Minn staður á Norðurlöndunum
SEGÐU FRÁ ÞÍNUM HUGLEIÐINGUM
Staðurinn sem við búum á mótar okkur á margvíslegan hátt. Mögulega væri líf okkar öðruvísi ef við hefðum alist upp annars staðar. Við viljum heyra þínar hugleiðingar um þinn stað, hvernig það er að vera ungur í dag og hvað þú hugsar um framtíðina.
Hlutar af efninu sem við fáum inn munu birtast í útgáfunni Nordperspektiv.
Segðu frá þínum hugleiðingum og upplifunum af lífinu og hversdagsleikanum á staðnum sem þú býrð á sem og þínar væntingar og hugmyndir fyrir framtíðina. Verkefnið felst í að velja eitt efni hér að neðan og skrifa ritgerð um það:
- Ástæðan fyrir því að staðurinn sem ég bý á er sérstæðasti staðurinn á Norðurlöndunum.
- Að vera ungur á Norðurlöndunum í dag.
- Það mikilvægasta fyrir Norðurlönd framtíðarinnar.
Fullkomnið textann með því að bæta við mynd sem lýsir staðnum þínum, upplifun eða framtíðarhugmyndum. Þegar þú sendir inn þitt framlag, veldu myndina sem smámynd í eyðublaðinu.
Textinn á að vera ein til tvær A4-síður, leturstærð 12. Vistið skrána sem PDF-skrá.
Fyrir áhugasama er að finna meira kennsluefni í þemanu Ung á Norðurlöndunum.
- Ung á Norðurlöndunum er kennsluefni í félagsfræði sem fjallar um sjálfsmynd og framtíðaráskoranir.
- Framtíðarvettvangur — tækifæri til að segja frá þínum skapandi hugmyndum um hvernig við getum tengst á nýjan hátt.
- Málhvíld — hugmynd að verkefni og efni fyrir umræður.