Sambönd Norrænu félagana stýra, auk Norden i skolen, þessum verkefnum einnig.
Norræn bókmenntavika
Einu sinni á ári gengur í garð stærsti upplestrarviðburður Norðurlandanna. Þegar myrkrið verður svartast hjá okkur, kveikjum við á kerti og lesum bók. Snemma morguns fyrir þau sem eru yngri og síðla dags fyrir þau eldri. Á hverju ári eru nýir textar gaumgæfilega valdir fyrir verkefnið, sem hefur það markmið að efla læsi, norrænar bókmenntir og frásagnarhefðina. Heimsækið Vefsvæði Norrænu bókmenntavikunnar til að lesa meira um hvernig skólinn þinn.
Nordjobb
Nordjobb miðlar árstíðabundnum störfum fyrir ungmenni á aldrinum 18-30 ára. Nordjobb-starf færir þáttakendum verðmæta starfsreynslu og leið til að kanna norrænu nágrannalöndin. Nordjobb vinnur að því að auka flæði á norræna vinnumarkaðnum, sem og að auka þekkingu Norðurlandabúa á menningu og tungumálum á hinum Norðurlöndunum. Með því að taka þátt í verkefninu leggja bæði „Nordjobbarar“ og vinnuveitendur sitt af mörkum við að auka flæði milli landamæra á Norðurlöndunum. Meiri upplýsingar um möguleikana fyrir ungt fólk í starfsleit og vinnutveitendur má finna á heimasíðu Nordjobb.