Norræni loftslagsdagurinn verður haldinn þann 11. nóvember. Norden i Skolen vekur athygli á því með því að fjalla um loftslagið og sjálfbærni allan nóvembermánuð. Við höfum safnað efni fyrir þig sem kennir í 7.–10. bekk eða í framhaldsskóla og hefur áhuga á að fræða nemendur um loftslag og sjálfbærni frá norrænu sjónarhorni.
Norrænt skólaspjall um loftslagið
8.–10. BEKKUR & FRAMHALDSSKÓLABRAUT Loftslags- og umhverfismál eiga erindi við allar þjóðir og krefjast samvinnu og samskipta þvert á landamæri. Enda hefur mikil áhersla verið lögð á það í norrænu samstarfi. Í norræna loftslagsspjallinu er lögð áhersla á bæði norrænan málskilning og sjálfbæra þróun. Það er tilvalið fyrir þverfaglega samvinnu milli kennara í náttúrufræðigreinum, samfélagsfræði, íslensku og dönsku.
- 9. nóvember kl. 09:00–10.00 Markhópur Framhaldsskólabraut
- 10. nóvember kl. 09:00–10.00 Markhópur 8.–10. bekkur
Smelltu hér til að skrá bekkinn þinn og lesa meira um viðburðinn
Smelltu hér til að lesa meira um Norrænt skólaspjall
Kynnið ykkur loftslagsmál með því að horfa á mynd
8.–10. BEKKUR Í stuttmyndinni Fuck Fossils fylgjum við tveimur unglingum eitt haustkvöld í lífi þeirra árið 2050. Hversdagsleiki þeirra litast heilmikið af afleiðingum loftslagsbreytinga og stóra spurning þessa kvölds er hvort heiminum hafi tekist að takmarka hlýnun jarðar við einungis tvær gráður. Aðalhlutverkin leika þau Thomas Hayes (m.a. þekktur fyrir hlutverk sitt sem William í þáttaröðunum SKAM) og Rebekka Kjølle. Myndin er byggð á rannsóknarskýrslu Thomas Cottis „En framtid du ikke vil ha“ (Framtíð sem þú óskar þér ekki).
FRAMHALDSSKÓLABRAUT Í heimildarmyndinni „Rejsen til isens indre“ (Ferðalagið inn í ísinn) fer leikstjórinn ásamt þremur af fremstu jöklafræðingum heims í brautryðjandi vísindalega leiðangra á Grænlandsjökli. Þeir eru allir sannfærðir um að loftslagsrannsóknir geti ekki verið byggðar eingöngu á gervihnattamælingum og tölvulíkönum. Vísindamennirnir þurfa að vera þar sem breytingarnar eiga sér stað til að skila áreiðanlegum niðurstöðum. Allir þrír reyna þeir að svara einni mikilvægustu spurningu samtíma okkar: hversu hratt bráðnar ísinn?
SJÖ NÝIR ÞEMAPAKKAR MEÐ ÁHERSLU Á MENNTUN TIL SJÁLFBÆRNI
FRAMHALDSSKÓLABRAUT Norden i Skolen og Menntamálastofnun kynna með stolti yfirgripsmikið efni í þemanu menntun til sjálfbærni. Í Sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna 4.7 kemur fram að allir nemendur skuli öðlast nauðsynlega þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun. Nýja kennsluefnið inniheldur sjö þemapakka sem byggja einmitt á þessu markmiði. Hví ekki að byrja á þemapakkanum sem fjallar um loftslagsbreytingar?