Dagur Norðurlanda 2023 nálgast óðfluga. Við höfum sett inn flottan pakka fyrir framhaldsskóla sem veitir ykkur innsýn í hið opinbera norræna samstarf. Þar að auki fáið þið tækifæri til að senda meðlimum Norðurlandaráðs spurningar í beinni útsendingu í skólaspjalli okkar.
Norrænt samstarf í 70 ár — að hverju viljið þið spyrja þingmenn Norðurlandaráðs?
Haldið er upp á Dag Norðurlanda árlega 23. mars. Í ár fagnar Norðurlandaráð einnig 70 ára afmæli. Við vekjum athygli á þessu með því að halda norrænt skólaspjall fyrir framhaldsskólahópa! Þetta verður einstakt skólaspjall vegna þess að þátttakendur fá tækifæri til að spjalla við þingmenn frá Norðurlandaráði.
Viðburðurinn stendur yfir í klukkustund og hvert og eitt spjall í fimm mínútur. Byrjið því strax að íhuga hvort þið hafið einhverjar ákveðnar spurningar til norrænna þingmanna!
Hvert stefna Norðurlöndin?
Gæti hópurinn mögulega fengið innblástur frá þemapakkanum „Norðurlönd og ESB framtíðarinnar“ sem kemur á næstunni? Í því þema er fjallað um mögulega árekstra sem gætu komið upp milli norræns samstarfs og ESB-samstarfs þar sem ekki öll norrænu löndin eru aðildarríki ESB. Kennsluefnið er ætlað framhaldsskólahópum og er að finna hér.
Fjórar spurningar til norrænna þingmanna
Í tilefni 70 ára afmælis Norðurlandaráðs hefur Norden i Skolen tekið viðtöl við nokkra meðlimi Norðurlandaráðs og Norðurlandaráðs æskunnar. Lestu um hugleiðingar þingmanna okkar um norrænt samstarf, spurningarnar sem þeir telja mikilvægar og hvaða áhrif samstarfið hefur á norræn ungmenni. Einnig höfum við tekið fram nýjan og ítarlegan texta um Norðurlandaráð og starfshætti, nefndir og núverandi flokka þess.