TAKIÐ ÞÁTT Í FRAMLEIÐSLU TEIKNIMYNDAR MEÐ ÖÐRUM NORRÆNUM UNGMENNUM
Víxlklipping: samnorræn teiknimynd
Ætlar bekkurinn þinn að taka þátt í því að framleiða teiknimynd með öðrum nemendum frá Norðurlöndunum? Í kennsluferlinu er lögð áhersla á kvikmyndaframleiðslu og þið takið þátt í að búa til teiknimyndaatriði með stillumyndum fyrir kvikmyndaverkefni. Nemendur frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í verkefninu. Einfaldar aðferðir og auðskilið ferli sem veitir ykkur tækifæri til að skapa skemmtilegar persónur og hasar!
Kennsluleiðbeningar: Samnorræn teiknimynd
BUSTER mun vinna með atvinnuleikstjóra og fagmanni í framleiðslu teiknimynda. Atriðunum verður safnað saman og klippt í eina mynd sem frumsýnd verður á þessari síðu.
Takið þátt fyrir 1. nóvember 2024 og deilið ykkar skemmtilegu, skrýtnu og skapandi hugmyndum!
KEPPNI
Með því að taka þátt eigið þið möguleika á að fá vinning sem felur í sér kvikmyndaveislu fyrir bekkinn að virði DKK 5.000.
Teiknimyndin fjallar um kind sem ekki vill láta klippa ullina á sér. Í staðinn vill hún mjög gjarnan eignast vin. Þið eigið að skapa skemmtilegar persónur og hasar fyrir söguþráðinn!
Lýsing á öllu ferlinu er að finna í vinnublaði fyrir nemendur, það inniheldur kynningu á gerð teiknimynda og stillumyndum, sem og atriði sem þið þurfið að hafa í huga þegar handrit er samið.
Sækja vinnublað
Kennsluleiðbeiningar er að finna hér