Vinabekkir
Í gegnum Norden i Skolen hefur þú tækifæri til að komast í samband við skólabekk í öðru Norðurlandi. Slíkt samband opnar fyrir fjölda spennandi möguleika, bæði út frá faglegu, menningarlegu og félagslegu sjónarmiði. Nemendur geta eignast nýja vini og haft gaman um leið og þeir læra með hætti, sem er frábrugðinn hefðbundinni kennslu í skólastofu. Margir nemendur uppgötva í raun ekki hvers virði norræna mál- og menningarsamfélagið er fyrr en þeir hafa sjálfir fengið tækifæri til að komast að raun um það.
Á þessari síðu er hægt að leita að vinabekkjum frá öllum Norðurlöndunum. Með mismunandi aðgerðum er hægt að tilgreina hvers konar vinabekk þú og þinn bekkur viljið finna. Hafið í huga að bekkjakerfið er mismunandi milli norrænu landanna. Smellið á Bekkjardeildir á Norðurlöndum hér að neðan til að sjá samanburð.