Grunnfjármögnun Norden i Skolens er komið úr ranni Norrænu ráðherranefndarinnar, sem er hluti af opinberu samstarfi Norrænu þjóðanna. Líkindin milli menningar norrænu landanna og sameiginlegi bakgrunnur tungumála og sögu þeirra, ásamt landfræðilegri nánd, hafa skapað samhug á Norðurlöndunum, sem norrænu þjóðirnar hafa ákveðið að staðfesta með opinberu samstarfi. Það fer fram í Norrænu ráðherranefndinni, Norðurlandaráðinu og spannar Danmörk, Ísland, Finnland, Noreg og Svíþjóð, ásamt Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum.
Norræna ráðherranefndin - ríkisstjórnasamstarf
Norræna ráðherranefndin er pólitískur vettvangur fyrir samvinnu milli ríkisstjórna norrænu landanna (og þar með Færeyja, Grænlands og Álandseyja). Norræna ráðherranefndin vinnur að sameiginlegum lausnum á sviðum, þar sem norrænu þjóðirnar geta náð betri árangri með samvinnu, í stað þess að vinna að þeim hver í sínu horni. Samkvæmt núverandi markmiðum eiga Norðurlöndin að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims á árunum fram til 2030. Veigamestu sviðin eru efnahagslíf, einkageirinn, menntun, rannsóknir, menning, fjölmiðlun, lög og réttur, umhverfi og náttúra, velferð og jafnrétti, og loks alþjóðlegt samstarf. Norræna ráðherranefndin var mynduð í 1971 og er, þrátt fyrir nafnið, ekki eitt heldur margar ráðherranefndir. Samsetning nefndanna tekur mið af því hvaða pólitíska svið er viðfangsefni tiltekinnar nefndar, þar sem á hverju pólitísku sviði er tilsvarandi ráðherranefnd, sem samanstendur af ráðherrum frá norrænum þjóðunum.
Norðurlandaráð – samstarf ólíkra þinga
Norðurlandaráð er eldra en Norræna ráðherranefndin. Það var myndað árið 1952 með það að markmiði að efla samvinnu milli norrænu landanna og samvinnuvettvangur fyrir þingin í norrænu löndunum. Þingmennirnir í Norðurlandaráði eru fyrst og fremst drifnir áfram af viljanum til að það sé gott að búa, lifa og vinna á Norðurlöndunum. Það er einnig höfuðmarkmið tillagana sem þeir leggja fram í Norðurlandaráði. Dæmi um tillögu sem hefur orðið að veruleika og haft mikil áhrif á samfélögin á Norðurlöndunum er norræni vegabréfaskoðunarsamningurinn, sem gerir íbúum á Norðurlöndunum kleift að ferðast án vegabréf milli Norðurlandanna, og var samþykkt árið 1954.
Ráðið hefur 87 kjörna fulltrúa. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð eiga hver 20 meðlimi, og af þeim frá Danmörku starfa tveir af þeim frá Grænlandi og tveir frá Færeyjum. Tveir af fulltrúum Finnlands eru sömuleiðis frá Álandseyjum. Ísland hefur sjö meðlimi. Meðlimir ráðsins sitja á þingi í sínu land og eru valdir inn í ráðið af þinginu eftir tillögur frá stjórnmálaflokkum sem sitjandi eru á þingi. Það er ekki beint kjör í Norðurlandaráð