu ráðherranefndarinnar
"Þökk sé þessum vef, hefur áhugafræi um nágrannalöndin verið sáð í huga nemenda okkar."
- Kennari
Verðlaunavefur
Árið 2020 var Norden i Skolen-vefurinn var valin, af alþjóðlegri nefnd sérfræðinga, úr hópi framlaga frá hátt í þrjátíu löndum, til að hljóta Spotlight on Bilingual Education-útnefningu frá samtökunum HundrED.
"This is an innovation that is close to my heart. In a time that many have the possibility to travel far, the Nordics are sometimes forgotten. I find it important to not forget what we have in common with the other Nordic countries."
- Medlem af HundrEDs jury
Árið 2011 tók vefurinn við menntaverðlaunum frá Norrænu ráðherranefndinni fyrir starf sitt í að efla skilning barna og ungmenna á dönsku, norsku og sænsku um öll Norðurlöndin.
Hafið samband
Við viljum endileg heyra frá ykkur með spurningar, álit eða gagnrýni ykkar á vefinn.