Ert þú að vinna að norrænu verkefni sem þú vilt fara með á næsta stig? Hér fyrir neðan eru ýmsar stofnanir sem gætu veitt draumaverkefni þín styrk. Styrkirnir standa til boða öllum íbúum Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðunum: Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi, Svíþjóð og Álandseyjum. Hafið í huga að margir sjóðir hafa ákveðin umsóknartímabil og löng úrvinnslutímabil, svo það er gott að byrja að vinna í umsóknum tímanlega og vel fyrir byrjunarpunkt verkefnisins.
Nordplus
Nordplus veitir fjárhagslega styrki til ýmis konar menntunatsamstarfs, og úthlutunin skiptist í fimm hluta. Nordplus tekur þar að auki einnig við umsóknum frá Eystrarsaltsríkjunum
Nordplus Nordic Languages
Verkefnið miðar að að styrkja málskilning á Norðurlöndunum og kveikja áhuga á þekkingu og læsi á norræna menningu, tungumál og lífskjörum. Markhópurinn eru öll þau sem vinna innan norræna málsviðinu, t.d. háskólar og mentnastofnanir, samtök, fyrirtæki, góðgerðarfélög og önnur óformleg fræðslusetur, þekkingarnet og einkareknar stofnanir.
Nordplus Junior
Í gegnum Nordplus Junir er hægt að sækja um fé fyrir samvinnu milli skóla á Norðurlöndunum og Eystrarsaltsríkjunum, t.d. samvinuverkefni, nemenda- og kennaraskipti, sem og starfsnámi. Það er líka hægt að sækja um styrk til að fara heimsóknir milli landa í aðdraganda verkefna til að vinna skipulags og þróunarvinnu i með tilvonandi samstarfsfólki.
Nordplus Higher Learning
Nordplus Higher Learning verkefnið snýr að hreyfanleika og tengslaneti háskólanema á bachelor- og meistarastigi. Markmiðið með verkefninu er að stofna til samvinnu milli þátttakandi stofnana í gegnum skipti á reynslu, vinnuaðferðum, þekkingu og niðurstöðum.
Nordplus Adult
Nordplus Adult er beint að endur- og símenntunarsviðinu og styrkir alþjóðlegan hreyfanleika og samvinnuverkefni. Verkefnin innan Nordplus Voksen eiga að leggja sitt af mörkum í nýsköpun og þróun innan geirans. Allar tegundir sí- og endurmenntunar rúmast innan verkefnisins, bæði atvinnutengd menntun, sem og formleg og óformleg fræðsla fyrir fullorðna.
Nordplus Horizontal
Verkefnið styrkir nýskapandi verkefni þvert á hefðbundna flokka og geira. Verkefnið er opið þáttakkendum úr öllum sviðum atvinnulífsins sem geta unnið saman að menntun frá sjónarhóli „nám alla ævi“-stefnunnar.
Nordisk kulturfond
Sjóðurinn styður verkefni sem miða að því að endurnýja lista- og menningarlíf á Norðurlöndunum. Ekki er nauðsynlegt að hafa fasta búsettu í norrænu landi, né að vera norrænn samfélagsþegn til að sækja um. Verkefnið þarf aftur á móti að hafa norræna skírskotun.
Nordisk kulturkontakt
Nordisk kulturkontakt hefur umsjón með ólíkum styrkjum tengdum skólakerfinu.
Nordisk kulturkontakt Volt
Volt er menningar- og tungumálaverkefni fyrir börn og ungmenni upp til 25 ára aldurs. Verkefnið styður við framtök sem vekja athygli á list, menningu og tungumálum á Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðunum. Hægt er að sækja um styrk frá Volt fyrir verkefni sem styðja við menningar- og listsköpun barna og ungmenna. Styrkjum er veitt til allra listgreina, kvikmyndagerðar, bókmennta, sviðslista, myndlistar, en líka t.d. til verkefna tengdum menningararfinum. Umsækjendur þurfa ekki sjálf að heyra undir markhópinn.
Nordisk kulturkontakt Norden 0-30
Ert þú á aldrinum 0-30 ára, eða fulltrúi samtaka sem vinna með börn eða ungmenni? Hægt er að sækja um styrki fyrir verkefni eða þekkingarnet sem byggjast á menningarlegri, pólitískri eða samfélagslegri starfsemi þar sem börn og ungmenni taka sjálf þátt í ferlinu og í að móta skipulag, framkvæmd og úttekt á verkefninu. Norden 0-30 styður verkefni þar sem þáttakandi eru aðilar frá tveimur eða fleiri norrænum löndum. Í verkefnum þar sem þátttakendur koma frá tveimur löndum, skal annað þeirra landa sem á fulltrúa vera Grænland, Ísland, Færeyjar eða Álandseyjar. Minnst tvö þáttakandi lönd skulu vera norræn lönd í verkefnum þar sem fulltrúar frá þremur eða fleiri löndum vinna saman. Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Álandseyjar eru öll talin aðskilin lönd í þessu samhengi. Þar að auki geta verkefnin verið unnin í samvinnu við aðila í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sótt um styrkinn.
NAPA Kulturstøtteprogram
NAPA vill leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni í Grænlandi upplifi að að þau geti plumað sig á fjölbreyttum vettvangi. Verkefnið á að virkja og örva ungt fólk í Grænlandi til að taka virkan þátt í menningarsköpun og -miðlun, vinna sjálfbært á umhverfisvænan og samkeppnishæfan máta og halda sjónarmiðum norðurslóða á lofti á Norðurlöndunum. Þáttakandi skal vera a.m.k. einn grænlensku fulltrúi, sem vinnur með minnst einum fulltrúa frá norrænu löndunum/sjálfstjórnasvæðunum.
Erasmus+
Í gegnum Erasmus+ geta leikskólar, grunnskólar, háskólar, iðnskólar og fullorðinsfræðslustofnanir á borð við sveitarfélög, frístundaheimili og aðrar stofnanir sótt um styrk til að fjármagna samvinnuverkefni og skiptiprógröm með stofnunum í öðrum löndum.
Stiftelsen Clara Lachmanns fond (Styrktastjóður Clara Lachmanss-stofnunarinnar)
Clara Lachmanns-stofnuninn er skandinavísk sjálfseignarstofnun sem starfar að því markmiði að efla samhug skandinavísku landanna. Styrkir eru í boði til að halda viðburði í Svíþjóð, Noregi, Íslandi og Danmörku, þar með talið Grænland og Færeyjar. Finnland og Álandseyjar eru ekki talin vera skandinavísk lönd samkvæmt sjóðnum. Stofnunin styrkir meðal annars námsferðir, málþing og menningarstarfsemi.
Arctic Indigenous Fund
Sjóðurinn styður verkefni eða samtök sem gagnast og eru leidd af frumbyggjaþjóðum á Norðurslóðum, m.a. í Samalandi og Grænlandi.
Svenska kulturfonden
Verkefni Svenska kulturfondens er að styðja við sænska menningu og menntun, sænska tungumálið og athafnalíf á sænsku í Finnlandi. Finnsk samtök og vinnuhópar sem og finnskir einstaklingar geta sótt um styrki.
Vestnordisk hovedstadsfond - Nuuk, Reykjavik, Tórshavn (Vestnorræni höfuðstaðasjóðurinn)
Markmið sjóðsins er að efla skilning og samvinnu milli stjórnmálafólks og borgara í Nuuk, Reykjavík og Tórshavn, og úthluta fjárhagslegum stuðning til verkefna í því samhengi (t.d. á sviði menningar, kennslu eða íþrótta).
Svenska folkskolans vänner
SFV eru samtök sem styðja menntun á sænsku í Finnlandi og leggja sitt af mörkum til að skapa fjölbreytt og umburðarlynt samfélag þar sem hið finnlandssænska skipar sterkan, sjálfsagðan og jákvæðan sess. Einstakir aðilar, vinnuhópar og stofnanir (t.d. skólar og samtök) eru hvött til að sækja um.
Pohjola-Norden (Finnland)
Samtökin bjóða upp á styrki fyrir kennara, nema í Finnlandi sem vilja halda í norrænar námsferðir eða nám í hinum norrænu löndunum. Þar að auki geta nemendur og aukið við þekkingu sína um Norðurlöndin á mála- og menningarnámskeiðinum eða nemendaráðstefnum.
Foreningen Norden (Noregur)
Bekkir og nemendahópar í skólum eru meðlmir í Norræna félaginu (þ.e. því norska) geta sótt um styrki. Við gefum þrepaskipta styrki til verkefna sem snúa að nemendaskiptum við norræna vinabekki. Stakir kennarar og nemendahópar við skóla sem eru meðlimir í Norræna félaginu hafa líka möguleika á því að sækja um styrk fyrir sérferðir til að skipuleggja skólasamstarf, kennaraskipti og námsferðir.
Foreningen Norden (Danmark)
Norræna félagið (í Danmörku) hefur umsjón með lítilli úthlutun á dvalarstyrkjum til ungra Íslendinga sem vilja mennta sig í hinum ýmsu heimavistaskólum Danmerkur. Námið skal fara fram í annaðhvort folkehøjskole, håndarbejdsskole, ungdomshøjskole eða efterskole.
Tvíhliða menningarstyrkir
Eftirfarandi styrkir styðja menningarsamstarf milli tveggja norrænna landa/sjálfstjórnarsvæða. Oft þ.m.t skólastarf og námsferðir.
*Á þessari stundur eru engir tvíhliða menningarstyrkir með það markmið að styrkja samstarf sérstaklega við Álandseyjar. Styrki fyrir verkefni sem eru að hluta til Álensk er þess í stað hægt sækja um hjá styrkjum sem tengjast Finnlandi.
Kulturfonden for Finland og Danmark / Suomalais-tanskalainen kulttuurirahasto
Kulturfonden for Finland og Danmark á að efla samband og menningarsamstarf milli Danmerkur og Finnland, ásamt því að auka gagnkvæma þekkingu innan landnna á hvoru öðru. Sjóðurinn úthlutar fjárhagslegum styrkjum til einstakra aðila, samtaka og félaga sem starfa að margvíslegum samfélags- og menningarverkefnum. Fé sjóðsins rennur til samvinnuverkefna á sviði lista og menningar, rannsóknarverkefna (sér í lagi innan hug- og félagsvísindagreina), námsferða fyrir hópa nema á öllum skólastigum, ásamt menningar- félags-og hagfræðilegum rannsóknum á hinum norrænum samfélögunum.
Dansk-Færøsk Kulturfond
Markmið sjóðsins er „að efla andleg tengsl milli Færeyja og annarra hluta danska ríkisins“. Þ.e.a.s. menningarmiðlun í breiðum skilningi milli Færeyja og annara hluta danska konungsríkisins. Styrkir eru veittir á sviði sviðslista, kvikmyndagerðar, tónlistar og myndlistar, bókaútgáfu og vissa námsferða svo eitthvað sé nefnt. Ekki eru veitt framlög til norrænnar menningarsamvinnu, skólaferða né íþrótta. Sjóðurinn hefur einnig umsjón með "Dansk-Færøsk Samfunds studierejselegat" sem veitir styrki til námsferða til Færeyja og Danmerkur fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára.
Den Grønlandske Fond
Markmið sjóðsins er að styðja við grænlenskt hugvísinda, raunvísinda og menningarverkefna innan og utan Grænlands. Enn fremur eflir sjóðurin menningarleg tengsl milli Grænlands og annarra hluta danska konungsríkisins, t.a.m. menningarlegt samlífi milli Grænlands og Danmerkur, t.a.m. með því að styrkja ferðir til og frá Grænlandi og menningarlegar og félagslegar stofnanir í bæði Grænlandi og Danmörku.
Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde / Dansk-íslenski samvinnusjóðurinn
Sjóðurinn hefur það markmið að auka skilning og samvinnu milli Danmerkur og Íslands á menningarsviðinu, og öðrum sviðum. Sjóðurinn styrkir m.a. margvíslega starfsemi sem leitast við að auka áhuga á dönsku starfi menningu á Íslandi og íslensku starfi og menningu í Danmörku, t.d. skiptinámi og starfsnámi.
Dansk-Islandsk Fond / Dansk-íslenski sjóðurinn
Sjóðurinn starfar að því að styrkja menningarleg og vitsmunarleg tengsl milli Danmerkur og Íslands, vinnur að því að auka íslenskar rannsóknir og vísindastarf, ásamt því að styðja við íslenska nema við danska háskóla og aðrar æðri menntastofnanir. Sjóðurinn styður líka náms- og rannsóknadvalir á Íslandi, t.d. feltvinnu. Þar að auki hefur sjóðurinn styrkt margvísleg menningarverkefni, þar á meðal bókaútgáfur, bókmenntahátíðir, tónlistarverkefni og leikhúsviðburðir.
Fondet for Dansk-Norsk samarbeid
Fondet for dansk-norsk samarbeid hefur það markmið að vinna að auknum skilningi og samvinnu milli Danmerkur og Noregs á menningarsviðinu, og öðrum sviðum samfélagsins. Sjóðurinn á og rekur Lysebu í Osló og Schæffergården skammt frá Kaupmannahöfn. Staðirnir hafa það hlutverk að taka á móti styrkþegum og halda utan um þá dansk-norsku viðburði sem sjóðurinn stendur fyrir: námskeiðum, málstofum, ráðstefnum auk viðburða fyrir allan almenning. Sérstök áhersla er lögð á menntun sem tengist þekkingarmiðlun (kennara, blaðamenn og upplýsingatæknifræðinga). Stór hluti af fræðslustarfsemi hverfist um nágrannamálsskilning og sérstök áhersla er lögð á námskeið hugsuð fyrir grunnskólakennaranema.
Fondet for Dansk-Svensk Samarbejde
Sjóðurinn hefur það markmið að leggja sitt af mörkum til að auka skilning og samvinnu milli Danmerkur og Svíþjóðar á menningarsviðinu, og öðrum sviðum. Til að gera það hefur sjóðurinn látið fé renna til danskra og sænskra ríkisborgara sem fara í starfs- og skiptinám til Danmörku og Svíþjóðar við háskóla eða aðrar menntastofnanir þar í landi.
Íslensk-finnski menningarsjóðurinn / Islantilais-suomalainen kulttuurirahasto / The Icelandic-Finnish Cultural Foundation
Íslensk-finnski menningarsjóðurinn á að efla samskipti og menningartengsl milli Finnland og Íslands, ásamt því að auka gagnkvæma þekkingu um hvort annað í hverju landi fyrir sig. Úthlutunum er deilt á samvinnuverkefni innan menningar- og listageirans, til vísindalegra rannsókna (sér í lagi á hug- og félagsvísindasviði), til námsferða nemenda og skólahópa sem og menningar-, félags og hagfræðilegum rannsóknum í hinu norræna landinu. Sjóðurinn starfrækir einnig eigin starfsemi. Sjóðurinn útdeilir styrkjum til einstakra aðila, félagasambanda og fyrirtækja.
Kulturfonden för Finland och Norge / Suomalais-norjalaisen kulttuurirahasto
Menningarsjóður Finnlands og Noregs á að efla samskipti og menningartengsl milli Finnland og Íslands, ásamt því að auka gagnkvæma þekkingu um hvort annað í hverju landi fyrir sig. Sjóðurinn útdeilir styrkjum til einstakra aðila, félagasambanda og fyrirtækja sem vinna að margvíslegum samfélags- og/eða menningarverkefnum. Úthlutunum er deilt á samvinnuverkefni innan menningar- og listageirans, til vísindalegra rannsókna (sér í lagi á hug- og félagsvísindasviði), til námsferða nemenda og skólahópa sem og menningar-, félags og hagfræðilegum rannsóknum í hinu norræna landinu.
Kulturfonden för Sverige och Finland / Suomalais-ruotsalainen kulttuurirahasto
Sjóðurinn úthluta styrkjum til menningar-, samfélags- og lýðheilsutengdra verkefna sem eru unnin í samvinnu milli Svíþjóðar og Finnlands. Þar á meðal nemendaskipti og -heimsóknir. Hvað varðar samnorræn eða alþjóðleg verkefni er einnig hægt að fá styrk til að beina ljósi sérstaklega finnsk-sænskum hliðum málsins, og/eða gera aðgengilega aðferðir sem hafa reynst vel eða reynslu sem aðilar búa að þegar kemur að tvíhliða samvinnu.
Svensk-Isländska samarbetsfonden / Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn
Sjóðurinn á að efla sænsk-íslenska samvinnu, gagnkvæm menningartengsl og þekkingu um sænska og íslenska menningu og þjóðfélagshætti. Sjóðurinn deilir árlega út ferðastyrkjum fyrir tvíhliða samvinnu milli þessara landa á sviði menningar, menntuna og rannsókna.
Svensk-Norska samarbetsfonden
Markmið sjóðsins er að efla sænsk-norska samvinnu. Stjórnin hefur tekið þá ákvörðun að úthluta í bili ekki almennum styrkjum til verkefna, án þess að þau sé unnin í samstarfi við önnur sænsk-norsk eða norræn samtök. Sjóðurinn heldur meðal annars utan um tungumálanámskeið fyrir kennaranema
Norsk-islandsk kultursamarbeid / Norskt-íslenskt menningarsamstarf
Stefna sjóðsins er að styrkja fjölbreytt menningarsamstarf milli Noregs og Íslands. Norskir og íslenskir menningaraðila geta sótt um styrki tila ð vinna samvinnuverkefni sem efla fjölbreytt menningarsamstarf og skapar tengsl milli listamanna, fólk innan menningargeirans og menningarstofnana í löndunum tveimur.
Svensk-danska kulturfonden
Markmið sjóðsins er að styðja menningarsamstarf milli Svíþjóðar og Danmerkur, sem og að auka þekkingu um vísindi, lýðheilsu, menningu í báðum löndunum. Úthlutanir sjóðsins eiga jafnframt að skapa tengsl milli þessara svæða. Með menningu er átt við hinn listræna og bókmenntalega vettvang. Styrkir eru veittir til menntunar og fræðslu.
Grønlandsfonden (Grænlandssjóðurinn)
Hlutverk Grænlandsssjóðsins er að styrkja tengsl milli Grænlands og Íslands. Sjóðurinn styrkir ferðalög, námsdvalir, listasýningar, íþróttaviðburði og aðra menningar-, menntunar- og vísindatengd málefni, sem auka á samskipti milli Grænlendinga og Íslendinga.