Stóru Norrænu Jólaleikarnir
JÓLADAGATAL NORDEN I SKOLEN
Hlustaðu á okkar samnorræna jóladagatal sem framleitt er fyrir nemendur í 5.–7. bekk. Jóladagatalið er hljóðsería í 24 þáttum, þar sem hlustendur kynnast röddum barna frá Norðurlöndunum. Hverjum þætti fylgir mynd, innsend teikning eftir barn á Norðurlöndunum, sem við höfum breytt í teiknimynd. Þar að auki getur þú fundið kennsluleiðbeiningar og verkefnahefti með verkefnum tengdum öllum tuttugu og fjórum þáttunum.
Hefðbundið jóladagatal er í 24 þáttum, en þið verðið ábyggilega ekki í skólanum fram á aðfangadag. Þess vegna er hægt að hlusta á fleiri en einn þátt á dag, til að hægt sé að hlusta á allt jóladagatalið fyrir jólafrí. Ykkur að vita er eini þátturinn sem tengist tilteknum degi í desember 13. þátturinn en sá þáttur fjallar um Lúsíumessuna, þann 13. 12.
Sagan
100 börn, valin af handahófi, hafa fengið tækifæri lífs síns. Þau eru nefnilega með í Stóru norrænu jólaleikunum - raunveruleikaþáttur, þar sem þeir þáttakendur komast á leiðarenda hafa færi á því að fá sína stærstu ósk uppfyllta. Börnunum er safnað saman frá öllum Norðurlöndunum og eiga að ferðast um Norðrið og þreyta ólíkar áskoranir. Hver áskorun tengist jólahefð í hverju landi fyrir sig – og til þess þurfa börnin bæði að sýna mikið hugrekki og ríkulegt hugmyndaflug – en þar mætir þeim m.a. drukkinn elgur, logandi Lúsíur og finnsk sánu.
Norrænu jólaleikarnir eru svar norrænu jólahátíðarinnar við Squid Game og Battle Royale. Nema með börnum og minna blóði.