Kostar eitthvað að nota Norden i skolen?
Nei, það kostar ekkert að nota Norden i skolen.
Ég sé ekki skólann minn á listanum þegar ég reyni að stofna aðgang. Hvað á ég að gera?
Sendið okkur tölvupóst með nafni og heimilisfangi skólans og við skráum skólann inn í kerfið okkar.
Ég er kennaranemi, get ég samt stofnað aðgang hjá ykkur og hvaða skóla á ég þá að velja?
Kennaranemar eru velkomnir að stofna aðgang hjá okkur. Þegar þú stofnar aðgang skalt þú velja skólann sem þú stundar nám eða starfsnám við.
Hvernig geta nemendur mínir nálgast efnið á síðunni?
Sérhver kennaraaðgangur fær sérstakan nemendaaðgang sem nemendur geta notað. Þú finnur upplýsingar um nemendaaðganginn með því að smella á „Minn aðgangur“.
Hvernig fæ ég undirtexta á myndirnar?
Meirihlutinn af myndefninu okkar hefur undirtexta á mörgum tungumálum. Lengst niðri hægra megin í myndaspilaranum er CC-tákn. Smelltu á þetta tákn til að sjá tungumálin sem eru í boði og veldu það sem hentar ykkur.
Skólinn minn hefur fengið nýtt nafn/heimilisfang, hvað á ég að gera?
Sendið okkur tölvupóst með nýju nafni og/eða heimilisfangi skólans og við uppfærum upplýsingarnar í kerfinu okkar.
Ég hef skipt um vinnustað, hvernig uppfæri ég aðganginn minn?
Þú getur sjálf(ur) farið inn á „Minn aðgangur“ og uppfært vinnustaðinn þinn.
Getið þið hjálpað okkur að fjármagna t.d. skólaheimsóknir?
Hér getur þú lesið um styrktaráætlanir sem eru í boði fyrir skóla og önnur samtök á Norðurlöndunum. Ekki er hægt að sækja um styrki gegnum Norden i skolen.